Spá því að jólasnjórinn falli á fimmtudag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2016 11:16 Það eru ágætar líkur á hvítum jólum á höfuðborgarsvæðinu. vísir/vilhelm Það ætti að viðra ágætlega á höfuðborgarbúa á Þorláksmessukvöld ef marka má veðurspár Veðurstofu Íslands en afar vinsælt er að kíkja þá niður í miðbæ Reykjavíkur, klára síðustu jólagjafirnar og sýna sig og sjá aðra. Það er þó með það eins og annað að veðrið spilar alltaf eitthvað inn í en að sögn Óla Þórs Árnasonar, vakthafandi veðurfræðings, verður hægur vindur og minniháttar úrkoma á höfuðborgarsvæðinu. Austanlands verður þó ekki eins gott veður og ætti fólk að hafa það í huga ef það þarf að ferðast um þann landshluta. „Eins og Þorláksmessa lítur út nún þá sýnist mér að það verði kannski frekar hryssingslegt suðaustan til, gæti orðið býsna hvöss norðaustan átt og snjókoma en aftur á móti í Reykjavík ætti aftur að vera hægur vindur og minniháttar úrkoma þannig að það gæti nú verið ágætlega jólalegt þó það geri einhver smá él,“ segir Óli Þór. Þegar á líður á kvöldið gerir hins vegar frekar leiðinlegt veður á austanverðu landinu, það er austan Eyjafjarðar og austan Kirkjubæjarklausturs.Fyrri partur aðfangadags gæti orðið leiðinlegur „Það er þá bæði á Þorláksmessukvöld og um nóttina þannig að fyrri partur aðfangadags gæti orðið frekar leiðinlegur,“ segir Óli Þór en færð gæti til að mynda spillst og fólk fyrir austan ætti því að fylgjast vel með veðurspánni. Veðrið skánar svo þegar líður á aðfangadag en það verður þó líklega ekki þurrt á norðausturhorninu. Á langstærstum hluta landsins ætti síðan að vera þokkalegasta veður á aðfangadag. Spáð er 0 til 7 stiga frosti þar sem kaldast verður inn til landsins og ágætar líkur eru á því að það verði hvít jól víða um land. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð éljagangi á fimmtudag. Gæti jólasnjórinn einfaldlega fallið þá þar sem spáð er frosti næstu daga á eftir og ætti hann því að halda sér að sögn Óla Þórs. „Það er ekki að sjá að hiti fari yfir frostmark frá deginum í dag þannig að öll úrkoma sem fellur ætti því meira og minna að halda sér.“ Jóladagur er síðan dálítið snúinn. „Þá kemur lægð sem stefnir beint upp að upp að suðurströndinni en í dag ætlar hún að strjúka suðausturströndina á leið sinni til norðausturs en að sama skapi kemur úrkomubakki úr norðri yfir norðanvert landið. Manni finnst þetta samspil ekki endilega alveg trúverðugt ennþá þannig að þetta er frekar flókið,“ segir Óli Þór. Það má því lítið út af bregða til að það geri mjög leiðinlegt veður inn á landið og þá helst á öllu norðanverðu landinu, allt frá Vestfjörðum, en það skýrist þegar nær dregur helginni.Veðurhorfur á landinu:Sunnan 10-18 metrar á sekúndu og rigning eða slydda. Hiti 2 til 7 stig. Gengur í vestan 15-25 með éljum á sunnanverðu landinu seinnipartinn, en norðlægari og snjókoma á Vestfjörðum. Kólnandi veður. Blæs og snjóar víða um land í nótt, en fer síðan að lægja. Breytileg átt, yfirleitt á bilinu 5-10 á morgun og dálítil él. Frost 1 til 8 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.Á miðvikudag:Vestlæg eða breytileg átt 5-13 metrar á sekúndu og él í flestum landshlutum, einkum við sjávarsíðuna. Frost 2 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðanlands.Á fimmtudag:Vestan og suðvestan 5-13 og él, en hægari og léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.Á föstudag (Þorláksmessa):Suðlæg eða breytileg átt 3-8 og dálítil él framan af degi, en áfram léttskýjað og kalt á Norður- og Austurlandi. Vaxandi norðaustanátt síðdegis með snjókomu eða slyddu sunnan- og austanlands. Minnkandi frost.Á laugardag (aðfangadagur jóla):Norðaustlæg átt með snjókomu norðan- og austantil á landinu. Vestlæg eða breytileg átt annars staðar og dálítil él. Frost 0 til 7 stig, kaldast í uppsveitum suðvestanlands.Á sunnudag (jóladagur):Breytileg átt og líkur á snjókomu í flestum landshlutum. Vægt frost.Á mánudag (annar í jólum):Útlit fyrir suðlæga átt með snjókomu, slyddu eða rigningu og hita kringum frostmark. Þurrt og frost fyrir norðan og austan. Veður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Það ætti að viðra ágætlega á höfuðborgarbúa á Þorláksmessukvöld ef marka má veðurspár Veðurstofu Íslands en afar vinsælt er að kíkja þá niður í miðbæ Reykjavíkur, klára síðustu jólagjafirnar og sýna sig og sjá aðra. Það er þó með það eins og annað að veðrið spilar alltaf eitthvað inn í en að sögn Óla Þórs Árnasonar, vakthafandi veðurfræðings, verður hægur vindur og minniháttar úrkoma á höfuðborgarsvæðinu. Austanlands verður þó ekki eins gott veður og ætti fólk að hafa það í huga ef það þarf að ferðast um þann landshluta. „Eins og Þorláksmessa lítur út nún þá sýnist mér að það verði kannski frekar hryssingslegt suðaustan til, gæti orðið býsna hvöss norðaustan átt og snjókoma en aftur á móti í Reykjavík ætti aftur að vera hægur vindur og minniháttar úrkoma þannig að það gæti nú verið ágætlega jólalegt þó það geri einhver smá él,“ segir Óli Þór. Þegar á líður á kvöldið gerir hins vegar frekar leiðinlegt veður á austanverðu landinu, það er austan Eyjafjarðar og austan Kirkjubæjarklausturs.Fyrri partur aðfangadags gæti orðið leiðinlegur „Það er þá bæði á Þorláksmessukvöld og um nóttina þannig að fyrri partur aðfangadags gæti orðið frekar leiðinlegur,“ segir Óli Þór en færð gæti til að mynda spillst og fólk fyrir austan ætti því að fylgjast vel með veðurspánni. Veðrið skánar svo þegar líður á aðfangadag en það verður þó líklega ekki þurrt á norðausturhorninu. Á langstærstum hluta landsins ætti síðan að vera þokkalegasta veður á aðfangadag. Spáð er 0 til 7 stiga frosti þar sem kaldast verður inn til landsins og ágætar líkur eru á því að það verði hvít jól víða um land. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð éljagangi á fimmtudag. Gæti jólasnjórinn einfaldlega fallið þá þar sem spáð er frosti næstu daga á eftir og ætti hann því að halda sér að sögn Óla Þórs. „Það er ekki að sjá að hiti fari yfir frostmark frá deginum í dag þannig að öll úrkoma sem fellur ætti því meira og minna að halda sér.“ Jóladagur er síðan dálítið snúinn. „Þá kemur lægð sem stefnir beint upp að upp að suðurströndinni en í dag ætlar hún að strjúka suðausturströndina á leið sinni til norðausturs en að sama skapi kemur úrkomubakki úr norðri yfir norðanvert landið. Manni finnst þetta samspil ekki endilega alveg trúverðugt ennþá þannig að þetta er frekar flókið,“ segir Óli Þór. Það má því lítið út af bregða til að það geri mjög leiðinlegt veður inn á landið og þá helst á öllu norðanverðu landinu, allt frá Vestfjörðum, en það skýrist þegar nær dregur helginni.Veðurhorfur á landinu:Sunnan 10-18 metrar á sekúndu og rigning eða slydda. Hiti 2 til 7 stig. Gengur í vestan 15-25 með éljum á sunnanverðu landinu seinnipartinn, en norðlægari og snjókoma á Vestfjörðum. Kólnandi veður. Blæs og snjóar víða um land í nótt, en fer síðan að lægja. Breytileg átt, yfirleitt á bilinu 5-10 á morgun og dálítil él. Frost 1 til 8 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.Á miðvikudag:Vestlæg eða breytileg átt 5-13 metrar á sekúndu og él í flestum landshlutum, einkum við sjávarsíðuna. Frost 2 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðanlands.Á fimmtudag:Vestan og suðvestan 5-13 og él, en hægari og léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.Á föstudag (Þorláksmessa):Suðlæg eða breytileg átt 3-8 og dálítil él framan af degi, en áfram léttskýjað og kalt á Norður- og Austurlandi. Vaxandi norðaustanátt síðdegis með snjókomu eða slyddu sunnan- og austanlands. Minnkandi frost.Á laugardag (aðfangadagur jóla):Norðaustlæg átt með snjókomu norðan- og austantil á landinu. Vestlæg eða breytileg átt annars staðar og dálítil él. Frost 0 til 7 stig, kaldast í uppsveitum suðvestanlands.Á sunnudag (jóladagur):Breytileg átt og líkur á snjókomu í flestum landshlutum. Vægt frost.Á mánudag (annar í jólum):Útlit fyrir suðlæga átt með snjókomu, slyddu eða rigningu og hita kringum frostmark. Þurrt og frost fyrir norðan og austan.
Veður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira