Erlent

Obama bannar olíuboranir á norðurslóðum

Atli Ísleifsson skrifar
Barack Obama Bandaríkjaforseti.
Barack Obama Bandaríkjaforseti. Vísir/AFP
Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur bannað olíuboranir undan ströndum norðurhluta Bandaríkjanna. Ljóst er að forsetinn er með þessu að reyna að koma í veg fyrir að Donald Trump, verðandi forseti, heimili olíuboranir á svæðinu en erfitt getur reynst að snúa við slíkum tilskipunum forseta í Bandaríkjunum.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Kanada gáfu í gær út sameiginlega yfirlýsingu þess efnis að ríkin hugðust banna olíuboranir í Norður-Íshafi og Norður-Atlantshafi.

Obama var með þessu að banna boranir á svæðinu „um ótiltekinn tíma“, en forsetinn styðst þar við lög frá árinu 1953 sem heimila forseta að banna heimildir til að bora eftir auðlindum á hafi úti um ótiltekinn tíma.

Í yfirlýsingunni segir að ákvörðinin hafi verið tekin með það að markmiði að „tryggja öflugt, lífvænlegt og sjálfbært vistkerfi og hagkerfi norðurslóða“. Hagsmunir frumbyggja, náttúrinnar og ótti við olíuleka á svæðinu hafi ráðið för.

Kanadastjórn segist munu geta endurskoðað ákvörðunina á fimm ára fresti, en Bandaríkjastjórn fullyrðir að ákvörðunin sé varanleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×