Innlent

Baldur siglir ekki í dag

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Baldur mun ekki leysa festar í dag vegna veðurs.
Baldur mun ekki leysa festar í dag vegna veðurs. vísir/gva
Ferðir ferjunnar Baldurs, sem siglir á milli Stykkishólms og Brjánslækjar, falla niður í dag vegna veðurs.

Útlit er fyrir hvassviðri í dag víðast hvar á landinu. Innanlandsflugi í morgun hefur verið frestað en von er á frekari upplýsingum klukkan 14:15.

Þá hefur veginum um Holtavörðuheiði og Bröttubrekku hefur verið lokað.

Veður er slæmt um allt land en verst er það á Vesturlandi og um landið norðvestanvert. Útlit er fyrir að veður lægi síðdegis á suðvesturhorninu en þó ekki fyrr en seint í kvöld á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. 

Útlit er þó fyrir áframhaldandi hvassviðri allt fram á gamlársdag. 


Tengdar fréttir

Hálka víðast hvar

Leiðindaveður um landið vestan- og norðvestanvert meira og minna í allan dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×