Innlent

Lausna leitað í sjómannadeilunni

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komu til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu fyrir hádegi. Um er að ræða fyrsta fund deiluaðila frá því að samningur sem gerður var í síðasta mánuði var felldur í atkvæðagreiðslu sjómanna.

Deilendur voru þó ekki bjartsýnir fyrir fundinn á að deilan væri að leysast í bráð, en Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, ræddu málið í Bítinu í morgun, en hlusta má á viðtali í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag

Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×