Enski boltinn

Bradley: Ég hefði átt að fá meiri tíma

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bob Bradley.
Bob Bradley. vísir/getty
Bandaríkjamaðurinn Bob Bradley var að vonum svekktur með að hafa verið rekinn frá Swansea um jólin eftir að hafa stýrt liðinu í aðeins ellefu leikjum.

Hann vann aðeins tvo af þessum ellefu leikjum og liðið hans steinlá gegn West Ham í síðasta leiknum undir hans stjórn. Hann skilur við liðið í næstneðsta sæti deildarinnar.

„Þetta er ekki rétt ákvörðun að mínu mati. Ég trúi á mína vinnu og vissi vel að ég væri að fara í erfiða vinnu og hefði þurft meiri tíma,“ sagði Bradley.

„Ég ræddi við stjórnina um hvað þyrfti að gera í janúar á leikmannamarkaðnum og það átti að gera ýmislegt. Það er pirrandi að vera rekinn því mér finnst alltaf takast að setja mitt mark á þau lið sem ég stýri. Vinnan var á réttri leið en úrslitin skiluðu sér ekki í hús. Það er vissulega mjög svekkjandi.

„Ég hef aldrei afsakað mig eða gengið á þeim tíma sem ég stýrði liðinu. Hef aldrei kennt leikmönnum um heldur axlað ábyrgð. Ég trúi á að þannig að eigi að leiða. Vonandi fæ ég annað tækifæri á nýjum stað.“


Tengdar fréttir

Stjóri Gylfa rekinn

Enska úrvalsdeildarliðið Swansea City hefur sagt knattspyrnustjóranum Bob Bradley upp störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×