Pútín hyggst ekki vísa bandarískum erindrekum úr landi Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2016 12:50 Vladimír Pútín Rússlandsforseti segist ekki vilja skapa vandræði fyrir bandaríska embættismenn í Rússlandi. Vísir/AFP Vladimír Pútín Rússlandsforseti segist ekki ætla vísa bandarískum erindrekum úr landi líkt og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lagði til í morgun. AFP greinir frá því að Pútín vilji sjá þá pólitík sem Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hyggst reka, áður en ákvörðun er tekin um viðbrögð við ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að vísa 35 rússneskum embættismönnum úr landi. „Við viljum ekki skapa vandræði fyrir bandaríska erindreka. Við munum ekki vísa neinum úr landi,“ segir Pútín í yfirlýsingu, sem nýtti jafnframt tækifærið og bauð börnum bandarískra embættismanna í Rússlandi til sérstakrar jólaveislu sem haldið verður í Kreml. Lavrov lagði í morgun til við Pútín að 31 erindreka úr bandaríska sendiráðinu í Moskvu og fjórum sem starfa í ræðismannaskrifstofunni í Pétursborg yrði vísað úr landi. Bandaríkjastjórn ákvað í gær að vísa 35 erindrekum rússneskra stjórnvalda úr landi vegna meintra tölvuárása Rússa í Bandaríkjunum. Leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa sakað rússnesk yfirvöld um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar í landi með tölvuárásum og þeir hafi hjálpað Donald Trump að bera sigur úr býtum. Rússlandsstjórn hefur hafnað ásökunum Bandaríkjastjórnar og segja þær ekki eiga við rök að styðjast. Auk þess að reka erindrekana úr landi hefur verið tilkynnt um viðskiptaþvinganir gegn rússnesku leyniþjónustunum GRU og FSB og lokun tveggja bygginga í New York og Maryland sem sagðar eru starfstöðvar rússnesku leyniþjónustunnar. Obama segir aðgerðir ríkisstjórnar sinnar vera nauðsynlegar og að allir Bandaríkjamenn ættu að hafa áhyggjur af framferði Rússlands. Þá segir hann erindreka Bandaríkjanna í Rússlandi hafa orðið fyrir óásættanlega miklu áreiti í Rússlandi síðasta árið. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Barack Obama hefur tilkynnt refsiaðgerðir vegna tölvuárása Rússa. 29. desember 2016 20:05 Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Talsmaður Putin segir refsingar Bandaríkjanna gegn Rússlandi vera óréttlátar og ólöglegar. 29. desember 2016 21:45 Rússar svara Bandaríkjamönnum í sömu mynt Rússnesk stjórnvöld hafa ákveðið að reka 35 erindreka bandarískra stjórnvalda úr landi. 30. desember 2016 10:28 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segist ekki ætla vísa bandarískum erindrekum úr landi líkt og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lagði til í morgun. AFP greinir frá því að Pútín vilji sjá þá pólitík sem Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hyggst reka, áður en ákvörðun er tekin um viðbrögð við ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að vísa 35 rússneskum embættismönnum úr landi. „Við viljum ekki skapa vandræði fyrir bandaríska erindreka. Við munum ekki vísa neinum úr landi,“ segir Pútín í yfirlýsingu, sem nýtti jafnframt tækifærið og bauð börnum bandarískra embættismanna í Rússlandi til sérstakrar jólaveislu sem haldið verður í Kreml. Lavrov lagði í morgun til við Pútín að 31 erindreka úr bandaríska sendiráðinu í Moskvu og fjórum sem starfa í ræðismannaskrifstofunni í Pétursborg yrði vísað úr landi. Bandaríkjastjórn ákvað í gær að vísa 35 erindrekum rússneskra stjórnvalda úr landi vegna meintra tölvuárása Rússa í Bandaríkjunum. Leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa sakað rússnesk yfirvöld um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar í landi með tölvuárásum og þeir hafi hjálpað Donald Trump að bera sigur úr býtum. Rússlandsstjórn hefur hafnað ásökunum Bandaríkjastjórnar og segja þær ekki eiga við rök að styðjast. Auk þess að reka erindrekana úr landi hefur verið tilkynnt um viðskiptaþvinganir gegn rússnesku leyniþjónustunum GRU og FSB og lokun tveggja bygginga í New York og Maryland sem sagðar eru starfstöðvar rússnesku leyniþjónustunnar. Obama segir aðgerðir ríkisstjórnar sinnar vera nauðsynlegar og að allir Bandaríkjamenn ættu að hafa áhyggjur af framferði Rússlands. Þá segir hann erindreka Bandaríkjanna í Rússlandi hafa orðið fyrir óásættanlega miklu áreiti í Rússlandi síðasta árið.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Barack Obama hefur tilkynnt refsiaðgerðir vegna tölvuárása Rússa. 29. desember 2016 20:05 Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Talsmaður Putin segir refsingar Bandaríkjanna gegn Rússlandi vera óréttlátar og ólöglegar. 29. desember 2016 21:45 Rússar svara Bandaríkjamönnum í sömu mynt Rússnesk stjórnvöld hafa ákveðið að reka 35 erindreka bandarískra stjórnvalda úr landi. 30. desember 2016 10:28 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Barack Obama hefur tilkynnt refsiaðgerðir vegna tölvuárása Rússa. 29. desember 2016 20:05
Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Talsmaður Putin segir refsingar Bandaríkjanna gegn Rússlandi vera óréttlátar og ólöglegar. 29. desember 2016 21:45
Rússar svara Bandaríkjamönnum í sömu mynt Rússnesk stjórnvöld hafa ákveðið að reka 35 erindreka bandarískra stjórnvalda úr landi. 30. desember 2016 10:28