Forsetinn mælir með því að opna jólagjafirnar á jóladag Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 24. desember 2016 14:54 Forseti Íslands segir að nú standi yfir samningaviðræður á Bessastöðum um það hvort opna eigi jólapakkanna í dag að íslenskum sið, eða halda í þá venju sem forsetafrúin eigi að venjast að pakkar séu opnaðir að morgni jóladags. Annars fari jólahald á forsetaheimilinu fram með hefðbundnum íslenskum hætti. Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid eiginkona hans halda nú í fyrsta skipti jól með fjórum börnum þeirra á Bessastöðum en börnin eru á aldrinum þriggja til níu ára og jólahátíðin því mjög spennandi í þeirra huga eins og flestra annarra barna.Eru jól hefðbundin hjá ykkur, miðað við hvernig íslensk jól eru, hvað gerið þið á jólunum? „Já, þau eru að mestu leyti hefðbundin, kannski að því undanskildu að við höfum haldið þeim sið sem Eliza á að venjast í Kanada að taka upp gjafir og pakka að morgni jóladags. Hins vegar standa yfir samningaviðræður núna, börnin eru farin að átta sig á því að það er annar siður uppi hér, vinirnir eru að opna pakkana að kvöldi aðfangadags, en ég mæli með þessu. Það er meiri ró yfir öllu þegar maður hefur allan daginn til þess að opna pakkana og kannski þegar ég er búinn að sitja lengur í embætti þá láti ég bara reyna á það hvort ég geti ekki gefið út tilskipun um þetta,“ segir Guðni léttur í bragði. Jólin sé tíminn þegar fólk komi saman og gleðjist en þá ætti einnig að hugsa til þeirra sem eiga bágt um jólin. „Þannig að um leið og þetta er hátíð gleði, ljóss og friðar þá skulum við minnast þeirra sem eiga um sárt að binda, eru sorgmæddir og hafa það ekki eins gott og við sjálf. “Þú ert að fara að fara að flytja þitt fyrsta nýársávarp, ertu byrjaður að semja? „Já, já, það er langt komið. Það þýðir ekkert að vera að skrifa þetta á síðustu mínútunni.“Ertu bjartsýnn fyrir hönd Íslendinga á nýju ári? „Já, það er í verkahring forseta að vera bjartsýnn.“ Þegar hann hafi verið fræðimaður hafi hann skrifað um fyrri forseta og þá stundum haft annað sjónarhorn. Það sé í verkahring fjölmiðla og fræðasamfélagins að vera gagnrýnið og benda á það sem betur mætti fara. „En þá er það líka verkahring þjóðhöfðingjans að búa ekki til skýjaborgir en horfa samt björtum augum fram á veg því að það er fyrsta skrefið í að leysa málin er að horfa á þau og hugsa „Við getum leyst þetta,“ en ekki að fallast hendur og örvænta og sjá bara skýjaþykkni og dimmviðri framundan. Þannig að raunsæi og bjartsýni, það mun fleyta okkur langt fram á veg.“ Jólafréttir Tengdar fréttir Getum gert svo margt til að bæta heiminn Jólasveinarnir þrettán og hinn rauðklæddi Heilagi Nikulás, faðir jólanna, koma allir í heimsókn til nýrrar forsetafjölskyldu. Þau hlakka til sinna fyrstu jóla á Bessastöðum. Eliza Reid, forsetafrú Íslendinga, segir að jólin séu tilvalinn tími til að huga að þeim sem eiga um sárt að binda og að enginn megi standa hjá aðgerðalaus. 24. desember 2016 09:00 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Forseti Íslands segir að nú standi yfir samningaviðræður á Bessastöðum um það hvort opna eigi jólapakkanna í dag að íslenskum sið, eða halda í þá venju sem forsetafrúin eigi að venjast að pakkar séu opnaðir að morgni jóladags. Annars fari jólahald á forsetaheimilinu fram með hefðbundnum íslenskum hætti. Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid eiginkona hans halda nú í fyrsta skipti jól með fjórum börnum þeirra á Bessastöðum en börnin eru á aldrinum þriggja til níu ára og jólahátíðin því mjög spennandi í þeirra huga eins og flestra annarra barna.Eru jól hefðbundin hjá ykkur, miðað við hvernig íslensk jól eru, hvað gerið þið á jólunum? „Já, þau eru að mestu leyti hefðbundin, kannski að því undanskildu að við höfum haldið þeim sið sem Eliza á að venjast í Kanada að taka upp gjafir og pakka að morgni jóladags. Hins vegar standa yfir samningaviðræður núna, börnin eru farin að átta sig á því að það er annar siður uppi hér, vinirnir eru að opna pakkana að kvöldi aðfangadags, en ég mæli með þessu. Það er meiri ró yfir öllu þegar maður hefur allan daginn til þess að opna pakkana og kannski þegar ég er búinn að sitja lengur í embætti þá láti ég bara reyna á það hvort ég geti ekki gefið út tilskipun um þetta,“ segir Guðni léttur í bragði. Jólin sé tíminn þegar fólk komi saman og gleðjist en þá ætti einnig að hugsa til þeirra sem eiga bágt um jólin. „Þannig að um leið og þetta er hátíð gleði, ljóss og friðar þá skulum við minnast þeirra sem eiga um sárt að binda, eru sorgmæddir og hafa það ekki eins gott og við sjálf. “Þú ert að fara að fara að flytja þitt fyrsta nýársávarp, ertu byrjaður að semja? „Já, já, það er langt komið. Það þýðir ekkert að vera að skrifa þetta á síðustu mínútunni.“Ertu bjartsýnn fyrir hönd Íslendinga á nýju ári? „Já, það er í verkahring forseta að vera bjartsýnn.“ Þegar hann hafi verið fræðimaður hafi hann skrifað um fyrri forseta og þá stundum haft annað sjónarhorn. Það sé í verkahring fjölmiðla og fræðasamfélagins að vera gagnrýnið og benda á það sem betur mætti fara. „En þá er það líka verkahring þjóðhöfðingjans að búa ekki til skýjaborgir en horfa samt björtum augum fram á veg því að það er fyrsta skrefið í að leysa málin er að horfa á þau og hugsa „Við getum leyst þetta,“ en ekki að fallast hendur og örvænta og sjá bara skýjaþykkni og dimmviðri framundan. Þannig að raunsæi og bjartsýni, það mun fleyta okkur langt fram á veg.“
Jólafréttir Tengdar fréttir Getum gert svo margt til að bæta heiminn Jólasveinarnir þrettán og hinn rauðklæddi Heilagi Nikulás, faðir jólanna, koma allir í heimsókn til nýrrar forsetafjölskyldu. Þau hlakka til sinna fyrstu jóla á Bessastöðum. Eliza Reid, forsetafrú Íslendinga, segir að jólin séu tilvalinn tími til að huga að þeim sem eiga um sárt að binda og að enginn megi standa hjá aðgerðalaus. 24. desember 2016 09:00 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Getum gert svo margt til að bæta heiminn Jólasveinarnir þrettán og hinn rauðklæddi Heilagi Nikulás, faðir jólanna, koma allir í heimsókn til nýrrar forsetafjölskyldu. Þau hlakka til sinna fyrstu jóla á Bessastöðum. Eliza Reid, forsetafrú Íslendinga, segir að jólin séu tilvalinn tími til að huga að þeim sem eiga um sárt að binda og að enginn megi standa hjá aðgerðalaus. 24. desember 2016 09:00