Kínversk fótboltafélög eru tilbúnir að borga þekktum leikmönnum og knattspyrnustjórum ótrúlegar upphæðir til að yfirgefa evrópska fótboltann og koma til Kína.
Einn af þeim sem lætur peningana ekki plata sig til Kína er Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United.
Brasilíumaðurinn Oscar og Argentínumaðurinn Carlos Tevez fá báðir slík ofurlaun í kínverska boltanum og vekur ákvörðun Oscar athygli enda ætti hann enn að eiga sín bestu ár eftir í fótboltanum.
Jose Mourinho hefur líka heyrt af áhuga kínverskra liði en það er ekkert sem getur tælt hann úr draumastarfinu sem er að stýra liði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.
„Peningarnir í Kína líta vel út fyrir alla en ég elska minn fótbolta og að fá að stýra liði á stóra sviðinu,“ sagði Jose Mourinho við Sky Sports.
„Ég er alltof ungur til að taka þetta skref. 53 ára er alltof ungt. Ég á eftir að vera í fótboltanum í mörg ár í viðbótar áður en ég fer til staðar eins og Kína,“ sagði Mourinho.
„Ég vil vera á þeim stað þar sem það er mest krefjandi að ná árangri og vinna leiki. Ég er því á réttum stað í dag,“ sagði Mourinho.
„Forráðamenn Manchester United hafa stutt einstaklega vel við bakið á mér og ég fæ það á tilfinninguna að ég verð hér lengur en bara í þrjú ár. Ég hef alltaf trúað því að ég verði hér lengur en það,“ sagði Mourinho.
„Ég elska starf mitt hjá Manchester United og ég mun skrifa um leið undir nýjan samning ef þeir bjóða mér hann. Ég þarf ekkert að hugsa mig um eða leita til ráðgjafans. Ég skrifa undir strax,“ sagði Mourinho.
Mourinho: Alltof ungur til að láta peningana plata mig
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Gylfi valdið mestum vonbrigðum
Íslenski boltinn

