Maríu Þórisdóttur bauðst að spila fyrir Ísland Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2016 21:15 María Þórisdóttir ætlar að vinna sér sæti í norska fótboltalandsliðinu á nýjan leik. María, sem er 23 ára gömul, er dóttir Þóris Hergeirsdóttir, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta. Hún æfði sjálf handbolta í mörg ár en valdi á endanum fótboltann. María lék með Noregi á HM í Kanada í fyrra en hefur undanfarin misseri glímt við erfið meiðsli. María segir að nú horfi til betri vegar með þau.Feðginin Þórir Hergeirsson og María Þórisdóttir á Selfossi.vísir/ernir„Þessi meiðsli voru ekki góð og ég hef verið frá í að verða eitt ár. Þetta var erfitt ár en ég hlakka til að spila 2017,“ sagði María í samtali við Tómas Þór Þórðarson en hann hitti þau feðgin á Selfossi, heimabæ Þóris. María stefnir á að endurheimta sæti sitt í norska landsliðinu fyrir EM í Hollandi næsta sumar. Noregur og Ísland drógust ekki saman í riðil en María vonar að liðin mætist í útsláttarkeppninni. Hún fékk á sínum tíma boð um að spila með íslenska landsliðinu. „Ég var spurð hvort ég vildi spila fyrir íslenska landsliðið en þá var ég samt í unglingalandsliði Noregs. En það var mjög gaman og stórt fyrir mig að ég var spurð. Ég valdi Noreg en finnst Ísland mjög gott. Ég spilaði fyrsta landsleikinn minn gegn Íslandi og það var mjög sérstakt,“ sagði María. Þórir er nýbúinn að gera Noreg að Evrópumeisturum og María er að vonum stolt af föður sínum. „Hann er bara eins og hver annar pabbi. En hann hefur staðið sig mjög vel og það var gaman fyrir hann og okkur að vinna gull,“ sagði María sem hélt jólin hér á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni, í fyrsta sinn í átta ár. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Einstakt EM-ár hjá einni þjóð Þjálfarar Evrópumeistara karla og kvenna í handbolta eiga það sameiginlegt að vera Íslendingar. Það er sögulegt. Sama þjóð hefur aldrei átt tvo þjálfara Evrópumeistara í handbolta á sama árinu. 20. desember 2016 06:00 Stelpurnar hans Þóris vörðu titilinn Noregur varð í kvöld Evrópumeistari í handknattleik kvenna annað mótið í röð. Þórir Hergeirsson, þjálfari liðsins, heldur því áfram að bæta við sig skrautfjöðrum. Noregur lagði Holland, 30-29, í mögnuðum úrslitaleik. 18. desember 2016 18:26 Þórir um íslenska kvennalandsliðið: Leikmenn þurfa að vera í toppþjálfun allt árið Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs, segir að það sé allt til staðar til að íslenska kvennalandsliðið í handbolta komist í hóp þeirra bestu. Það sé þó í höndum leikmannanna sjálfra. 27. desember 2016 20:45 Þórir missti móður sína daginn fyrir Evrópumótið Þórir Hergeirsson, þjálfari nýkrýndra Evrópumeistara Noregs, sagði ekki frá því að hann missti móður sína daginn fyrir Evrópumót kvenna í handbolta. 19. desember 2016 09:30 Þórir: Þar finnst mér fótboltinn hafa farið fram úr sér Fótboltinn hefur farið fram úr sér í að einstaklingurinn verði stærri en liðið. Þetta sagði Þórir Hergeirsson, þjálfari norsku Evrópumeistarana í handbolta, í samtali við Tómas Þór Þórðarson, en brot úr viðtalinu var sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2. 26. desember 2016 19:24 Fyrstu íslensku jólin hjá Þóri og fjölskyldunni í átta ár Þórir Hergeirsson gerði norska kvennalandsliðið í handbolta að Evrópumeisturum í þriðja sinn og vann sitt tíunda gull á stórmóti. Hann syrgir móður sína yfir jólahátíðina en hann ver nú jólunum í fyrsta sinn síðan 2008 í uppeldisbæ sínum, Selfossi. 24. desember 2016 06:00 Þórir: Þegar við vinnum er ég kóngur en ef ég tapa er ég hálfviti Þórir Hergeirsson segir Norðmenn of góðu vanir og kunna ekki alltaf að meta árangur kvennalandsliðsins sem hann gerði að Evrópumeisturum í þriðja sinn í desember. 23. desember 2016 19:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
María Þórisdóttir ætlar að vinna sér sæti í norska fótboltalandsliðinu á nýjan leik. María, sem er 23 ára gömul, er dóttir Þóris Hergeirsdóttir, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta. Hún æfði sjálf handbolta í mörg ár en valdi á endanum fótboltann. María lék með Noregi á HM í Kanada í fyrra en hefur undanfarin misseri glímt við erfið meiðsli. María segir að nú horfi til betri vegar með þau.Feðginin Þórir Hergeirsson og María Þórisdóttir á Selfossi.vísir/ernir„Þessi meiðsli voru ekki góð og ég hef verið frá í að verða eitt ár. Þetta var erfitt ár en ég hlakka til að spila 2017,“ sagði María í samtali við Tómas Þór Þórðarson en hann hitti þau feðgin á Selfossi, heimabæ Þóris. María stefnir á að endurheimta sæti sitt í norska landsliðinu fyrir EM í Hollandi næsta sumar. Noregur og Ísland drógust ekki saman í riðil en María vonar að liðin mætist í útsláttarkeppninni. Hún fékk á sínum tíma boð um að spila með íslenska landsliðinu. „Ég var spurð hvort ég vildi spila fyrir íslenska landsliðið en þá var ég samt í unglingalandsliði Noregs. En það var mjög gaman og stórt fyrir mig að ég var spurð. Ég valdi Noreg en finnst Ísland mjög gott. Ég spilaði fyrsta landsleikinn minn gegn Íslandi og það var mjög sérstakt,“ sagði María. Þórir er nýbúinn að gera Noreg að Evrópumeisturum og María er að vonum stolt af föður sínum. „Hann er bara eins og hver annar pabbi. En hann hefur staðið sig mjög vel og það var gaman fyrir hann og okkur að vinna gull,“ sagði María sem hélt jólin hér á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni, í fyrsta sinn í átta ár.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Einstakt EM-ár hjá einni þjóð Þjálfarar Evrópumeistara karla og kvenna í handbolta eiga það sameiginlegt að vera Íslendingar. Það er sögulegt. Sama þjóð hefur aldrei átt tvo þjálfara Evrópumeistara í handbolta á sama árinu. 20. desember 2016 06:00 Stelpurnar hans Þóris vörðu titilinn Noregur varð í kvöld Evrópumeistari í handknattleik kvenna annað mótið í röð. Þórir Hergeirsson, þjálfari liðsins, heldur því áfram að bæta við sig skrautfjöðrum. Noregur lagði Holland, 30-29, í mögnuðum úrslitaleik. 18. desember 2016 18:26 Þórir um íslenska kvennalandsliðið: Leikmenn þurfa að vera í toppþjálfun allt árið Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs, segir að það sé allt til staðar til að íslenska kvennalandsliðið í handbolta komist í hóp þeirra bestu. Það sé þó í höndum leikmannanna sjálfra. 27. desember 2016 20:45 Þórir missti móður sína daginn fyrir Evrópumótið Þórir Hergeirsson, þjálfari nýkrýndra Evrópumeistara Noregs, sagði ekki frá því að hann missti móður sína daginn fyrir Evrópumót kvenna í handbolta. 19. desember 2016 09:30 Þórir: Þar finnst mér fótboltinn hafa farið fram úr sér Fótboltinn hefur farið fram úr sér í að einstaklingurinn verði stærri en liðið. Þetta sagði Þórir Hergeirsson, þjálfari norsku Evrópumeistarana í handbolta, í samtali við Tómas Þór Þórðarson, en brot úr viðtalinu var sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2. 26. desember 2016 19:24 Fyrstu íslensku jólin hjá Þóri og fjölskyldunni í átta ár Þórir Hergeirsson gerði norska kvennalandsliðið í handbolta að Evrópumeisturum í þriðja sinn og vann sitt tíunda gull á stórmóti. Hann syrgir móður sína yfir jólahátíðina en hann ver nú jólunum í fyrsta sinn síðan 2008 í uppeldisbæ sínum, Selfossi. 24. desember 2016 06:00 Þórir: Þegar við vinnum er ég kóngur en ef ég tapa er ég hálfviti Þórir Hergeirsson segir Norðmenn of góðu vanir og kunna ekki alltaf að meta árangur kvennalandsliðsins sem hann gerði að Evrópumeisturum í þriðja sinn í desember. 23. desember 2016 19:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Einstakt EM-ár hjá einni þjóð Þjálfarar Evrópumeistara karla og kvenna í handbolta eiga það sameiginlegt að vera Íslendingar. Það er sögulegt. Sama þjóð hefur aldrei átt tvo þjálfara Evrópumeistara í handbolta á sama árinu. 20. desember 2016 06:00
Stelpurnar hans Þóris vörðu titilinn Noregur varð í kvöld Evrópumeistari í handknattleik kvenna annað mótið í röð. Þórir Hergeirsson, þjálfari liðsins, heldur því áfram að bæta við sig skrautfjöðrum. Noregur lagði Holland, 30-29, í mögnuðum úrslitaleik. 18. desember 2016 18:26
Þórir um íslenska kvennalandsliðið: Leikmenn þurfa að vera í toppþjálfun allt árið Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs, segir að það sé allt til staðar til að íslenska kvennalandsliðið í handbolta komist í hóp þeirra bestu. Það sé þó í höndum leikmannanna sjálfra. 27. desember 2016 20:45
Þórir missti móður sína daginn fyrir Evrópumótið Þórir Hergeirsson, þjálfari nýkrýndra Evrópumeistara Noregs, sagði ekki frá því að hann missti móður sína daginn fyrir Evrópumót kvenna í handbolta. 19. desember 2016 09:30
Þórir: Þar finnst mér fótboltinn hafa farið fram úr sér Fótboltinn hefur farið fram úr sér í að einstaklingurinn verði stærri en liðið. Þetta sagði Þórir Hergeirsson, þjálfari norsku Evrópumeistarana í handbolta, í samtali við Tómas Þór Þórðarson, en brot úr viðtalinu var sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2. 26. desember 2016 19:24
Fyrstu íslensku jólin hjá Þóri og fjölskyldunni í átta ár Þórir Hergeirsson gerði norska kvennalandsliðið í handbolta að Evrópumeisturum í þriðja sinn og vann sitt tíunda gull á stórmóti. Hann syrgir móður sína yfir jólahátíðina en hann ver nú jólunum í fyrsta sinn síðan 2008 í uppeldisbæ sínum, Selfossi. 24. desember 2016 06:00
Þórir: Þegar við vinnum er ég kóngur en ef ég tapa er ég hálfviti Þórir Hergeirsson segir Norðmenn of góðu vanir og kunna ekki alltaf að meta árangur kvennalandsliðsins sem hann gerði að Evrópumeisturum í þriðja sinn í desember. 23. desember 2016 19:00