Rússar og Tyrkir segja morðið hryðjuverk Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. desember 2016 07:45 Altinas sést hér til vinstri. vísir/epa Andrei Karlov, sendiherra Rússlands í Tyrklandi, var myrtur á listasýningu í Ankara í gær. Árásarmaðurinn var tyrkneskur óeirðalögregluþjónn og vildi með gjörningnum mótmæla framgöngu Rússa í Aleppo. Ekki er talið að atburðurinn verði tilefni illdeilna milli þjóðanna. Árásin átti sér stað við opnun listasýningarinnar „Rússland með augum Tyrkja“ í einu helsta sendiráðahverfi Ankara. Hinn 62 ára gamli Karlov flutti tölu til að setja sýninguna en náði ekki að ljúka henni. Hann hafði talað í nokkrar mínútur þegar hinn 22 ára gamli Mevlut Mert Altinas skaut hann í bakið. Karlov lést af sárum sínum á leið á sjúkrahús. „Ekki gleyma Aleppo! Ekki gleyma Sýrlandi!“ æpti Altinas eftir að hann hafði hleypt af. Hann bætti svo um betur og sagði að hann yrði ekki fjarlægður af safninu á lífi. Það reyndist rétt því starfsbræður hans, lögreglumenn höfuðborgarinnar, skutu hann til bana skömmu eftir árásina. Ekki er vitað hvort Altinas hafi verið einn að verki eða hvort fleiri hafi átt þátt í árásinni. Tyrknesk rannsókn hófst nær samstundis og létu rannsakendur hafa eftir sér að meðlimir Gulen-hópsins lægju undir grun. Ráðherrar í ríkisstjórn Tyrklands, auk borgarstjóra Ankara, létu hafa eftir sér að markmið árásarinnar væri að reka fleyg á milli Tyrklands og Rússlands. Samband þjóðanna hefur oft verið stirt en ísköldu andaði á milli eftir að Tyrkir skutu niður rússneska herþotu í nóvember í fyrra. Sambandið hefur verið á batavegi það sem af er ári. Bæði Rússar og Tyrkir hafa kallað atburðinn hryðjuverkaárás. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði í sjónvarpsávarpi að hann og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefðu rætt saman í síma. Þeir hefðu sammælst um að morðið hefði verið hugsað til þess reyna að reka fleyg milli þjóðanna. Hann bætti við að samskipti Rússlands og Tyrklands væru afar mikilvæg fyrir heimshlutann og að árásarmanninum yrði ekki að ósk sinni. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tók í sama streng og tyrknesku ráðherrarnir. Hann bætti um betur og sagði að árásarmaðurinn vildi koma í veg fyrir frið í Sýrlandi. Forsetinn hét því að verja meiri orku í baráttuna gegn hryðjuverkum. Fundur utanríkisráðherra Rússlands, Tyrklands og Írans, sem áætlaður var næstkomandi fimmtudag, mun fara fram líkt og ekkert hafi í skorist.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rússneski sendiherrann er látinn Andrei Karlov er látinn eftir skotárás í Tyrklandi 19. desember 2016 17:10 Pútín tjáir sig: "Morðið var sniðið til þess að spilla tengslum Rússlands og Tyrklands“ Rússneski sendiherrann í Tyrklandi, Andrey Karlov, var myrtur í Ankara í dag. 19. desember 2016 21:26 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira
Andrei Karlov, sendiherra Rússlands í Tyrklandi, var myrtur á listasýningu í Ankara í gær. Árásarmaðurinn var tyrkneskur óeirðalögregluþjónn og vildi með gjörningnum mótmæla framgöngu Rússa í Aleppo. Ekki er talið að atburðurinn verði tilefni illdeilna milli þjóðanna. Árásin átti sér stað við opnun listasýningarinnar „Rússland með augum Tyrkja“ í einu helsta sendiráðahverfi Ankara. Hinn 62 ára gamli Karlov flutti tölu til að setja sýninguna en náði ekki að ljúka henni. Hann hafði talað í nokkrar mínútur þegar hinn 22 ára gamli Mevlut Mert Altinas skaut hann í bakið. Karlov lést af sárum sínum á leið á sjúkrahús. „Ekki gleyma Aleppo! Ekki gleyma Sýrlandi!“ æpti Altinas eftir að hann hafði hleypt af. Hann bætti svo um betur og sagði að hann yrði ekki fjarlægður af safninu á lífi. Það reyndist rétt því starfsbræður hans, lögreglumenn höfuðborgarinnar, skutu hann til bana skömmu eftir árásina. Ekki er vitað hvort Altinas hafi verið einn að verki eða hvort fleiri hafi átt þátt í árásinni. Tyrknesk rannsókn hófst nær samstundis og létu rannsakendur hafa eftir sér að meðlimir Gulen-hópsins lægju undir grun. Ráðherrar í ríkisstjórn Tyrklands, auk borgarstjóra Ankara, létu hafa eftir sér að markmið árásarinnar væri að reka fleyg á milli Tyrklands og Rússlands. Samband þjóðanna hefur oft verið stirt en ísköldu andaði á milli eftir að Tyrkir skutu niður rússneska herþotu í nóvember í fyrra. Sambandið hefur verið á batavegi það sem af er ári. Bæði Rússar og Tyrkir hafa kallað atburðinn hryðjuverkaárás. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði í sjónvarpsávarpi að hann og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefðu rætt saman í síma. Þeir hefðu sammælst um að morðið hefði verið hugsað til þess reyna að reka fleyg milli þjóðanna. Hann bætti við að samskipti Rússlands og Tyrklands væru afar mikilvæg fyrir heimshlutann og að árásarmanninum yrði ekki að ósk sinni. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tók í sama streng og tyrknesku ráðherrarnir. Hann bætti um betur og sagði að árásarmaðurinn vildi koma í veg fyrir frið í Sýrlandi. Forsetinn hét því að verja meiri orku í baráttuna gegn hryðjuverkum. Fundur utanríkisráðherra Rússlands, Tyrklands og Írans, sem áætlaður var næstkomandi fimmtudag, mun fara fram líkt og ekkert hafi í skorist.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rússneski sendiherrann er látinn Andrei Karlov er látinn eftir skotárás í Tyrklandi 19. desember 2016 17:10 Pútín tjáir sig: "Morðið var sniðið til þess að spilla tengslum Rússlands og Tyrklands“ Rússneski sendiherrann í Tyrklandi, Andrey Karlov, var myrtur í Ankara í dag. 19. desember 2016 21:26 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira
Rússneski sendiherrann er látinn Andrei Karlov er látinn eftir skotárás í Tyrklandi 19. desember 2016 17:10
Pútín tjáir sig: "Morðið var sniðið til þess að spilla tengslum Rússlands og Tyrklands“ Rússneski sendiherrann í Tyrklandi, Andrey Karlov, var myrtur í Ankara í dag. 19. desember 2016 21:26