Audi Q8 E-tron á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 22. desember 2016 10:01 Audi Q8 E-tron er nýjasta útspilið í sístækkandi jeppa/jepplinga-flokki Audi. Á bílasýningunni í Detroit í næsta mánuði ætlar Audi að kynna Audi Q8 E-tron, nýjan rafdrifinn jeppa sem er á stærð við Q7 jeppann en með coupe-lagi. Hann er þó ekki með jafn mikið afturhallandi línu og samkeppnisbílarnir BMW X6 og Mercedes Benz GLE Coupe. Miðað við E-tron nafnið verður Q8 eingöngu drifinn áfram með rafmagni og í því ljósi er þessi nýi bíll ef til vill fremur samkeppnisbíll Tesla Model X. Það er ekki bara þessi afturhallandi lína í Q8 sem verður frábrugðin Q7 jeppanum. Bíllinn fær nýjan framenda með mikið breyttu grilli og hvassari línum. Innréttingin í Q8 á að vera í ætt við útlitið í A8 bílnum og því mjög ríkulegt, en A8 er ávallt talið flaggskip Audi og ný kynslóð þess bíls fer í sölu næsta sumar. Mjög fáir takkar eru í mælaborði þeirra beggja, því flestu er stjórnað með upplýsingakerfinu á stórum skjá. Einu takkarnir eru “Hazard”-ljósið og takki sem ræsir eða slekkur á bílastæðaaðstoð. Mælaborðið verður allt stafrænt. Er þessi þróun orðin nokkuð afgerandi í lúxusbílum samtímans, sjáanlegum tökkum fer mjög fækkandi, eru nánast horfnir í sumum þeirra og öllu stjórnað gegnum afþreyingarkerfið. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent
Á bílasýningunni í Detroit í næsta mánuði ætlar Audi að kynna Audi Q8 E-tron, nýjan rafdrifinn jeppa sem er á stærð við Q7 jeppann en með coupe-lagi. Hann er þó ekki með jafn mikið afturhallandi línu og samkeppnisbílarnir BMW X6 og Mercedes Benz GLE Coupe. Miðað við E-tron nafnið verður Q8 eingöngu drifinn áfram með rafmagni og í því ljósi er þessi nýi bíll ef til vill fremur samkeppnisbíll Tesla Model X. Það er ekki bara þessi afturhallandi lína í Q8 sem verður frábrugðin Q7 jeppanum. Bíllinn fær nýjan framenda með mikið breyttu grilli og hvassari línum. Innréttingin í Q8 á að vera í ætt við útlitið í A8 bílnum og því mjög ríkulegt, en A8 er ávallt talið flaggskip Audi og ný kynslóð þess bíls fer í sölu næsta sumar. Mjög fáir takkar eru í mælaborði þeirra beggja, því flestu er stjórnað með upplýsingakerfinu á stórum skjá. Einu takkarnir eru “Hazard”-ljósið og takki sem ræsir eða slekkur á bílastæðaaðstoð. Mælaborðið verður allt stafrænt. Er þessi þróun orðin nokkuð afgerandi í lúxusbílum samtímans, sjáanlegum tökkum fer mjög fækkandi, eru nánast horfnir í sumum þeirra og öllu stjórnað gegnum afþreyingarkerfið.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent