Það hentar heimsmynd minni betur ef þið haldið ykkur í Afríku Bergur Ebbi skrifar 23. desember 2016 07:00 Þegar ég var lítill og vildi ekki klára matinn af diskinum mínum var mér sagt að ég ætti að gera það fyrir börnin í Afríku. Ég sé þessi börn enn þá fyrir mér, með mjóa útlimi, innfellda brjóstkassa og útþembda maga. Börnin í Afríku höfðu stór og stirðnuð augu sem fönguð voru af linsu myndavélanna. Þetta voru sterkar myndir. Þessi börn voru svo umkomulaus, svo svöng og aðframkomin og einnig svo fullkomlega í Afríku. Þau voru börnin í Afríku. Til að setja þetta í samhengi er ágætt að rifja upp að vandamál Afríku voru mikið til umfjöllunar skömmu eftir að ég fæddist. Stærsti fréttaviðburðurinn var hungursneyðin í Eþíópíu sem geysaði á árunum upp úr 1983 og leiddi landslið poppara til að syngja saman jólalagið Do They Know It’s Christmas sem var vinsælasta lagið í Bretlandi fyrir jólin 1984. Ári síðar var komið að bandarískum poppurum með We are the World og sama ár var Live Aid tónlistarhátíðin haldin til stuðnings hjálparstarfi í Afríku. Mynstrið náði einnig til Íslands með laginu Hjálpum þeim og samskonar söfnun. Það var á þessum tíma sem ég var látinn klára af diskinum mínum fyrir litlu börnin í Afríku. Ég minnist þess aldrei að hafa gert athugasemdir við það, en mig grunar samt að ég hafi ekki skilið röksemdina til fullnustu fyrr en ég varð fullorðinn.Friðargæsla og dyravarsla Hvernig hjálpar það annars börnum í Afríku, sem fá engan mat, að börn á Vesturlöndum klári af diskinum sínum og séu í góðum holdum? Svarið við því er að röksemdin snýst um stærri gildi eins og þakklæti. Börn á Vesturlöndum eiga ekki að taka mat sem sjálfgefnum hlut sem má leyfa, því hann er ekki í boði fyrir börn allstaðar í heiminum. Ef slík gildi eru innrætt í börn frá unga aldri þá eru þau líklegri sem fullorðnir einstaklingar að sýna samkennd og koma fólki til hjálpar, bæði í Afríku og annarstaðar. Þess vegna eru börn á Vesturlöndum látin klára af diskinum sínum fyrir börnin í Afríku. Ég held að þessi röksemd hafi ekki skilið mína kynslóð eftir í siðferðislegu tómarúmi. Röksemdin gengur alveg upp í sjálfu sér en það er eitt atriði sem gefa þarf sérstakan gaum – og það er atriði sem skipti kannski ekki svo miklu máli fyrir þrjátíu árum, en skiptir gríðarlega miklu máli í dag. Röksemdin gerir í eðli sínu ráð fyrir því að þessi svöngu börn séu til friðs þarna í Afríku. Það eina sem við þurftum að skilja er að þau voru svöng en við vorum það ekki. Röksemdin gerir ekki ráð fyrir að svöngu börnin í Afríku eigi snjallsíma og spili Temple Run við jafnaldra sína í Kópavogi. Röksemdin gerir ekki ráð fyrir að einn daginn verði börnin stór og fái kynhvöt og fari á diskótek og pósti myndum af sér á hégómafullar samfélagsmiðlasíður. Fyrir þrjátíu árum voru börnin bara í Afríku og eina tenging okkar við þau var í gegnum linsur tökumanna sem samviskusamlega festu aðeins þrjár hugmyndir í koll okkar: svengd, barnæsku og Afríku. Í dag er slík dyragæsla liðin tíð. Börn verða áfram svöng í Afríku en við munum aldrei fá jafn stíliseraða mynd af því. Afríka er ekki afmarkaður og fjarlægur staður sem við upplifum með augum friðargæsluliða. Það er fullt af venjulegum hlutum í gangi í Afríku. Fólk fær stöðumælasektir í Afríku. Fólk fær kvef í Afríku. Það eru ekki allir svangir og það eru ekki allir börn. Við munum aldrei fá jafn fullkomna röksemd aftur. En það tel ég kjarna málsins.Heimsmynd byggð á frösum Siðferðisboðskapur er alltaf röksemd. Maður á til að gleyma því. Sum siðaboðorð hafa verið endurtekin svo oft að þau fljóta í gegnum vitund manns eins og kennivald, en ekkert ætti að gera það. Ekkert er yfir gagnrýni hafið. Ekki einu sinni móðurástin. Hér er ég að gera ráð fyrir að flestir lesendur séu skynsemishyggjufólk en ég minni á að jafnvel heilög boðorð eru einnig röksemdir og nánast öll trúarbrögð halda uppi umræðu um kenningar sínar. Á sama tíma og fleiri hafa tök á því að taka þátt í umræðu um siðferðisboðskap, þá verður hann flóknari. Rökræður eru eins og hver önnur athöfn. Fólk verður þreytt. Þess vegna nota rökræður ýmsa fasta svo þátttakendur geta hvílt sig. Það er til dæmis óþarfi að rífast um að sólin sé heit eða að hnífar séu beittir. Svöngu börnin í Afríku er dæmi um slíkan fasta sem heimurinn er vaxinn upp úr. Það er ekki lengur hægt að henda fram slíkri fullyrðingu og ætlast til að tilgangurinn helgi meðalið. Rökræður á samfélagsmiðli er umræða sem hægt er að tagga alla inn í og þá eru hvíldarfastarnir ekki margir. Á einum enda rökræðunnar gæti allt eins verið barn frá Afríku og það hefur eflaust margt annað til málanna að leggja en að vera svangt. Samt er enn verið að beita svöngu börnin í Afríku rökum um vandamál heimsins. Við eigum að vera þakklát því þau þarna útí langtíburtistan líða skort. Í dag eru svoleiðis röksemdir bara ekki lengur í lagi. Mest aðkallandi siðferðismál okkar tíma er vandamál flóttafólks. Þau eru ekki bara þarna lengst í burtu. Þau eru landlaus, og sum á leiðinni hingað. Það er verðugt verkefni að segja skilið við heimsmynd sem byggir á svöngum börnum í Afríku eða stríðshrjáðu fólki í Sýrlandi, líkt og þau eigi bara að vera þar og við eigum að vera þakklát fyrir að vera ekki þar. Þau eru ekki þau. Þau eru við. Kannski hefur það alltaf verið sagt, en ég held að það sé meira til í því nú en nokkru sinni fyrr. Gleðileg jól. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Þegar ég var lítill og vildi ekki klára matinn af diskinum mínum var mér sagt að ég ætti að gera það fyrir börnin í Afríku. Ég sé þessi börn enn þá fyrir mér, með mjóa útlimi, innfellda brjóstkassa og útþembda maga. Börnin í Afríku höfðu stór og stirðnuð augu sem fönguð voru af linsu myndavélanna. Þetta voru sterkar myndir. Þessi börn voru svo umkomulaus, svo svöng og aðframkomin og einnig svo fullkomlega í Afríku. Þau voru börnin í Afríku. Til að setja þetta í samhengi er ágætt að rifja upp að vandamál Afríku voru mikið til umfjöllunar skömmu eftir að ég fæddist. Stærsti fréttaviðburðurinn var hungursneyðin í Eþíópíu sem geysaði á árunum upp úr 1983 og leiddi landslið poppara til að syngja saman jólalagið Do They Know It’s Christmas sem var vinsælasta lagið í Bretlandi fyrir jólin 1984. Ári síðar var komið að bandarískum poppurum með We are the World og sama ár var Live Aid tónlistarhátíðin haldin til stuðnings hjálparstarfi í Afríku. Mynstrið náði einnig til Íslands með laginu Hjálpum þeim og samskonar söfnun. Það var á þessum tíma sem ég var látinn klára af diskinum mínum fyrir litlu börnin í Afríku. Ég minnist þess aldrei að hafa gert athugasemdir við það, en mig grunar samt að ég hafi ekki skilið röksemdina til fullnustu fyrr en ég varð fullorðinn.Friðargæsla og dyravarsla Hvernig hjálpar það annars börnum í Afríku, sem fá engan mat, að börn á Vesturlöndum klári af diskinum sínum og séu í góðum holdum? Svarið við því er að röksemdin snýst um stærri gildi eins og þakklæti. Börn á Vesturlöndum eiga ekki að taka mat sem sjálfgefnum hlut sem má leyfa, því hann er ekki í boði fyrir börn allstaðar í heiminum. Ef slík gildi eru innrætt í börn frá unga aldri þá eru þau líklegri sem fullorðnir einstaklingar að sýna samkennd og koma fólki til hjálpar, bæði í Afríku og annarstaðar. Þess vegna eru börn á Vesturlöndum látin klára af diskinum sínum fyrir börnin í Afríku. Ég held að þessi röksemd hafi ekki skilið mína kynslóð eftir í siðferðislegu tómarúmi. Röksemdin gengur alveg upp í sjálfu sér en það er eitt atriði sem gefa þarf sérstakan gaum – og það er atriði sem skipti kannski ekki svo miklu máli fyrir þrjátíu árum, en skiptir gríðarlega miklu máli í dag. Röksemdin gerir í eðli sínu ráð fyrir því að þessi svöngu börn séu til friðs þarna í Afríku. Það eina sem við þurftum að skilja er að þau voru svöng en við vorum það ekki. Röksemdin gerir ekki ráð fyrir að svöngu börnin í Afríku eigi snjallsíma og spili Temple Run við jafnaldra sína í Kópavogi. Röksemdin gerir ekki ráð fyrir að einn daginn verði börnin stór og fái kynhvöt og fari á diskótek og pósti myndum af sér á hégómafullar samfélagsmiðlasíður. Fyrir þrjátíu árum voru börnin bara í Afríku og eina tenging okkar við þau var í gegnum linsur tökumanna sem samviskusamlega festu aðeins þrjár hugmyndir í koll okkar: svengd, barnæsku og Afríku. Í dag er slík dyragæsla liðin tíð. Börn verða áfram svöng í Afríku en við munum aldrei fá jafn stíliseraða mynd af því. Afríka er ekki afmarkaður og fjarlægur staður sem við upplifum með augum friðargæsluliða. Það er fullt af venjulegum hlutum í gangi í Afríku. Fólk fær stöðumælasektir í Afríku. Fólk fær kvef í Afríku. Það eru ekki allir svangir og það eru ekki allir börn. Við munum aldrei fá jafn fullkomna röksemd aftur. En það tel ég kjarna málsins.Heimsmynd byggð á frösum Siðferðisboðskapur er alltaf röksemd. Maður á til að gleyma því. Sum siðaboðorð hafa verið endurtekin svo oft að þau fljóta í gegnum vitund manns eins og kennivald, en ekkert ætti að gera það. Ekkert er yfir gagnrýni hafið. Ekki einu sinni móðurástin. Hér er ég að gera ráð fyrir að flestir lesendur séu skynsemishyggjufólk en ég minni á að jafnvel heilög boðorð eru einnig röksemdir og nánast öll trúarbrögð halda uppi umræðu um kenningar sínar. Á sama tíma og fleiri hafa tök á því að taka þátt í umræðu um siðferðisboðskap, þá verður hann flóknari. Rökræður eru eins og hver önnur athöfn. Fólk verður þreytt. Þess vegna nota rökræður ýmsa fasta svo þátttakendur geta hvílt sig. Það er til dæmis óþarfi að rífast um að sólin sé heit eða að hnífar séu beittir. Svöngu börnin í Afríku er dæmi um slíkan fasta sem heimurinn er vaxinn upp úr. Það er ekki lengur hægt að henda fram slíkri fullyrðingu og ætlast til að tilgangurinn helgi meðalið. Rökræður á samfélagsmiðli er umræða sem hægt er að tagga alla inn í og þá eru hvíldarfastarnir ekki margir. Á einum enda rökræðunnar gæti allt eins verið barn frá Afríku og það hefur eflaust margt annað til málanna að leggja en að vera svangt. Samt er enn verið að beita svöngu börnin í Afríku rökum um vandamál heimsins. Við eigum að vera þakklát því þau þarna útí langtíburtistan líða skort. Í dag eru svoleiðis röksemdir bara ekki lengur í lagi. Mest aðkallandi siðferðismál okkar tíma er vandamál flóttafólks. Þau eru ekki bara þarna lengst í burtu. Þau eru landlaus, og sum á leiðinni hingað. Það er verðugt verkefni að segja skilið við heimsmynd sem byggir á svöngum börnum í Afríku eða stríðshrjáðu fólki í Sýrlandi, líkt og þau eigi bara að vera þar og við eigum að vera þakklát fyrir að vera ekki þar. Þau eru ekki þau. Þau eru við. Kannski hefur það alltaf verið sagt, en ég held að það sé meira til í því nú en nokkru sinni fyrr. Gleðileg jól. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun