Órökstuddar fullyrðingar formanns Neytendasamtakanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 21. desember 2016 14:04 Ólafur Arnarson, nýr formaður Neytendasamtakanna skrifaði opið bréf í vikunni til mín og annarra þingmanna þar sem að hann hvetur okkur til að falla frá „beinni aðför að íslenskum neytendum og heimilum landsins“ - en þar vísar hann til 100 milljóna króna framlags á fjáraukalögum sem ætluð er til markaðssetningar á íslenskum sauðfjárafurðum. Við þessar aðstæður þykir mér rétt að fara yfir feril málsins með staðreyndir að vopni. Íslenskur landbúnaður skapar 10-12 þúsund bein og óbein störf á Íslandi og veltir hátt í 70 milljörðum á ári. Sauðfjárbúskapur er ein megin forsendan fyrir dreifðri byggð í landinu og saman mynda sauðfjárbúin menningarlegt, atvinnulegt og öryggislegt net vítt og breitt um landið. Sauðfjárafurðir frá íslenskum bændum eru einnig framúrskarandi vara hvað varðar gæði, heilnæmi og aðbúnað dýra. en einhverra hluta vegna er það orðið vinsælt að gera lítið úr þessari eftirsóknarverðu stöðu sem við höfum náð. Þrengingar hafa orðið hjá útflutningsgreinum á Íslandi í kjölfar styrkingar krónunar og í ofanálag hafa viðskiptadeilur Vesturvelda við Rússland leitt til lækkunar á mörkuðum fyrir landbúnaðarafurðir. Í kjölfarið tóku sauðfjárbændur á sig tekjuskerðingu uppá 600 milljónir síðasta haust þegar afurðastöðvar lækkuðu verð til bænda vegna fyrrnefndra aðstæðna. Í haust bárust svo þau tíðindi að Norðmenn myndu ekki taka sín 600 tonn af lambakjöti eins og þeir hafa gert undanfarin ár samkvæmt samningi þar um. Því var ljóst að ef ekki yrði brugðist við yrðu enn frekari verðlækkanir til sauðfjárbænda næsta haust með tilheyrandi tekjumissi fyrir bændur. Það taldi ég ekki ásættanlegt. Í kjölfarið brugðumst við með því að samþykkja í ríkisstjórn sérstakt 100 milljón króna framlag í fjáraukalögum til markaðssetningar á íslensku lambakjöti til að koma í veg fyrir tekjuhrun sauðfjárbænda. Það má því öllum vera ljóst að fullyrðing Ólafs þess efnis að aðgerðin sé ekki í þágu bænda á við engin rök að styðjast. Ólafur hefur miklar áhyggjur af því að aðgerðin haldi verði á lambakjöti hér á landi of háu en rétt er að benda á að í alþjóðlegum samanburði er smásöluverð á lambakjöti mjög lágt hér á landi, íslenska lambakjötið er hágæða vara á sanngjörnu verði. Það er því stórfurðulegt að það skuli vera forgangsatriði hjá Ólafi að tortryggja þessa einstöku aðgerð sem miðar af því að tryggja kjör bænda og halda byggð í landinu. Ekki má gleyma því að þessi starfsstétt hefur tekið á sig launaskerðingu á sama tíma og allar aðrar stéttir hafa fengið töluverðar kjarabætur undanfarin misseri. Það er rétt að benda á að við erum einnig að byggja upp til lengri tíma, í gangi er metnaðarfullt markaðsstarf á sauðfjárafurðum sem þegar er byrjað að skila árangri . Meðal annars er Landssamband sauðfjárbænda ásamt fleirum að vinna frábært starf við kynningu og markaðssetningu sem er ekki síst miðuð að þeim ferðamönnum sem koma til landsins. Árangurinn er byrjaður að skila sér og jókst sala á lambakjöti um 25% hér á landi, fyrsta ársfjórðung ársins 2016. Ef nýr formaður Neytendasamtakanna vill sérstaklega skoða starfsumhverfi sauðfjárbænda gæti hann beint spjótum sínum að versluninni og skoða hversu hátt hlutfall hún tekur af smásöluverðinu útí búð. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fær hver bóndi einungis að meðaltali þriðjung af heildarverði kjöts í sinn hlut. Hann gæti líka skoðað hvernig stendur á því að arðsemi af verslunarkeðjum hér á landi er mun meiri en á löndunum í kringum okkur og athugað sérstaklega hvers vegna styrking krónunnar og niðurfelling á vörugjöldum og tollum skili sér ekki útí verðlagið? Ég bíð spenntur eftir öðru opnu bréfi þar sem hann fer yfir þátt verslunarinnar í of háu verðlagi hér á landi en jafnframt vona ég að hann kynni sér málin betur áður en hann skrifar fleiri opin bréf með órökstuddum fullyrðingum um íslenskan landbúnað. Að endingu óska ég Ólafi og landsmönnum öllum gleðilegra jóla með fullvissu um að þeir munu njóta alls þess besta sem íslenskur landbúnaður hefur fram að færa um hátíðarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ólafur Arnarson, nýr formaður Neytendasamtakanna skrifaði opið bréf í vikunni til mín og annarra þingmanna þar sem að hann hvetur okkur til að falla frá „beinni aðför að íslenskum neytendum og heimilum landsins“ - en þar vísar hann til 100 milljóna króna framlags á fjáraukalögum sem ætluð er til markaðssetningar á íslenskum sauðfjárafurðum. Við þessar aðstæður þykir mér rétt að fara yfir feril málsins með staðreyndir að vopni. Íslenskur landbúnaður skapar 10-12 þúsund bein og óbein störf á Íslandi og veltir hátt í 70 milljörðum á ári. Sauðfjárbúskapur er ein megin forsendan fyrir dreifðri byggð í landinu og saman mynda sauðfjárbúin menningarlegt, atvinnulegt og öryggislegt net vítt og breitt um landið. Sauðfjárafurðir frá íslenskum bændum eru einnig framúrskarandi vara hvað varðar gæði, heilnæmi og aðbúnað dýra. en einhverra hluta vegna er það orðið vinsælt að gera lítið úr þessari eftirsóknarverðu stöðu sem við höfum náð. Þrengingar hafa orðið hjá útflutningsgreinum á Íslandi í kjölfar styrkingar krónunar og í ofanálag hafa viðskiptadeilur Vesturvelda við Rússland leitt til lækkunar á mörkuðum fyrir landbúnaðarafurðir. Í kjölfarið tóku sauðfjárbændur á sig tekjuskerðingu uppá 600 milljónir síðasta haust þegar afurðastöðvar lækkuðu verð til bænda vegna fyrrnefndra aðstæðna. Í haust bárust svo þau tíðindi að Norðmenn myndu ekki taka sín 600 tonn af lambakjöti eins og þeir hafa gert undanfarin ár samkvæmt samningi þar um. Því var ljóst að ef ekki yrði brugðist við yrðu enn frekari verðlækkanir til sauðfjárbænda næsta haust með tilheyrandi tekjumissi fyrir bændur. Það taldi ég ekki ásættanlegt. Í kjölfarið brugðumst við með því að samþykkja í ríkisstjórn sérstakt 100 milljón króna framlag í fjáraukalögum til markaðssetningar á íslensku lambakjöti til að koma í veg fyrir tekjuhrun sauðfjárbænda. Það má því öllum vera ljóst að fullyrðing Ólafs þess efnis að aðgerðin sé ekki í þágu bænda á við engin rök að styðjast. Ólafur hefur miklar áhyggjur af því að aðgerðin haldi verði á lambakjöti hér á landi of háu en rétt er að benda á að í alþjóðlegum samanburði er smásöluverð á lambakjöti mjög lágt hér á landi, íslenska lambakjötið er hágæða vara á sanngjörnu verði. Það er því stórfurðulegt að það skuli vera forgangsatriði hjá Ólafi að tortryggja þessa einstöku aðgerð sem miðar af því að tryggja kjör bænda og halda byggð í landinu. Ekki má gleyma því að þessi starfsstétt hefur tekið á sig launaskerðingu á sama tíma og allar aðrar stéttir hafa fengið töluverðar kjarabætur undanfarin misseri. Það er rétt að benda á að við erum einnig að byggja upp til lengri tíma, í gangi er metnaðarfullt markaðsstarf á sauðfjárafurðum sem þegar er byrjað að skila árangri . Meðal annars er Landssamband sauðfjárbænda ásamt fleirum að vinna frábært starf við kynningu og markaðssetningu sem er ekki síst miðuð að þeim ferðamönnum sem koma til landsins. Árangurinn er byrjaður að skila sér og jókst sala á lambakjöti um 25% hér á landi, fyrsta ársfjórðung ársins 2016. Ef nýr formaður Neytendasamtakanna vill sérstaklega skoða starfsumhverfi sauðfjárbænda gæti hann beint spjótum sínum að versluninni og skoða hversu hátt hlutfall hún tekur af smásöluverðinu útí búð. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fær hver bóndi einungis að meðaltali þriðjung af heildarverði kjöts í sinn hlut. Hann gæti líka skoðað hvernig stendur á því að arðsemi af verslunarkeðjum hér á landi er mun meiri en á löndunum í kringum okkur og athugað sérstaklega hvers vegna styrking krónunnar og niðurfelling á vörugjöldum og tollum skili sér ekki útí verðlagið? Ég bíð spenntur eftir öðru opnu bréfi þar sem hann fer yfir þátt verslunarinnar í of háu verðlagi hér á landi en jafnframt vona ég að hann kynni sér málin betur áður en hann skrifar fleiri opin bréf með órökstuddum fullyrðingum um íslenskan landbúnað. Að endingu óska ég Ólafi og landsmönnum öllum gleðilegra jóla með fullvissu um að þeir munu njóta alls þess besta sem íslenskur landbúnaður hefur fram að færa um hátíðarnar.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun