Sjúkravél Mýflugs gat ekki lent í Reykjavík Þórgnýr Einar Albertson skrifar 29. desember 2016 07:00 Mýflug hefur farið um 660 sjúkraflug það sem af er ári eða um tvö á dag. Alvarlega veikur maður á Hornafirði komst ekki á Landspítalann í Reykjavík í gær til þess að fá umönnun. Allar flugbrautir í Reykjavík og Keflavík voru lokaðar vegna veðurs og var þess í stað flogið með sjúklinginn til Akureyrar. „Það fólk sem ber ábyrgð á þessari skerðingu Reykjavíkurflugvallar lætur sig ekkert muna um að storka örlögum annarra. Við flugum þessum sjúklingi til Akureyrar þar sem hann fær vonandi fullnægjandi umönnun en þó er ljóst að hann hefði þurft að komast til LSH í Reykjavík. Útkallið var í fyrsta forgangi,“ skrifar Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugmaður hjá Mýflugi, á Facebook. Hann bætir því við að þurft hefði að nota NA/SV flugbrautina, svokallaða neyðarbraut, vegna veðursins. Þá hefði verið hægt að lenda á vellinum. Þeirri braut var lokað í júlí í sumar.Matthías?Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags ÍslandsFlugmálafélag Íslands (FMÍ) gagnrýndi stöðu mála á Reykjavíkurflugvelli í yfirlýsingu í gær en völlurinn var með öllu ófær. „Aðeins stjórnmálamenn standa í vegi fyrir lendingum á brautinni,“ segir í yfirlýsingunni. Í samtali við Fréttablaðið segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti FMÍ, að nú fyrst séu erfiðar lægðir að koma yfir landið og þeim fylgi erfiðar flugaðstæður. „Það sem okkur gremst er að það var bent á það margoft að þessar aðstæður myndu koma upp og þær myndu hafa þessar afleiðingar í för með sér,“ segir Matthías og bætir því við að ekki sé hægt að bíða óveðrið af sér þar sem það geti staðið yfir í mjög langan tíma. „Það er mjög sérkennilegt að horfa upp á það að brautin sé þarna og það sé ekkert búið að byggja upp í aðflugið þannig að það hindri eða valdi einhverri hættu fyrir flug. Það eina sem vantar er að Isavia moki brautina og haldi henni við,“ segir Matthías. FMÍ skorar á nýtt þing að opna brautina. „Innanríkisráðuneytið mun að öllum líkindum ekki gera þetta vegna þess að þau sitja undir þessum dómi Hæstaréttar. Borgin reynir að ná sínu fram og þá er bara Alþingi eftir sem getur með einhverjum hætti hlutast til um þetta mál og gripið inn í þessa atburðarás,“ segir Matthías. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Alvarlega veikur maður á Hornafirði komst ekki á Landspítalann í Reykjavík í gær til þess að fá umönnun. Allar flugbrautir í Reykjavík og Keflavík voru lokaðar vegna veðurs og var þess í stað flogið með sjúklinginn til Akureyrar. „Það fólk sem ber ábyrgð á þessari skerðingu Reykjavíkurflugvallar lætur sig ekkert muna um að storka örlögum annarra. Við flugum þessum sjúklingi til Akureyrar þar sem hann fær vonandi fullnægjandi umönnun en þó er ljóst að hann hefði þurft að komast til LSH í Reykjavík. Útkallið var í fyrsta forgangi,“ skrifar Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugmaður hjá Mýflugi, á Facebook. Hann bætir því við að þurft hefði að nota NA/SV flugbrautina, svokallaða neyðarbraut, vegna veðursins. Þá hefði verið hægt að lenda á vellinum. Þeirri braut var lokað í júlí í sumar.Matthías?Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags ÍslandsFlugmálafélag Íslands (FMÍ) gagnrýndi stöðu mála á Reykjavíkurflugvelli í yfirlýsingu í gær en völlurinn var með öllu ófær. „Aðeins stjórnmálamenn standa í vegi fyrir lendingum á brautinni,“ segir í yfirlýsingunni. Í samtali við Fréttablaðið segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti FMÍ, að nú fyrst séu erfiðar lægðir að koma yfir landið og þeim fylgi erfiðar flugaðstæður. „Það sem okkur gremst er að það var bent á það margoft að þessar aðstæður myndu koma upp og þær myndu hafa þessar afleiðingar í för með sér,“ segir Matthías og bætir því við að ekki sé hægt að bíða óveðrið af sér þar sem það geti staðið yfir í mjög langan tíma. „Það er mjög sérkennilegt að horfa upp á það að brautin sé þarna og það sé ekkert búið að byggja upp í aðflugið þannig að það hindri eða valdi einhverri hættu fyrir flug. Það eina sem vantar er að Isavia moki brautina og haldi henni við,“ segir Matthías. FMÍ skorar á nýtt þing að opna brautina. „Innanríkisráðuneytið mun að öllum líkindum ekki gera þetta vegna þess að þau sitja undir þessum dómi Hæstaréttar. Borgin reynir að ná sínu fram og þá er bara Alþingi eftir sem getur með einhverjum hætti hlutast til um þetta mál og gripið inn í þessa atburðarás,“ segir Matthías. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira