Náttúruperlan Fjaðrárgljúfur auglýst til sölu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 28. desember 2016 11:53 Fjaðrárgljúfur er eitt fegursta gljúfur landsins og aðsókn eftir því. vísir/vilhelm Jörðin Heiði í Skaftárhreppi á Suðurlandi hefur verið sett á sölu, en hluti einnar helstu náttúruperlu landsins, Fjaðrárgljúfurs, fylgir kaupunum. Um er að ræða um það bil 335 hektara land sem er að mestu gróið og án alls húsakosts. Magnús Leópoldsson, fasteignasali hjá Fasteignamiðstöðinni, sem heldur utan um söluna, segir að óskað sé eftir tilboðum í jörðina, og að ekkert lágmarksverð liggi fyrir. Hins vegar séu jarðir sem þessar að seljast nokkuð dýrt og aðspurður segir hann þær sjaldnast fara á minna en hundrað milljónir króna. Fjaðrárgljúfur er eitt fegursta gljúfur landsins og aðsókn eftir því. Gljúfrið er á mörkum Heiðar og jarðarinnar Holts. „Eigendur jarðanna eiga hvorn sinn hlutann í gljúfrinu, í raun eiga þeir bara hvorn sinn bakkann en aðgengið að því er misjafnt,“ segir Magnús. Þetta er í annað sinn sem jörðin er sett á sölu, en í fyrra skiptið var það hluti hennar sem var auglýstur falur. Fjaðrárgljúfur hefur nær alla tíð verið afar vinsæll áfangastaður, en vinsældir gljúfursins jukust til muna eftir að poppstjarnan Justin Bieber tók upp tónlistarmyndband í gljúfrinu í september í fyrra.Justin Bieber tók upp myndband í gljúfrinu í september í fyrra.mynd/justin bieberNokkuð hefur verið fjallað um kaup á jörðinni Fell í Suðursveit, sem á land að Jökulsárlóni, en Alþingi samþykkti samhliða fjárlögum og fjáraukalögum á dögunum að ganga inn í kaup á jörðinni. Þá var bróðurpartur Grímsstaða á Fjöllum seldur til breska milljarðamæringsins Jim Ratcliffe fyrr í þessum mánuði. Tengdar fréttir Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Jarðakaup breska iðnjöfursins Jims Ratcliffe vekja spurningar um undirliggjandi ástæður þeirra. Vernd villta laxastofnsins á Íslandi segir hann sjálfur. Utan Íslands er fyrirtæki hans gagnrýnt vegna umhverfismála. 21. desember 2016 07:45 Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. 20. desember 2016 14:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Jörðin Heiði í Skaftárhreppi á Suðurlandi hefur verið sett á sölu, en hluti einnar helstu náttúruperlu landsins, Fjaðrárgljúfurs, fylgir kaupunum. Um er að ræða um það bil 335 hektara land sem er að mestu gróið og án alls húsakosts. Magnús Leópoldsson, fasteignasali hjá Fasteignamiðstöðinni, sem heldur utan um söluna, segir að óskað sé eftir tilboðum í jörðina, og að ekkert lágmarksverð liggi fyrir. Hins vegar séu jarðir sem þessar að seljast nokkuð dýrt og aðspurður segir hann þær sjaldnast fara á minna en hundrað milljónir króna. Fjaðrárgljúfur er eitt fegursta gljúfur landsins og aðsókn eftir því. Gljúfrið er á mörkum Heiðar og jarðarinnar Holts. „Eigendur jarðanna eiga hvorn sinn hlutann í gljúfrinu, í raun eiga þeir bara hvorn sinn bakkann en aðgengið að því er misjafnt,“ segir Magnús. Þetta er í annað sinn sem jörðin er sett á sölu, en í fyrra skiptið var það hluti hennar sem var auglýstur falur. Fjaðrárgljúfur hefur nær alla tíð verið afar vinsæll áfangastaður, en vinsældir gljúfursins jukust til muna eftir að poppstjarnan Justin Bieber tók upp tónlistarmyndband í gljúfrinu í september í fyrra.Justin Bieber tók upp myndband í gljúfrinu í september í fyrra.mynd/justin bieberNokkuð hefur verið fjallað um kaup á jörðinni Fell í Suðursveit, sem á land að Jökulsárlóni, en Alþingi samþykkti samhliða fjárlögum og fjáraukalögum á dögunum að ganga inn í kaup á jörðinni. Þá var bróðurpartur Grímsstaða á Fjöllum seldur til breska milljarðamæringsins Jim Ratcliffe fyrr í þessum mánuði.
Tengdar fréttir Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Jarðakaup breska iðnjöfursins Jims Ratcliffe vekja spurningar um undirliggjandi ástæður þeirra. Vernd villta laxastofnsins á Íslandi segir hann sjálfur. Utan Íslands er fyrirtæki hans gagnrýnt vegna umhverfismála. 21. desember 2016 07:45 Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. 20. desember 2016 14:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Jarðakaup breska iðnjöfursins Jims Ratcliffe vekja spurningar um undirliggjandi ástæður þeirra. Vernd villta laxastofnsins á Íslandi segir hann sjálfur. Utan Íslands er fyrirtæki hans gagnrýnt vegna umhverfismála. 21. desember 2016 07:45
Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. 20. desember 2016 14:45