Allt í lagi að vera „sexy“ og stolt af því Guðný Hrönn skrifar 21. desember 2016 10:15 Erna Bergmann (t.h.) sá um að stílísera myndaþáttinn á meðan Saga Sig tók myndirnar. Í fyrsta tölublaði tímaritsins Blætis birtist myndaþáttur sem vakið hefur athygli. Fyrirsætan og kaupsýslukonan Ásdís Rán er í aðalhlutverki í myndaþættinum og boðskapurinn er mikilvægur. Erna Bergmann stílisti segir myndaþáttinn hafa mikilvæg skilaboð.Erna klæddi Ásdísi í föt sem eru ólík þeim sem hún klæðist venjulega.Mynd/Saga Sig„Skilaboðin í þættinum eru þau að við megum vera það sem við erum og viljum án þess að aðrir dæmi og áminning fyrir okkur öll. Maður stendur sjálfan sig svo oft að því að fara í dómarasætið gagnvart fólki af því að í fyrsta lagi þekkir maður það ekki og svo afþví það er ekki með sömu skoðanir á lífinu og hvernig það vill lifa því og maður sjálfur. Hvað við gerum við líkama okkar sem konur er okkar val. Kannski erum við ekki alltaf sammála því sem fólk gerir og ekki allir kannski myndu vilja sitja naktir en okkur finnst við vera oft svo dómhörð að dæma fólk ef við erum ekki sammála því,“ segir Erna. „Eins og til dæmis með Ásdísi, hún er viðskiptamógúll og þyrluflugmaður, bara ótrúlega klár og dugleg kona. En fólk er kannski með fyrirframgefnar hugmyndir um Ásdísi án þess að þekkja hana, vegna þess að hún hefur t.d. setið fyrir í Playboy ,“ segir Erna sem sá um að stílísera myndaþáttinn en Saga Sigurðardóttir tók myndirnar.Sjá einnig:Grét yfir bréfum frá konumÁsdís Rán klæddist sérhönnuðum fötum með mikilvægum skilaboðum á í myndaþættinum.Mynd/Saga Sig„Okkur langaði að sýna Ásdísi í nýju ljósi. Við tókum myndir af henni í Fellunum í Breiðholti, á æskuslóðum hennar. Við klæddum hana í öðruvísi föt og öðruvísi stíl en hún er vön að vera í. Þessi stimpill, sem konur fá gjarnan á sig, var eitthvað sem okkur langaði að benda á, og hún var fullkominn kandídat því hún er bara ótrúlega sterk og flott kona,“ útskýrir Erna. Hún segir samstarfið hafa gengið eins og í sögu. „Henni líður bara vel í eigin skinni og er mjög sátt við sjálfa sig og var til í allt. Það var gaman og gefandi að vinna með henni.“ Blætisteymið sérhannaði föt á Ásdísi fyrir myndaþáttinn. „Já, við gerðum t.d. sokka á hana sem á stóð „proud“ og „sexy“. Skilaboðin þar eru að það er bara allt í góðu að vera kynþokkafull og stolt af því. Það er ekkert til að skammast sín fyrir. Við megum vera „sexy“. Svo gerðum við líka bol á hana sem stendur á „I own myself“, sem þýðist sem „ég á mig sjálf“.“Sjá einnig:Fjölmenni í útgáfuteiti BlætisSaga myndaði Ásdísi í Breiðholtinu.Mynd/Saga SigÞað er greinilega mikil vinna sem liggur á bak við myndaþátt sem þennan en Erna segir teymið á bak við tímaritið vera himinlifandi með útkomuna. „Við lögðum allt í þetta. Þetta er stór þáttur, einn af burðarþáttum blaðsins myndi ég segja, og þetta gekk framar vonum. Við erum búnar að fá frábærar viðtökur, fullt af fallegum kveðjum og bréfum og fólk labbar upp að okkur og hrósar.“ Erna segir umgjörðina í kringum myndaþáttinn bæta miklu við myndirnar. „Það sem Alma Mjöll, ung listakona, skrifaði í inngang að myndaþættinum gefur myndunum aukið vægi. Þar skrifar hún um að vera kona og hvaða væntingar hún hefur. Svo er það endakaflinn sem Arnar Freyr Frostason úr Úlfur Úlfur skrifar. Það er einlægur og flottur texti um m.a. að hann geti horft á Ásdísi án þess að dæma hana. Og þá verða myndirnar táknrænni fyrir vikið,“ segir Erna. Menning Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fjölmenni í útgáfuteiti Blætis Blæti er nýtt íslenskt tímarit um konur, karlmenn, tísku, hið ófullkoma, líkamann, vonir, væntingar, gleði, sorg, söknuð, ást, minningar, þrá og mun meira. Fyrsta tölublaðið er komið út og er það um fjögur hundruð blaðsíður. 15. desember 2016 11:30 Grét yfir bréfum frá konum Saga Sigurðardóttir og Erna Bergmann gáfu út óhefðbundið ljóðrænt tímarit á dögunum. Í því er sterkur þráður, virðing fyrir konun og list. Þær ákváðu sjálfar að ryðja sér rúms, brjóta staðalmyndir og vinna á móti einsleitni. Saga grét yfir bréfum sem hún fékk frá konum þegar hún auglýsti eftir fyrirsætum til að sitja fyrir á nektarmyndum. 17. desember 2016 09:00 Skoða fegurðina frá mismunandi sjónarhornum Tímaritið Blæti kemur út í dag. 14. desember 2016 15:00 Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira
Í fyrsta tölublaði tímaritsins Blætis birtist myndaþáttur sem vakið hefur athygli. Fyrirsætan og kaupsýslukonan Ásdís Rán er í aðalhlutverki í myndaþættinum og boðskapurinn er mikilvægur. Erna Bergmann stílisti segir myndaþáttinn hafa mikilvæg skilaboð.Erna klæddi Ásdísi í föt sem eru ólík þeim sem hún klæðist venjulega.Mynd/Saga Sig„Skilaboðin í þættinum eru þau að við megum vera það sem við erum og viljum án þess að aðrir dæmi og áminning fyrir okkur öll. Maður stendur sjálfan sig svo oft að því að fara í dómarasætið gagnvart fólki af því að í fyrsta lagi þekkir maður það ekki og svo afþví það er ekki með sömu skoðanir á lífinu og hvernig það vill lifa því og maður sjálfur. Hvað við gerum við líkama okkar sem konur er okkar val. Kannski erum við ekki alltaf sammála því sem fólk gerir og ekki allir kannski myndu vilja sitja naktir en okkur finnst við vera oft svo dómhörð að dæma fólk ef við erum ekki sammála því,“ segir Erna. „Eins og til dæmis með Ásdísi, hún er viðskiptamógúll og þyrluflugmaður, bara ótrúlega klár og dugleg kona. En fólk er kannski með fyrirframgefnar hugmyndir um Ásdísi án þess að þekkja hana, vegna þess að hún hefur t.d. setið fyrir í Playboy ,“ segir Erna sem sá um að stílísera myndaþáttinn en Saga Sigurðardóttir tók myndirnar.Sjá einnig:Grét yfir bréfum frá konumÁsdís Rán klæddist sérhönnuðum fötum með mikilvægum skilaboðum á í myndaþættinum.Mynd/Saga Sig„Okkur langaði að sýna Ásdísi í nýju ljósi. Við tókum myndir af henni í Fellunum í Breiðholti, á æskuslóðum hennar. Við klæddum hana í öðruvísi föt og öðruvísi stíl en hún er vön að vera í. Þessi stimpill, sem konur fá gjarnan á sig, var eitthvað sem okkur langaði að benda á, og hún var fullkominn kandídat því hún er bara ótrúlega sterk og flott kona,“ útskýrir Erna. Hún segir samstarfið hafa gengið eins og í sögu. „Henni líður bara vel í eigin skinni og er mjög sátt við sjálfa sig og var til í allt. Það var gaman og gefandi að vinna með henni.“ Blætisteymið sérhannaði föt á Ásdísi fyrir myndaþáttinn. „Já, við gerðum t.d. sokka á hana sem á stóð „proud“ og „sexy“. Skilaboðin þar eru að það er bara allt í góðu að vera kynþokkafull og stolt af því. Það er ekkert til að skammast sín fyrir. Við megum vera „sexy“. Svo gerðum við líka bol á hana sem stendur á „I own myself“, sem þýðist sem „ég á mig sjálf“.“Sjá einnig:Fjölmenni í útgáfuteiti BlætisSaga myndaði Ásdísi í Breiðholtinu.Mynd/Saga SigÞað er greinilega mikil vinna sem liggur á bak við myndaþátt sem þennan en Erna segir teymið á bak við tímaritið vera himinlifandi með útkomuna. „Við lögðum allt í þetta. Þetta er stór þáttur, einn af burðarþáttum blaðsins myndi ég segja, og þetta gekk framar vonum. Við erum búnar að fá frábærar viðtökur, fullt af fallegum kveðjum og bréfum og fólk labbar upp að okkur og hrósar.“ Erna segir umgjörðina í kringum myndaþáttinn bæta miklu við myndirnar. „Það sem Alma Mjöll, ung listakona, skrifaði í inngang að myndaþættinum gefur myndunum aukið vægi. Þar skrifar hún um að vera kona og hvaða væntingar hún hefur. Svo er það endakaflinn sem Arnar Freyr Frostason úr Úlfur Úlfur skrifar. Það er einlægur og flottur texti um m.a. að hann geti horft á Ásdísi án þess að dæma hana. Og þá verða myndirnar táknrænni fyrir vikið,“ segir Erna.
Menning Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fjölmenni í útgáfuteiti Blætis Blæti er nýtt íslenskt tímarit um konur, karlmenn, tísku, hið ófullkoma, líkamann, vonir, væntingar, gleði, sorg, söknuð, ást, minningar, þrá og mun meira. Fyrsta tölublaðið er komið út og er það um fjögur hundruð blaðsíður. 15. desember 2016 11:30 Grét yfir bréfum frá konum Saga Sigurðardóttir og Erna Bergmann gáfu út óhefðbundið ljóðrænt tímarit á dögunum. Í því er sterkur þráður, virðing fyrir konun og list. Þær ákváðu sjálfar að ryðja sér rúms, brjóta staðalmyndir og vinna á móti einsleitni. Saga grét yfir bréfum sem hún fékk frá konum þegar hún auglýsti eftir fyrirsætum til að sitja fyrir á nektarmyndum. 17. desember 2016 09:00 Skoða fegurðina frá mismunandi sjónarhornum Tímaritið Blæti kemur út í dag. 14. desember 2016 15:00 Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira
Fjölmenni í útgáfuteiti Blætis Blæti er nýtt íslenskt tímarit um konur, karlmenn, tísku, hið ófullkoma, líkamann, vonir, væntingar, gleði, sorg, söknuð, ást, minningar, þrá og mun meira. Fyrsta tölublaðið er komið út og er það um fjögur hundruð blaðsíður. 15. desember 2016 11:30
Grét yfir bréfum frá konum Saga Sigurðardóttir og Erna Bergmann gáfu út óhefðbundið ljóðrænt tímarit á dögunum. Í því er sterkur þráður, virðing fyrir konun og list. Þær ákváðu sjálfar að ryðja sér rúms, brjóta staðalmyndir og vinna á móti einsleitni. Saga grét yfir bréfum sem hún fékk frá konum þegar hún auglýsti eftir fyrirsætum til að sitja fyrir á nektarmyndum. 17. desember 2016 09:00