Kaupmáttur hefur aldrei verið meiri, fyrir suma Ellen Calmon skrifar 27. desember 2016 07:00 Mikil hækkun kaupmáttar og launa“, „kaupmáttur aldrei verið meiri“, „2015 – ár mikilla launahækkana“. Þetta eru örfá dæmi um yfirskriftir frétta um launahækkanir og kaupmáttaraukningu launa á þessu ári og því síðasta, en fjölmargar fréttir hafa verið fluttar af kaupmáttaraukningu. En hvernig hefur þróun kaupmáttar verið hjá örorkulífeyrisþegum síðustu ár? Fjármálaráðherra sagði fjálglega í fjárlagafrumvarpsumræðu á Alþingi í desember í fyrra að sú hækkun sem ætluð væri örorkulífeyrisþegum myndi hafa gríðarleg áhrif á kaupmáttaraukningu örorkulífeyris. En þar sagði hann „…verðbólgan [hefur] farið minnkandi og hún hefur verið stöðugt lág sem hefur tryggt gríðarlega kaupmáttaraukningu fyrir launþega og mikla kaupmáttaraukningu bóta, reyndar þannig að bætur munu aldrei í sögu Íslands hafa haft hærri og meiri kaupmátt en 2016…“. Ég hef lengi leyft mér að efast um að orð fjármálaráðherra um þessa gríðarlegu kaupmáttaraukningu yrðu orð að sönnu. Ég bið almenning um að láta ekki villa um fyrir sér þegar talað er um prósentuhækkanir, sem jafnvel gætu í huga einhverra hljómað háar, því prósentuhækkanir á mjög lágan lífeyri þýða afar lága krónutöluhækkun. En það eru einmitt krónurnar sem skipta máli í þessu samhengi. Allir þurfa ákveðna lágmarkskrónutölu í framfærslu á mánuði til að geta lifað af í íslensku samfélagi, krónur sem duga fyrir fæði, klæði, húsnæði og í tilfellum örorkulífeyrisþega fyrir lyfjum, læknisþjónustu og þjálfun. Við leituðum til Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um útreikninga á samanburði kaupmáttarþróunar heildartekna örorkulífeyrisþega og heildarlauna fullvinnandi fólks frá árinu 2009 til ársins 2015 en tölur fyrir árið 2016 koma ekki fram fyrr en á næsta ári og því vantar forsendur til að reikna út þróunina fyrir árið 2016. Útreikningar Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands staðfesta þennan efa, hrekja orð ráðherra um gríðarlega kaupmáttaraukningu. Mynd 1 Samanburður við þróun kaupmáttar fullvinnandiÚtreikningarnir byggjast á tölum á vef Hagstofu Íslands og Tryggingastofnunar ríkisins (TR). Niðurstaðan er sláandi eins og sjá má á mynd 1. Kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega var 9% lægri árið 2011 en árið 2009 og lækkaði því mun meira hjá örorkulífeyrisþegum en hjá launafólki. Hagur ýmissa hópa fór að vænkast eftir hrun en örorkulífeyrisþegar sátu eftir. Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2017 segir að „Vaxandi vinnuaflseftirspurn, miklar launahækkanir í kjarasamningum, hagstæð gengisþróun, minnkandi verðbólga og batnandi kaupmáttur einkenndu árið 2015“. Kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega árið 2015 var nær sá sami og árið 2009, hafði einungis hækkað um 1%, þrátt fyrir lága verðbólgu. Hins vegar hafði kaupmáttur heildarlauna fullvinnandi hækkað um 15% á tímabilinu. Þessar tölur sýna fram á ósamræmið í orðum fjármálaráðherra í lok árs 2015 um að örorkulífeyrir hafi hækkað í samræmi við lög á hverju ári eftir því hvort verðlag eða laun hafi hækkað meira. Mynd 2 Þróun kaupmáttar óskerts lífeyris almannatrygginga og lágmarkslaunaHagfræðistofnun Háskóla Íslands reiknaði enn fremur út þróun kaupmáttar fyrir óskertan lífeyri almannatrygginga og lágmarkslaun frá árinu 2009. Örorkulífeyrisþegi sem er með óskertan lífeyri hefur engar aðrar tekjur til framfærslu en lífeyri almannatrygginga. Lífeyrisþegar með lágar aðrar tekjur geta einnig fallið hérna undir, en vegna „krónu á móti krónu skerðinga“ geta þeir verið með sömu heildartekjur og lífeyrisþegar sem einungis fá greiddan óskertan lífeyri. Nú er svo komið að óskertur lífeyrir er um 80% af lágmarkslaunum. Rétt er að geta þess að þrátt fyrir hækkanir síðustu ára eru lágmarkslaun einungis 260.000 kr. fyrir skatt og duga ekki til mannsæmandi framfærslu. Fjármálaráðherra hefur svarað því til að hann myndi ekki treysta sér til að lifa af lægstu launum og hann mun því varla treysta sér til að lifa af óskertum lífeyri. Samkvæmt útreikningum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands er kaupmáttur lágmarkslauna fyrir skatt um 26% hærri 2015 en árið 2009. Kaupmáttur óskerts lífeyris hefur hins vegar aðeins hækkað um 2% á sama tímabili eins og sjá má á mynd 2. Sem sagt ágæti lesandi þá hefur kaupmáttur óskerts lífeyris engan veginn haldist í hendur við kaupmátt launa. Bilið er mikið. Einstaklingur getur ekki lifað á um 197.000 krónum á mánuði ef hann á að geta greitt fyrir fæði, klæði, húsnæði auk lyfja-, læknis- og þjálfunarkostnaðar. Þetta er sú upphæð sem gert er ráð fyrir að óskertur lífeyrir verði 1. janúar næstkomandi samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 og fjármálaráðherra lagði til að örorkulífeyrisþegar ættu að lifa á. Ekki treystir fjármálaráðherra sér til þess að lifa á þessum fjármunum. Myndir þú gera það? Finnst þér ekki að samfélagið okkar eigi að tryggja langveiku og fötluðu fólki þau kjör sem þarf til að geta lifað mannsæmandi lífi í íslensku samfélagi? Gleðilega hátíð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil hækkun kaupmáttar og launa“, „kaupmáttur aldrei verið meiri“, „2015 – ár mikilla launahækkana“. Þetta eru örfá dæmi um yfirskriftir frétta um launahækkanir og kaupmáttaraukningu launa á þessu ári og því síðasta, en fjölmargar fréttir hafa verið fluttar af kaupmáttaraukningu. En hvernig hefur þróun kaupmáttar verið hjá örorkulífeyrisþegum síðustu ár? Fjármálaráðherra sagði fjálglega í fjárlagafrumvarpsumræðu á Alþingi í desember í fyrra að sú hækkun sem ætluð væri örorkulífeyrisþegum myndi hafa gríðarleg áhrif á kaupmáttaraukningu örorkulífeyris. En þar sagði hann „…verðbólgan [hefur] farið minnkandi og hún hefur verið stöðugt lág sem hefur tryggt gríðarlega kaupmáttaraukningu fyrir launþega og mikla kaupmáttaraukningu bóta, reyndar þannig að bætur munu aldrei í sögu Íslands hafa haft hærri og meiri kaupmátt en 2016…“. Ég hef lengi leyft mér að efast um að orð fjármálaráðherra um þessa gríðarlegu kaupmáttaraukningu yrðu orð að sönnu. Ég bið almenning um að láta ekki villa um fyrir sér þegar talað er um prósentuhækkanir, sem jafnvel gætu í huga einhverra hljómað háar, því prósentuhækkanir á mjög lágan lífeyri þýða afar lága krónutöluhækkun. En það eru einmitt krónurnar sem skipta máli í þessu samhengi. Allir þurfa ákveðna lágmarkskrónutölu í framfærslu á mánuði til að geta lifað af í íslensku samfélagi, krónur sem duga fyrir fæði, klæði, húsnæði og í tilfellum örorkulífeyrisþega fyrir lyfjum, læknisþjónustu og þjálfun. Við leituðum til Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um útreikninga á samanburði kaupmáttarþróunar heildartekna örorkulífeyrisþega og heildarlauna fullvinnandi fólks frá árinu 2009 til ársins 2015 en tölur fyrir árið 2016 koma ekki fram fyrr en á næsta ári og því vantar forsendur til að reikna út þróunina fyrir árið 2016. Útreikningar Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands staðfesta þennan efa, hrekja orð ráðherra um gríðarlega kaupmáttaraukningu. Mynd 1 Samanburður við þróun kaupmáttar fullvinnandiÚtreikningarnir byggjast á tölum á vef Hagstofu Íslands og Tryggingastofnunar ríkisins (TR). Niðurstaðan er sláandi eins og sjá má á mynd 1. Kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega var 9% lægri árið 2011 en árið 2009 og lækkaði því mun meira hjá örorkulífeyrisþegum en hjá launafólki. Hagur ýmissa hópa fór að vænkast eftir hrun en örorkulífeyrisþegar sátu eftir. Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2017 segir að „Vaxandi vinnuaflseftirspurn, miklar launahækkanir í kjarasamningum, hagstæð gengisþróun, minnkandi verðbólga og batnandi kaupmáttur einkenndu árið 2015“. Kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega árið 2015 var nær sá sami og árið 2009, hafði einungis hækkað um 1%, þrátt fyrir lága verðbólgu. Hins vegar hafði kaupmáttur heildarlauna fullvinnandi hækkað um 15% á tímabilinu. Þessar tölur sýna fram á ósamræmið í orðum fjármálaráðherra í lok árs 2015 um að örorkulífeyrir hafi hækkað í samræmi við lög á hverju ári eftir því hvort verðlag eða laun hafi hækkað meira. Mynd 2 Þróun kaupmáttar óskerts lífeyris almannatrygginga og lágmarkslaunaHagfræðistofnun Háskóla Íslands reiknaði enn fremur út þróun kaupmáttar fyrir óskertan lífeyri almannatrygginga og lágmarkslaun frá árinu 2009. Örorkulífeyrisþegi sem er með óskertan lífeyri hefur engar aðrar tekjur til framfærslu en lífeyri almannatrygginga. Lífeyrisþegar með lágar aðrar tekjur geta einnig fallið hérna undir, en vegna „krónu á móti krónu skerðinga“ geta þeir verið með sömu heildartekjur og lífeyrisþegar sem einungis fá greiddan óskertan lífeyri. Nú er svo komið að óskertur lífeyrir er um 80% af lágmarkslaunum. Rétt er að geta þess að þrátt fyrir hækkanir síðustu ára eru lágmarkslaun einungis 260.000 kr. fyrir skatt og duga ekki til mannsæmandi framfærslu. Fjármálaráðherra hefur svarað því til að hann myndi ekki treysta sér til að lifa af lægstu launum og hann mun því varla treysta sér til að lifa af óskertum lífeyri. Samkvæmt útreikningum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands er kaupmáttur lágmarkslauna fyrir skatt um 26% hærri 2015 en árið 2009. Kaupmáttur óskerts lífeyris hefur hins vegar aðeins hækkað um 2% á sama tímabili eins og sjá má á mynd 2. Sem sagt ágæti lesandi þá hefur kaupmáttur óskerts lífeyris engan veginn haldist í hendur við kaupmátt launa. Bilið er mikið. Einstaklingur getur ekki lifað á um 197.000 krónum á mánuði ef hann á að geta greitt fyrir fæði, klæði, húsnæði auk lyfja-, læknis- og þjálfunarkostnaðar. Þetta er sú upphæð sem gert er ráð fyrir að óskertur lífeyrir verði 1. janúar næstkomandi samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 og fjármálaráðherra lagði til að örorkulífeyrisþegar ættu að lifa á. Ekki treystir fjármálaráðherra sér til þess að lifa á þessum fjármunum. Myndir þú gera það? Finnst þér ekki að samfélagið okkar eigi að tryggja langveiku og fötluðu fólki þau kjör sem þarf til að geta lifað mannsæmandi lífi í íslensku samfélagi? Gleðilega hátíð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar