Pistasíuísinn er algerlega ómissandi Guðný Hrönn skrifar 22. desember 2016 09:45 Svona ber Berglind jólaísinn fram. Vísir/Ernir Berglind Ólafsdóttir, konan á bak við matarbloggið Krydd & krásir, er alltaf með gómsætan pistasíuís í eftirrétt á aðfangadag. Ísinn er ómissandi partur af jólunum á hennar heimili en uppskriftin góða kemur úr gömlu blaði. „Þessi uppskrift er komin frá móður minni heitinni, hún fann hana í einhverju gömlu blaði og ég man eftir að við breyttum henni saman og löguðum að okkar smekk fyrir margt löngu. Síðan þá er þessi ís algerlega ómissandi eftirréttur á aðfangadag,“ segir bloggarinn Berglind Ólafsdóttir. „Þetta er líklega eini rétturinn sem ekki hefur verið skipt út á aðfangadag – enda þykir okkur þessi eftirréttur sá allra, allra besti.“ „Sjálf ber ég hitann og þungann af matseldinni, en nýt dyggrar aðstoðar allra fjölskyldumeðlima,“ segir Berglind spurð út í hver sjái um matseldina á hennar heimili á jólinum. „Svo er tengdasonur minn mikill snillingur í eldhúsinu og spilar hann sífellt stærri og skemmtilegri rullu í jólamatseldinni,“ segir hún.Berglind kveðst vera jólabarn og njóta þessa árstíma í botn. Vísir/ErnirBerglind er metnaðarfull þegar kemur að jólamatnum. „Þegar kemur að jólamatnum þá gerum við einfalda hluti óþarflega en skemmtilega flókna og erum með tvo, þrjá aðalrétti á aðfangadag, bara til að allir fái örugglega sitt uppáhald. Á síðustu árum höfum við verið djarfari en áður við val á forrétt og aðalréttum. Humar og villtar gæsir spila yfirleitt stórt hlutverk á matseðli hins djarfa hluta fjölskyldunnar, en hamborgarhryggur fyrir þá íhaldssömu og stundum hnetusteik eða annar grænmetisréttur þegar mágur minn er á landinu. Í ár verður líklega hreindýr, hamborgarhryggur og grænmetisréttur í aðalrétt.“Fjölskyldan hvetur hana áfram Berglind hefur bloggað um mat í rúm þrjú ár. „Þá lét ég undan þrýstingi yngri dóttur minnar og byrjaði að blogga. Ég nýt dyggrar aðstoðar og hvatningar frá fjölskyldunni. Bloggið heldur mér á tánum bæði hvað varðar nýjungar í matargerð en fær mig líka til að læra fleiri tæknitrix sem er bónus sem ég kann vel að meta,“ útskýrir Berglind sem deilir hér með lesendum uppskrift að pistasíuísnum umtalaða. „Ísuppskriftin er einföld og á allra færi að gera. Það má þess vegna skella í ísinn á Þorláksmessu og frysta hann þar til á aðfangadagskvöld.“ Matur Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun
Berglind Ólafsdóttir, konan á bak við matarbloggið Krydd & krásir, er alltaf með gómsætan pistasíuís í eftirrétt á aðfangadag. Ísinn er ómissandi partur af jólunum á hennar heimili en uppskriftin góða kemur úr gömlu blaði. „Þessi uppskrift er komin frá móður minni heitinni, hún fann hana í einhverju gömlu blaði og ég man eftir að við breyttum henni saman og löguðum að okkar smekk fyrir margt löngu. Síðan þá er þessi ís algerlega ómissandi eftirréttur á aðfangadag,“ segir bloggarinn Berglind Ólafsdóttir. „Þetta er líklega eini rétturinn sem ekki hefur verið skipt út á aðfangadag – enda þykir okkur þessi eftirréttur sá allra, allra besti.“ „Sjálf ber ég hitann og þungann af matseldinni, en nýt dyggrar aðstoðar allra fjölskyldumeðlima,“ segir Berglind spurð út í hver sjái um matseldina á hennar heimili á jólinum. „Svo er tengdasonur minn mikill snillingur í eldhúsinu og spilar hann sífellt stærri og skemmtilegri rullu í jólamatseldinni,“ segir hún.Berglind kveðst vera jólabarn og njóta þessa árstíma í botn. Vísir/ErnirBerglind er metnaðarfull þegar kemur að jólamatnum. „Þegar kemur að jólamatnum þá gerum við einfalda hluti óþarflega en skemmtilega flókna og erum með tvo, þrjá aðalrétti á aðfangadag, bara til að allir fái örugglega sitt uppáhald. Á síðustu árum höfum við verið djarfari en áður við val á forrétt og aðalréttum. Humar og villtar gæsir spila yfirleitt stórt hlutverk á matseðli hins djarfa hluta fjölskyldunnar, en hamborgarhryggur fyrir þá íhaldssömu og stundum hnetusteik eða annar grænmetisréttur þegar mágur minn er á landinu. Í ár verður líklega hreindýr, hamborgarhryggur og grænmetisréttur í aðalrétt.“Fjölskyldan hvetur hana áfram Berglind hefur bloggað um mat í rúm þrjú ár. „Þá lét ég undan þrýstingi yngri dóttur minnar og byrjaði að blogga. Ég nýt dyggrar aðstoðar og hvatningar frá fjölskyldunni. Bloggið heldur mér á tánum bæði hvað varðar nýjungar í matargerð en fær mig líka til að læra fleiri tæknitrix sem er bónus sem ég kann vel að meta,“ útskýrir Berglind sem deilir hér með lesendum uppskrift að pistasíuísnum umtalaða. „Ísuppskriftin er einföld og á allra færi að gera. Það má þess vegna skella í ísinn á Þorláksmessu og frysta hann þar til á aðfangadagskvöld.“
Matur Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun