Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. desember 2016 14:45 Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. Vísir Jim Ratcliffe, breski auðkýfingurinn sem fest hefur kaup á meirihluta jarðarinnar á Grímsstöðum á Fjöllum, er forstjóri Ineos Chemical Group, fyrirtækis sem hyggst hefja setsundrun (e. fracking) í Bretlandi á næstu árum. Ögmundur Jónasson, fyrrum innanríkisráðherra, gagnrýnir söluna harðlega. Vísir greindi frá kaupunum í gær og var þá sagt að Ratcliffe væri mikill áhugamaður um verndun laxastofna og hefði unnið að henni víðs vegar um heim. Hann hafði áður fest kaup á þremur jörðum í Vopnafirði þar sem eru miklar laxveiðiár en kaupin á Grímsstöðum eru sögð mikilvægur þáttur í að vernda villta laxastofna við Atlantshaf.Sjá einnig: Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“Í setsundrun er vatni, sandi og efnum ýtt ofan í jörðina með miklum þrýstingi til að ná náttúrulegu gasi. Jarðskjálftar hafa verið raktir til þessa þegar umfram vatni er dælt aftur ofan í jörðina. Ekkert fyrirtæki hefur stundað setsundrun frá 2011 þegar aukin jarðskjálftatíðni i Norðvestur Englandi var rakin til setsundrunar Cuadrilla Resources. Sluppu með skrekkinnÖgmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, hafnaði beiðni Huang Nubo um að veitt yrði undanþága frá lögum vegna kaupa á hlut í jörðinni á Grímsstöðum árið 2011. Ögmundur segir að eignarhaldsfélag Nubos hefði ekki uppfyllt lög um afnot og eignarrétt. Hefði ráðuneytið fallist á ósk hans yrði það að samþykkja allar umsóknir utan EES í kjölfarið. Ögmundur fer yfir söluna á Grímsstöðum í færslu á heimasíðu sinni. Hann segir söluna vera vitnisburð um vesaldóm stjórnvalda. Þar rifjar hann upp kauptilraun Nubo og segir Íslendinga hafa sloppið með skrekkinn á sínum tíma. „Það þekkja þeir sem beittu sér í þeirri viðureign að ekki var við auðkýfinginn einan að glíma heldur ekki síður við þá Íslendinga sem reiðubúnir voru til landsölunnar ef græða mætti á henni! Á þessum tíma varð mér oft hugsað til þess hve auðvelt er að missa landið úr greipum okkar. Sú hugsun kemur nú að nýju upp í hugann,“ skrifar Ögmundur. „Á sínum tíma fór allt vel að lokum. En nú er semsagt kominn nýr auðkýfingur til sögunnar. Hann er Breti sem áður segir og því borgari á hinu Evrópska Efnahagssæði, EES. Hann stendur fyrir bragðið betur að vígi en sá kínverski og getur auk þess þakkað eftirmanni mínum í embætti innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, að láta það verða eitt sitt fyrsta verk í embætti að nema úr gildi reglugerð sem ég hafði sett til að reisa girðingar gegn því að eignarhald á landi færi án skilyrða til EES borgara.“Vesaldómur íslenskra stjórnvalda Hann segir kaup Ratcliffe vera stærra mál en það virðist við fyrstu sýn og að koma þurfi í veg fyrir að stór landsvæði safnist á hendur fárra auðmanna. „Kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum hefði verið til marks um skilning á slíkum sjónarmiðum og virðingarvottur við allt það fólk sem beðið hefur stjórnvöld að taka tillit til slíkra viðhorfa. Í stað þess sitjum við nú uppi með órækan vitnisburð um vesaldóm íslenskra stjórnvalda.“ Tengdar fréttir Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira
Jim Ratcliffe, breski auðkýfingurinn sem fest hefur kaup á meirihluta jarðarinnar á Grímsstöðum á Fjöllum, er forstjóri Ineos Chemical Group, fyrirtækis sem hyggst hefja setsundrun (e. fracking) í Bretlandi á næstu árum. Ögmundur Jónasson, fyrrum innanríkisráðherra, gagnrýnir söluna harðlega. Vísir greindi frá kaupunum í gær og var þá sagt að Ratcliffe væri mikill áhugamaður um verndun laxastofna og hefði unnið að henni víðs vegar um heim. Hann hafði áður fest kaup á þremur jörðum í Vopnafirði þar sem eru miklar laxveiðiár en kaupin á Grímsstöðum eru sögð mikilvægur þáttur í að vernda villta laxastofna við Atlantshaf.Sjá einnig: Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“Í setsundrun er vatni, sandi og efnum ýtt ofan í jörðina með miklum þrýstingi til að ná náttúrulegu gasi. Jarðskjálftar hafa verið raktir til þessa þegar umfram vatni er dælt aftur ofan í jörðina. Ekkert fyrirtæki hefur stundað setsundrun frá 2011 þegar aukin jarðskjálftatíðni i Norðvestur Englandi var rakin til setsundrunar Cuadrilla Resources. Sluppu með skrekkinnÖgmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, hafnaði beiðni Huang Nubo um að veitt yrði undanþága frá lögum vegna kaupa á hlut í jörðinni á Grímsstöðum árið 2011. Ögmundur segir að eignarhaldsfélag Nubos hefði ekki uppfyllt lög um afnot og eignarrétt. Hefði ráðuneytið fallist á ósk hans yrði það að samþykkja allar umsóknir utan EES í kjölfarið. Ögmundur fer yfir söluna á Grímsstöðum í færslu á heimasíðu sinni. Hann segir söluna vera vitnisburð um vesaldóm stjórnvalda. Þar rifjar hann upp kauptilraun Nubo og segir Íslendinga hafa sloppið með skrekkinn á sínum tíma. „Það þekkja þeir sem beittu sér í þeirri viðureign að ekki var við auðkýfinginn einan að glíma heldur ekki síður við þá Íslendinga sem reiðubúnir voru til landsölunnar ef græða mætti á henni! Á þessum tíma varð mér oft hugsað til þess hve auðvelt er að missa landið úr greipum okkar. Sú hugsun kemur nú að nýju upp í hugann,“ skrifar Ögmundur. „Á sínum tíma fór allt vel að lokum. En nú er semsagt kominn nýr auðkýfingur til sögunnar. Hann er Breti sem áður segir og því borgari á hinu Evrópska Efnahagssæði, EES. Hann stendur fyrir bragðið betur að vígi en sá kínverski og getur auk þess þakkað eftirmanni mínum í embætti innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, að láta það verða eitt sitt fyrsta verk í embætti að nema úr gildi reglugerð sem ég hafði sett til að reisa girðingar gegn því að eignarhald á landi færi án skilyrða til EES borgara.“Vesaldómur íslenskra stjórnvalda Hann segir kaup Ratcliffe vera stærra mál en það virðist við fyrstu sýn og að koma þurfi í veg fyrir að stór landsvæði safnist á hendur fárra auðmanna. „Kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum hefði verið til marks um skilning á slíkum sjónarmiðum og virðingarvottur við allt það fólk sem beðið hefur stjórnvöld að taka tillit til slíkra viðhorfa. Í stað þess sitjum við nú uppi með órækan vitnisburð um vesaldóm íslenskra stjórnvalda.“
Tengdar fréttir Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira
Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53