Hlýjasta ár frá upphafi Svavar Hávarðsson skrifar 31. desember 2016 07:00 Horfur eru á að árið 2016 verði það hlýjasta í Stykkishólmi frá upphafi veðurmælinga árið 1846. Aðeins lokayfirferð gagna getur breytt þeirri mynd sem er ólíklegt. Sama er uppi á teningnum í öðrum landsfjórðungum, kemur fram í umfjöllun Veðurstofu Íslands. Tíðarfar 2016 var lengst af hagstætt, jafnvel mjög hagstætt og er árið eitt hið hlýjasta sem vitað er um hér á landi. Meðalhiti í Reykjavík er sex stig og hefur aldrei verið marktækt hærri, reiknaðist þó 6,1 stig árið 2003. Á Akureyri er meðalhitinn um 4,9 stig og hefur aðeins þrisvar verið hærri, síðast 2014. Fyrstu tveir mánuðir ársins voru heldur kaldari en venjulegast hefur verið á undanförnum árum og því var lengi vel talið ólíklegt að árið í heild yrði jafn hlýtt og raun ber vitni. Með marsmánuði hlýnaði og síðustu mánuðir ársins voru sérstaklega hlýir, ekki síst metmánuðurinn október. Í umfjöllun Veðurstofunnar segir einnig að um landið sunnanvert hafi úrkoma lengst af verið undir meðallagi fyrstu átta mánuði ársins, en síðustu mánuðirnir urðu aftur á móti mjög úrkomusamir, sérstaklega október. Úrkoma í Reykjavík varð um 15 prósent ofan meðallags á árinu í heild. Á Akureyri var ársúrkoma um fjórðungi ofan meðallags. Vindhraði var undir meðallagi í flestum mánuðum og illviðri færri en algengast er. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Fréttir ársins 2016 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira
Horfur eru á að árið 2016 verði það hlýjasta í Stykkishólmi frá upphafi veðurmælinga árið 1846. Aðeins lokayfirferð gagna getur breytt þeirri mynd sem er ólíklegt. Sama er uppi á teningnum í öðrum landsfjórðungum, kemur fram í umfjöllun Veðurstofu Íslands. Tíðarfar 2016 var lengst af hagstætt, jafnvel mjög hagstætt og er árið eitt hið hlýjasta sem vitað er um hér á landi. Meðalhiti í Reykjavík er sex stig og hefur aldrei verið marktækt hærri, reiknaðist þó 6,1 stig árið 2003. Á Akureyri er meðalhitinn um 4,9 stig og hefur aðeins þrisvar verið hærri, síðast 2014. Fyrstu tveir mánuðir ársins voru heldur kaldari en venjulegast hefur verið á undanförnum árum og því var lengi vel talið ólíklegt að árið í heild yrði jafn hlýtt og raun ber vitni. Með marsmánuði hlýnaði og síðustu mánuðir ársins voru sérstaklega hlýir, ekki síst metmánuðurinn október. Í umfjöllun Veðurstofunnar segir einnig að um landið sunnanvert hafi úrkoma lengst af verið undir meðallagi fyrstu átta mánuði ársins, en síðustu mánuðirnir urðu aftur á móti mjög úrkomusamir, sérstaklega október. Úrkoma í Reykjavík varð um 15 prósent ofan meðallags á árinu í heild. Á Akureyri var ársúrkoma um fjórðungi ofan meðallags. Vindhraði var undir meðallagi í flestum mánuðum og illviðri færri en algengast er. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir ársins 2016 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira