Segir Tyrki mjög slegna en staðráðna í að leyfa hryðjuverkum ekki að stjórna lífi sínu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. desember 2016 13:15 Ingibjörg Sólrún segir síðustu tvo daga hafa verið sérkennilega. Kistu sendiherrans var flogið heim í gær. Vísir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svæðisstjóri UN Women í Evrópu og Mið-Asíu, segir fólk í Tyrklandi mjög slegið vegna morðsins á Andrei Karlov, rússneska sendiherrans í Tyrklandi, á mánudag. Hún segir Tyrki mjög meðvitaða um gang mála í Sýrlandi og að áfallið komi ofan í depurð sem fylgi borgarstríðinu þar, en Tyrkland á landamæri að Sýrlandi. Hún segir síðustu tvo daga hafa verið sérkennilega. Hún telur jafnframt að alþjóðasamfélagið sé almennt farið að bregðast við hryðjuverkum með því að leyfa þeim ekki að hafa áhrif á daglegt líf. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Það vildi svo til að ég var stödd í Ankara þegar þetta gerðist og það voru allir mjög slegnir yfir þessum atburði. Af því að þetta er sendiherra þá er þetta náttúrulega árás, ekki bara á einn einstakling, heldur líka á það ríki sem hann er fulltrúi fyrir,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Vísi. „Menn voru óttaslegnir yfir því að þetta gæti haft áhrif á samskipti Rússlands og Tyrklands sem hafa verið heldur stirð. Og það er varla tilviljun að þetta gerist akkúrat þann dag sem utanríkisráðherra Tyrklands er að fara til Rússlands til að ræða stöðu mála í Sýrlandi við rússnesk og írönsk yfirvöld. Það voru allir talsvert slegnir yfir þessum harmleik og þeim pólitísku tíðindum sem líka í þessu fólust.“Hryðjuverk fái ekki að trufla daglegt líf Aðspurð hvaða pólitísku afleiðingar árásin gæti haft segir hún að tilgangurinn hafi líklega verið að spilla fyrir samskiptum Rússlands og Tyrklands en að fólk hafi brugðist öðruvísi við. „Hafi tilgangurinn með þessu verið sá að spilla fyrir samskiptum Rússlands og Tyrklands þá held ég að hann hafi ekki náðst heldur kannski þvert á móti að men hafi ákveðið að láta þetta ekki verða þess valdandi. Það er svolítið eins og almennt séu menn búnir að gíra sig inn á það í Evrópu, Tyrkland, Rússlandi og víðar að bregðast við hryðjuverkunum öndvert við það sem það sem þeim er ætlað. Það er að segja að láta þau ekki trufla eðlilega rás atburða eða daglegt líf um of. Mér sýnist að það séu alls staðar viðbrögðin hvort sem það er í Frakklandi, Þýskalandi, Belgíu, Tyrklandi, að menn reyna að láta þessa atburði ekki taka stjórnina og láta þetta ekki trufla daglegt líf.“Allra augu á Sýrlandi Hún segir Tyrki mjög meðvitaða um gang mála í Sýrlandi og þeir taki aðstæðurnar þar mjög inn á sig. Morðið á mánudag bætist ofan á depurð sem fylgi aðstæðum í Sýrlandi. „Það sem er að gerast í Sýrlandi er náttúrulega mjög nálægt fólki hérna. Það má ekki gleyma því og það er vel hugsanlegt að morðinginn hafi tekið þetta upp hjá sjálfum sér vegna þeirra atburða sem eru að gerast hérna við landamærin. Fólk tekur þetta mjög inn á sig sem er að gerast í Sýrlandi, það eru yfir þrjár milljónir sýrlenskra flóttamanna hérna í Tyrklandi og fólk fylgist mjög grannt með gangi mála í Sýrlandi og er mjög skelkað og slegið yfir því sem þar er að gerast. Þannig að þessi atburður í Ankara kemur eiginlega ofan í þá depurð sem fylgir þeim atburðum sem þarna eru að gerast. Tyrkir fylgjast mjög vel með og ræða þessi mál mjög mikið.“ Tengdar fréttir Sendiherra Rússlands í Tyrklandi særður eftir skotárás Andrei Karlov, sendiherra Rússa í Tyrklandi, er alvarlega særður eftir skotárás sem átti sér stað á listasafni í höfuðborginni Ankara í dag. 19. desember 2016 16:43 Rússneski sendiherrann er látinn Andrei Karlov er látinn eftir skotárás í Tyrklandi 19. desember 2016 17:10 Rússar og Tyrkir segja morðið hryðjuverk Tyrkneskur óeirðalögreglumaður skaut sendiherra Rússlands í landinu til bana í gær. Ekki er vitað hvort árásarmaðurinn stóð einn að árásinni eða hvort hann eigi bakland í einhverjum samtökum. 20. desember 2016 07:45 Kistu rússneska sendiherrans flogið heim Tyrkneskir hermenn stóðu heiðursvörð við kistuna á meðan henni var komið út á flugvöll. 20. desember 2016 20:30 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svæðisstjóri UN Women í Evrópu og Mið-Asíu, segir fólk í Tyrklandi mjög slegið vegna morðsins á Andrei Karlov, rússneska sendiherrans í Tyrklandi, á mánudag. Hún segir Tyrki mjög meðvitaða um gang mála í Sýrlandi og að áfallið komi ofan í depurð sem fylgi borgarstríðinu þar, en Tyrkland á landamæri að Sýrlandi. Hún segir síðustu tvo daga hafa verið sérkennilega. Hún telur jafnframt að alþjóðasamfélagið sé almennt farið að bregðast við hryðjuverkum með því að leyfa þeim ekki að hafa áhrif á daglegt líf. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Það vildi svo til að ég var stödd í Ankara þegar þetta gerðist og það voru allir mjög slegnir yfir þessum atburði. Af því að þetta er sendiherra þá er þetta náttúrulega árás, ekki bara á einn einstakling, heldur líka á það ríki sem hann er fulltrúi fyrir,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Vísi. „Menn voru óttaslegnir yfir því að þetta gæti haft áhrif á samskipti Rússlands og Tyrklands sem hafa verið heldur stirð. Og það er varla tilviljun að þetta gerist akkúrat þann dag sem utanríkisráðherra Tyrklands er að fara til Rússlands til að ræða stöðu mála í Sýrlandi við rússnesk og írönsk yfirvöld. Það voru allir talsvert slegnir yfir þessum harmleik og þeim pólitísku tíðindum sem líka í þessu fólust.“Hryðjuverk fái ekki að trufla daglegt líf Aðspurð hvaða pólitísku afleiðingar árásin gæti haft segir hún að tilgangurinn hafi líklega verið að spilla fyrir samskiptum Rússlands og Tyrklands en að fólk hafi brugðist öðruvísi við. „Hafi tilgangurinn með þessu verið sá að spilla fyrir samskiptum Rússlands og Tyrklands þá held ég að hann hafi ekki náðst heldur kannski þvert á móti að men hafi ákveðið að láta þetta ekki verða þess valdandi. Það er svolítið eins og almennt séu menn búnir að gíra sig inn á það í Evrópu, Tyrkland, Rússlandi og víðar að bregðast við hryðjuverkunum öndvert við það sem það sem þeim er ætlað. Það er að segja að láta þau ekki trufla eðlilega rás atburða eða daglegt líf um of. Mér sýnist að það séu alls staðar viðbrögðin hvort sem það er í Frakklandi, Þýskalandi, Belgíu, Tyrklandi, að menn reyna að láta þessa atburði ekki taka stjórnina og láta þetta ekki trufla daglegt líf.“Allra augu á Sýrlandi Hún segir Tyrki mjög meðvitaða um gang mála í Sýrlandi og þeir taki aðstæðurnar þar mjög inn á sig. Morðið á mánudag bætist ofan á depurð sem fylgi aðstæðum í Sýrlandi. „Það sem er að gerast í Sýrlandi er náttúrulega mjög nálægt fólki hérna. Það má ekki gleyma því og það er vel hugsanlegt að morðinginn hafi tekið þetta upp hjá sjálfum sér vegna þeirra atburða sem eru að gerast hérna við landamærin. Fólk tekur þetta mjög inn á sig sem er að gerast í Sýrlandi, það eru yfir þrjár milljónir sýrlenskra flóttamanna hérna í Tyrklandi og fólk fylgist mjög grannt með gangi mála í Sýrlandi og er mjög skelkað og slegið yfir því sem þar er að gerast. Þannig að þessi atburður í Ankara kemur eiginlega ofan í þá depurð sem fylgir þeim atburðum sem þarna eru að gerast. Tyrkir fylgjast mjög vel með og ræða þessi mál mjög mikið.“
Tengdar fréttir Sendiherra Rússlands í Tyrklandi særður eftir skotárás Andrei Karlov, sendiherra Rússa í Tyrklandi, er alvarlega særður eftir skotárás sem átti sér stað á listasafni í höfuðborginni Ankara í dag. 19. desember 2016 16:43 Rússneski sendiherrann er látinn Andrei Karlov er látinn eftir skotárás í Tyrklandi 19. desember 2016 17:10 Rússar og Tyrkir segja morðið hryðjuverk Tyrkneskur óeirðalögreglumaður skaut sendiherra Rússlands í landinu til bana í gær. Ekki er vitað hvort árásarmaðurinn stóð einn að árásinni eða hvort hann eigi bakland í einhverjum samtökum. 20. desember 2016 07:45 Kistu rússneska sendiherrans flogið heim Tyrkneskir hermenn stóðu heiðursvörð við kistuna á meðan henni var komið út á flugvöll. 20. desember 2016 20:30 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Sendiherra Rússlands í Tyrklandi særður eftir skotárás Andrei Karlov, sendiherra Rússa í Tyrklandi, er alvarlega særður eftir skotárás sem átti sér stað á listasafni í höfuðborginni Ankara í dag. 19. desember 2016 16:43
Rússneski sendiherrann er látinn Andrei Karlov er látinn eftir skotárás í Tyrklandi 19. desember 2016 17:10
Rússar og Tyrkir segja morðið hryðjuverk Tyrkneskur óeirðalögreglumaður skaut sendiherra Rússlands í landinu til bana í gær. Ekki er vitað hvort árásarmaðurinn stóð einn að árásinni eða hvort hann eigi bakland í einhverjum samtökum. 20. desember 2016 07:45
Kistu rússneska sendiherrans flogið heim Tyrkneskir hermenn stóðu heiðursvörð við kistuna á meðan henni var komið út á flugvöll. 20. desember 2016 20:30