Tate heldur að Ronda vilji ekki berjast Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. desember 2016 23:15 Ronda er hér að lúskra á Tate í bardaga fyrir þrem árum síðan. vísir/getty Fáir þekkja Rondu Rousey betur en Miesha Tate en þær hafa langa sögu í MMA. Þær mættust fyrst hjá Strikeforce-bardagasambandinu og þjálfuðu svo gegn hvor annarri í The Ultimate Fighter. Þær börðust svo einnig í UFC. Tate þekkir hina reiðu og grimmu Rousey en hún er ekki viss um að sama bardagakonan sé að fara að mæta Amöndu Nunes í nótt. „Ég held að ef hún vilji í alvöru vera áfram í bardagaíþróttum þá hefði hún komið fyrr til baka eftir tapið gegn Holly Holm. Fólk sem er ósátt við að tapa vill oftast komast sem fyrst aftur inn í búrið og sanna sig upp á nýtt,“ sagði Tate sem ákvað að hætta seint á árinu. „Að hún hafi tekið sér rúmlega ársfrí segir okkur að hún vill sinna öðrum hlutum. Ég held að hún vilji í raun ekki berjast lengur en sé að gera UFC greiða með þessum bardaga.“ Ronda hefur nánast ekki gefið nein viðtöl í aðdraganda bardagans og hefur fengið nokkra sérmeðferð hjá UFC. „Það fær mann til þess að hugsa hvar hausinn á henni sé. Er hún svona einbeitt eða er hún í vandræðum? Á hún erfitt með að standa undir öllum þessum væntingum. Hefur hún í raun yfir höfuð áhuga á að vera þarna? Hvað er að gerast í hausnum á henni?“ Við fáum svör við flestum þessum spurningum í nótt er Ronda berst við Nunes í beinni á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Nunes létti sig í ferðagufubaði | Lokaupphitunarþættirnir Konan sem ætlar að rota Rondu Rousey í nótt, Amanda Nunes, virðist hafa verslað við Ólaf Ragnar í Dagvaktinni áður en hún hélt til Las Vegas. 30. desember 2016 13:00 Ronda er mætt til Vegas Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 207 er Ronda Rousey mætt til Las Vegas, tilbúin fyrir bardagann gegn Amöndu Nunes. 28. desember 2016 11:30 Drottningin snýr aftur Ronda Rousey var skærasta stjarna MMA heimsins, hæst launaðasti íþróttamaðurinn í UFC og á toppi tilverunnar. Fyrir 13 mánuðum síðan breyttist þetta allt saman á einu kvöldi þegar Holly Holm rotaði hana með hásparki eftir að hafa haft gífurlega yfirburði í bardaganum. Rothöggið fór ekki fram hjá neinum en fram að því hafði Ronda litið út fyrir að vera því sem næst ósigrandi. 30. desember 2016 08:30 Ronda náði vigt og rauk svo út Vigtun fyrir UFC 207 fór fram í Las Vegas í kvöld. 29. desember 2016 23:30 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira
Fáir þekkja Rondu Rousey betur en Miesha Tate en þær hafa langa sögu í MMA. Þær mættust fyrst hjá Strikeforce-bardagasambandinu og þjálfuðu svo gegn hvor annarri í The Ultimate Fighter. Þær börðust svo einnig í UFC. Tate þekkir hina reiðu og grimmu Rousey en hún er ekki viss um að sama bardagakonan sé að fara að mæta Amöndu Nunes í nótt. „Ég held að ef hún vilji í alvöru vera áfram í bardagaíþróttum þá hefði hún komið fyrr til baka eftir tapið gegn Holly Holm. Fólk sem er ósátt við að tapa vill oftast komast sem fyrst aftur inn í búrið og sanna sig upp á nýtt,“ sagði Tate sem ákvað að hætta seint á árinu. „Að hún hafi tekið sér rúmlega ársfrí segir okkur að hún vill sinna öðrum hlutum. Ég held að hún vilji í raun ekki berjast lengur en sé að gera UFC greiða með þessum bardaga.“ Ronda hefur nánast ekki gefið nein viðtöl í aðdraganda bardagans og hefur fengið nokkra sérmeðferð hjá UFC. „Það fær mann til þess að hugsa hvar hausinn á henni sé. Er hún svona einbeitt eða er hún í vandræðum? Á hún erfitt með að standa undir öllum þessum væntingum. Hefur hún í raun yfir höfuð áhuga á að vera þarna? Hvað er að gerast í hausnum á henni?“ Við fáum svör við flestum þessum spurningum í nótt er Ronda berst við Nunes í beinni á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Nunes létti sig í ferðagufubaði | Lokaupphitunarþættirnir Konan sem ætlar að rota Rondu Rousey í nótt, Amanda Nunes, virðist hafa verslað við Ólaf Ragnar í Dagvaktinni áður en hún hélt til Las Vegas. 30. desember 2016 13:00 Ronda er mætt til Vegas Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 207 er Ronda Rousey mætt til Las Vegas, tilbúin fyrir bardagann gegn Amöndu Nunes. 28. desember 2016 11:30 Drottningin snýr aftur Ronda Rousey var skærasta stjarna MMA heimsins, hæst launaðasti íþróttamaðurinn í UFC og á toppi tilverunnar. Fyrir 13 mánuðum síðan breyttist þetta allt saman á einu kvöldi þegar Holly Holm rotaði hana með hásparki eftir að hafa haft gífurlega yfirburði í bardaganum. Rothöggið fór ekki fram hjá neinum en fram að því hafði Ronda litið út fyrir að vera því sem næst ósigrandi. 30. desember 2016 08:30 Ronda náði vigt og rauk svo út Vigtun fyrir UFC 207 fór fram í Las Vegas í kvöld. 29. desember 2016 23:30 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira
Nunes létti sig í ferðagufubaði | Lokaupphitunarþættirnir Konan sem ætlar að rota Rondu Rousey í nótt, Amanda Nunes, virðist hafa verslað við Ólaf Ragnar í Dagvaktinni áður en hún hélt til Las Vegas. 30. desember 2016 13:00
Ronda er mætt til Vegas Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 207 er Ronda Rousey mætt til Las Vegas, tilbúin fyrir bardagann gegn Amöndu Nunes. 28. desember 2016 11:30
Drottningin snýr aftur Ronda Rousey var skærasta stjarna MMA heimsins, hæst launaðasti íþróttamaðurinn í UFC og á toppi tilverunnar. Fyrir 13 mánuðum síðan breyttist þetta allt saman á einu kvöldi þegar Holly Holm rotaði hana með hásparki eftir að hafa haft gífurlega yfirburði í bardaganum. Rothöggið fór ekki fram hjá neinum en fram að því hafði Ronda litið út fyrir að vera því sem næst ósigrandi. 30. desember 2016 08:30
Ronda náði vigt og rauk svo út Vigtun fyrir UFC 207 fór fram í Las Vegas í kvöld. 29. desember 2016 23:30