Viðskipti innlent

40 tonn seld af neftóbaki í ár

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Neftóbak er löglegt en munntóbak ekki. Þetta virðist hins vegar allt vera sama tóbakið.
Neftóbak er löglegt en munntóbak ekki. Þetta virðist hins vegar allt vera sama tóbakið. vísir/gva
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins leggur til að tóbaksgjald hækki um allt að 69 prósent á hvert gramm tóbaks. Þetta kemur fram í athugasemdum ÁTVR við fjárlagafrumvarp það sem nú liggur fyrir þinginu.

Í athugasemdunum kemur einnig fram að áætlað er að rúmlega fjörutíu tonn af neftóbaki seljist á árinu sem senn rennur sitt skeið. Það er tæplega fjórföldun frá aldamótum og tvöföldun frá árinu 2008. Árið 2013 seldust 27,6 tonn af neftóbaki en síðan þá hefur salan aukist um um það bil fjögur tonn árlega.

„ÁTVR treystir sér ekki lengur til að greina milli munntóbaks og neftóbaks og hefur leitað leiðbeininga hjá heilbrigðisráðuneytinu um hvernig skuli greina á milli,“ segir í umsögninni. Neftóbak er löglegt á Íslandi en munntóbak ekki.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×