Enski boltinn

Stjóri Gylfa rekinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Enska úrvalsdeildarliðið Swansea City hefur sagt knattspyrnustjóranum Bob Bradley upp störfum.

Bandaríkjamaðurinn tók við Swansea í byrjun október eftir að Francesco Guidolin var rekinn.

Bradley náði ekki að snúa gengi Swansea við og skilur við liðið í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar.

Swansea vann aðeins tvo leiki undir stjórn Bradleys og fékk á sig 29 mörk í 11 leikjum.

Bradley stýrði Swansea í síðasta sinn í gær, þegar liðið tapaði 1-4 fyrir West Ham United á heimavelli. Það var þriðja tap liðsins í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×