Erlent

Conway verður áfram einn nánasti ráðgjafi Trump

Atli Ísleifsson skrifar
Kellyanne Conway.
Kellyanne Conway. Vísir/AFP
Kellyanne Conway hefur verið skipuð í embætti sérlegs ráðgjafa Donald Trump Bandaríkjaforseta. Conway stýrði kosningabaráttu Trump í haust.

Trump segir í yfirlýsingu að Conway hafi gegnt lykilhlutverki í sigri Trump á Demókratanum Hillary Clinton í baráttunni um forsetaembættið og segir Conway „búa yfir frábærri þekkingu þegar kemur að því að koma boðskap okkar á framfæri“.

Fyrr í dag var greint frá því að Trump hefði skipað Peter Navarro í embætti formanns verslunarráðs Hvíta Hússins, sem er nýtt fyrirbrigði sem forsetinn og menn hans hafa ákveðið að koma á laggirnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×