Svartir sauðir selja jólarjúpur á netinu Sveinn Arnarsson skrifar 24. desember 2016 07:00 Rjúpan er ómissandi á borðum fjölda landsmanna um jólin. Nordicphotos/Getty Þrátt fyrir sölubann á rjúpu ber enn á því að einstaklingar freistist til að selja rjúpur í aðdraganda jóla til þeirra sem ekki hafa náð að afla þeirra af sjálfsdáðum. Hafa viðmælendur Fréttablaðsins heyrt að gangverð á rjúpu sé allt frá tvö til fimm þúsund krónur á fugl. Formaður Skotvís segir þó að langflestir veiðimenn virði þær reglur sem hafa verið settar um sölubann á rjúpu. Að þessu sinni hefur einnig borið á því að salan hafi færst yfir á Facebook. Þegar hringt er í einstaklinga sem auglýsa rjúpur til sölu hafa fuglar bæði verið sannarlega til sölu en sumir bera það fyrir sig að um hrekk vina hafi verið að ræða.Dúi Landmark, formaður Skotvísvísir/valli„Tilfinning okkar í Skotvís er sú að sala á rjúpu undanfarin ár hafi verið blessunarlega mjög lítil,“ segir Dúi Landmark, formaður Skotvís, skotveiðifélags Íslands. „Eftir að sölubannið var sett á hefur salan ekki verið svipur hjá sjón sem er fagnaðarefni og við teljum að sölubannið hafi borið góðan árangur í að stemma stigu við þessu.“ Veiðidagar rjúpu á núliðnu rjúpnaveiðitímabili voru aðeins 12 talsins og voru veður válynd marga af þessum dögum. Því hafa margir veiðimenn fengið lítið á tímabilinu. Að sumra mati eru rjúpur og jól óaðskiljanleg og því miklu kostað til svo rjúpur geti verið á boðstólum um hátíðarnar. Fyrirkomulag veiðinnar í ár var harðlega gagnrýnt af Skotvís þar sem menn reyndu oft á tíðum að ganga til rjúpna við erfið skilyrði.Skjáskot af Facebook-færslu.„Við hvetjum veiðimenn auðvitað til að fylgja settum reglum. Sala á rjúpu er ekki í samræmi við það sem Skotvís hefur verið að vinna að. Hér er verið að selja villibráð sem sannarlega er bannað að höndla með,“ segir Dúi. „Að langmestu leyti er þetta úr sögunni eins og þetta tíðkaðist hér á árum áður þó einhver brögð séu að því að menn séu að selja í dag, en þeir eru mjög fáir og endurspegla alls ekki allan hóp þeirra veiðimanna sem fylgja settum reglum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Þrátt fyrir sölubann á rjúpu ber enn á því að einstaklingar freistist til að selja rjúpur í aðdraganda jóla til þeirra sem ekki hafa náð að afla þeirra af sjálfsdáðum. Hafa viðmælendur Fréttablaðsins heyrt að gangverð á rjúpu sé allt frá tvö til fimm þúsund krónur á fugl. Formaður Skotvís segir þó að langflestir veiðimenn virði þær reglur sem hafa verið settar um sölubann á rjúpu. Að þessu sinni hefur einnig borið á því að salan hafi færst yfir á Facebook. Þegar hringt er í einstaklinga sem auglýsa rjúpur til sölu hafa fuglar bæði verið sannarlega til sölu en sumir bera það fyrir sig að um hrekk vina hafi verið að ræða.Dúi Landmark, formaður Skotvísvísir/valli„Tilfinning okkar í Skotvís er sú að sala á rjúpu undanfarin ár hafi verið blessunarlega mjög lítil,“ segir Dúi Landmark, formaður Skotvís, skotveiðifélags Íslands. „Eftir að sölubannið var sett á hefur salan ekki verið svipur hjá sjón sem er fagnaðarefni og við teljum að sölubannið hafi borið góðan árangur í að stemma stigu við þessu.“ Veiðidagar rjúpu á núliðnu rjúpnaveiðitímabili voru aðeins 12 talsins og voru veður válynd marga af þessum dögum. Því hafa margir veiðimenn fengið lítið á tímabilinu. Að sumra mati eru rjúpur og jól óaðskiljanleg og því miklu kostað til svo rjúpur geti verið á boðstólum um hátíðarnar. Fyrirkomulag veiðinnar í ár var harðlega gagnrýnt af Skotvís þar sem menn reyndu oft á tíðum að ganga til rjúpna við erfið skilyrði.Skjáskot af Facebook-færslu.„Við hvetjum veiðimenn auðvitað til að fylgja settum reglum. Sala á rjúpu er ekki í samræmi við það sem Skotvís hefur verið að vinna að. Hér er verið að selja villibráð sem sannarlega er bannað að höndla með,“ segir Dúi. „Að langmestu leyti er þetta úr sögunni eins og þetta tíðkaðist hér á árum áður þó einhver brögð séu að því að menn séu að selja í dag, en þeir eru mjög fáir og endurspegla alls ekki allan hóp þeirra veiðimanna sem fylgja settum reglum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Jólafréttir Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira