Gylfi sá sjötti hættulegasti í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2016 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2016 10:00 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er ofarlega á lista enska blaðsins Telegraph sem reiknaði út hvaða leikmenn hafa átt þátt í flestum mörkum í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2016. Leikmönnum er raðað upp eftir því hversu mörgum mörkum þeir komu með beinum hætti að með því að skora sjálfir eða gefa stoðsendingu. Gylfi hefur samkvæmt tölfræði Telegraph komið að 21 marki á almanaksárinu, skorað fjórtán mörk sjálfur og lagt önnur sjö upp fyrir félaga sína. Gylfi deilir þar sjötta sætinu með Liverpool-manninum Roberto Firmino sem er með nákvæmlega sömu tölur og íslenski miðjumaðurinn. Þrír menn eru í nokkrum sérflokki á listanum. Diego Costa hjá Chelsea er efstur með 30 markastig (20 mörk og 10 stoðsendingar) en þeir Sergio Agüero hjá Manchester City (27 mörk og 1 stoðsending) og Alexis Sánchez hjá Arsenal (19 mörk og 9 stoðsendingar) eru jafnir öðru sætinu með 28 markastig. Jermaine Defoe hjá Sunderland og Harry Kane hjá Tottenham eru báðir bara einu stigi á undan Gylfa í fjórða og fimmta sætið. Gylfi á því smá möguleika á því að komast upp fyrir þá í síðustu tveimur leikjum Swansea. Sem betur fer fyrir Gylfa og Swansea City eru báðir þessir leikir á heimavelli liðsins en ekkert hefur gengið í útileikjunum að undanförnu. Gylfi fær tækifæri til að bæta við mörkum og stoðsendingum í leikjum á móti West Ham á öðrum degi jóla og á móti Bournemouth þann 30. desember. Það er hægt að nálgast fréttina á Telegraph hér og umfjöllunina um Gylfa hér.Topp tíu listinn hjá Telegraph: 1. Diego Costa, Chelsea 30 markastig (20 mörk og 10 stoðsendingar) 2. Sergio Agüero, Manchester City 28 markastig (27 mörk og 1 stoðsending) 2. Alexis Sánchez, Arsenal 28 markastig (19 mörk og 9 stoðsendingar) 4. Jermaine Defoe, Sunderland 22 markastig (19 mörk og 3 stoðsendingar) 4. Harry Kane, Tottenham 22 markastig (21 mark og 1 stoðsending)6. Gylfi Sigurðsson, Swansea 21 markastig (14 mörk og 7 stoðsendingar) 6. Roberto Firmino, Liverpool 21 markastig (14 mörk og 7 stoðsendingar) 8. Sadio Mané, Liverpool 20 markastig (14 mörk og 6 stoðsendingar) 8. Dimitri Payet, West Ham 20 markastig (6 mörk og 14 stoðsendingar) 8. Christian Eriksen, Tottenham 20 markastig (9 mörk og 11 stoðsendingar) Enski boltinn Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er ofarlega á lista enska blaðsins Telegraph sem reiknaði út hvaða leikmenn hafa átt þátt í flestum mörkum í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2016. Leikmönnum er raðað upp eftir því hversu mörgum mörkum þeir komu með beinum hætti að með því að skora sjálfir eða gefa stoðsendingu. Gylfi hefur samkvæmt tölfræði Telegraph komið að 21 marki á almanaksárinu, skorað fjórtán mörk sjálfur og lagt önnur sjö upp fyrir félaga sína. Gylfi deilir þar sjötta sætinu með Liverpool-manninum Roberto Firmino sem er með nákvæmlega sömu tölur og íslenski miðjumaðurinn. Þrír menn eru í nokkrum sérflokki á listanum. Diego Costa hjá Chelsea er efstur með 30 markastig (20 mörk og 10 stoðsendingar) en þeir Sergio Agüero hjá Manchester City (27 mörk og 1 stoðsending) og Alexis Sánchez hjá Arsenal (19 mörk og 9 stoðsendingar) eru jafnir öðru sætinu með 28 markastig. Jermaine Defoe hjá Sunderland og Harry Kane hjá Tottenham eru báðir bara einu stigi á undan Gylfa í fjórða og fimmta sætið. Gylfi á því smá möguleika á því að komast upp fyrir þá í síðustu tveimur leikjum Swansea. Sem betur fer fyrir Gylfa og Swansea City eru báðir þessir leikir á heimavelli liðsins en ekkert hefur gengið í útileikjunum að undanförnu. Gylfi fær tækifæri til að bæta við mörkum og stoðsendingum í leikjum á móti West Ham á öðrum degi jóla og á móti Bournemouth þann 30. desember. Það er hægt að nálgast fréttina á Telegraph hér og umfjöllunina um Gylfa hér.Topp tíu listinn hjá Telegraph: 1. Diego Costa, Chelsea 30 markastig (20 mörk og 10 stoðsendingar) 2. Sergio Agüero, Manchester City 28 markastig (27 mörk og 1 stoðsending) 2. Alexis Sánchez, Arsenal 28 markastig (19 mörk og 9 stoðsendingar) 4. Jermaine Defoe, Sunderland 22 markastig (19 mörk og 3 stoðsendingar) 4. Harry Kane, Tottenham 22 markastig (21 mark og 1 stoðsending)6. Gylfi Sigurðsson, Swansea 21 markastig (14 mörk og 7 stoðsendingar) 6. Roberto Firmino, Liverpool 21 markastig (14 mörk og 7 stoðsendingar) 8. Sadio Mané, Liverpool 20 markastig (14 mörk og 6 stoðsendingar) 8. Dimitri Payet, West Ham 20 markastig (6 mörk og 14 stoðsendingar) 8. Christian Eriksen, Tottenham 20 markastig (9 mörk og 11 stoðsendingar)
Enski boltinn Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjá meira