Trump segir á Twitter-síðu sinni að Ísraelum hafi verið sýnt virðingarleysi og landið smánað og að þessu verði að ljúka.
Trump vísar þar í ákvörðun Bandaríkjastjórnar síðastliðinn föstudag að beita ekki neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn ályktun sem sneri að uppbyggingu landnemabyggða Ísraela.
We cannot continue to let Israel be treated with such total disdain and disrespect. They used to have a great friend in the U.S., but.......
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 28, 2016
not anymore. The beginning of the end was the horrible Iran deal, and now this (U.N.)! Stay strong Israel, January 20th is fast approaching!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 28, 2016
Þá hefur Ísraelsstjórn haldið því fram að þau hafi gögn undir höndum sem sýna fram á að ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta hafi sjálf staðið að baki ályktuninni. Þessu hafnar talsmenn Bandaríkjastjórnar.
Búið að fresta atkvæðagreiðslu
Nefnd ísraelskra yfirvalda hefur frestað atkvæðagreiðslu varðandi hvort heimila beri byggingu nærri fimm hundruð nýrra íbúða á landnemabyggðum í austurhluta Jerúsalem.
Í frétt BBC segir að ákvörðunin um frestun atkvæðagreiðslunnar hafi verið tekin í kjölfar sérstakrar beiðni þess efnis frá forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu.
Andstæðingar Trump hafa hvatt hann til að koma skilaboðum sínum þegar kemur að utanríkismálum á framfæri með hefðbundnari leiðum en Twitter.
Um hálf milljón Ísraela búa í um 140 landnemabyggðum Ísraelsstjórnar á hernumdu svæðunum sem hafa verið í byggingu frá árinu 1967.