Spá 30 prósent tekjutapi vegna banns við stóru sprengjunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. desember 2016 07:00 Margar stórar skottertur og flugeldar munu hverfa af markaðnum eftir þessi áramót. Ástæðan er breytt reglugerð vegna Evróputilskipunar. vísir/vilhelm Áætlað er að um þrjátíu prósent af flugeldaframboði sem björgunarsveitir bjóða núna til sölu verði ekki til sölu á næsta ári. Um 30 prósent af tekjunum hverfa með þessum vörum. Ástæðan er breyting á reglugerð um flugelda sem tekur gildi 15. janúar næstkomandi. Breytingin, sem er gerð í samræmi við Evróputilskipun, felur í sér að allir skoteldar þurfi að vera CE-vottaðir og fylgja þurfi tilteknum stöðlum sem þýðir að púðurmagn í þeim skoteldum sem heimilt er að selja minnkar. Jón Ingi Sigvaldason, sölu- og markaðsstjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, segir að á næsta ári verði brugðist við þessum aðstæðum með breyttu vöruúrvali.Jón Ingi SigvaldasonJón Ingi segir ágæta stemningu fyrir flugeldasölunni þetta árið. „Þetta byrjar náttúrlega alltaf rólega, en fólk virðist vera spenntara en oft áður. Sérstaklega er maður að finna það úti á landi, viðskiptavinir eru argir yfir því að þetta er að fara og þeir eru að tryggja sér sínar bombur,“ segir hann. Veðurguðirnir ættu að verða skotglöðum Íslendingum hliðhollir á gamlárskvöld. Búist er við að á laugardag verði minnkandi norðanátt og snjókoma. Sums staðar él við norðausturströndina en annars léttskýjað. „Þannig að það er útlit fyrir fínasta veður,“ segir Elín Björg Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Jón Ingi segir Landsbjörg ekki gera áætlanir um sölutekjur fyrir hver áramót. „Við komum ekkert nálægt sölunni sjálfri. Það eina sem ég kem nálægt sölunni sjálfri er að ég geri auglýsingaplan og auglýsi og afhendi sveitunum vörurnar. En sveitirnar eru með söluna á sínum snærum. Ég er bara í innkaupum,“ segir Jón Ingi, sem segist jafnframt ekki fá upplýsingar frá sveitunum sjálfum. „Nema einni og einni sem hringir og lætur mann vita,“ segir hann. Hann segir alla fjáröflun björgunarsveitanna vera þannig að hún skili sér beint til sveitanna sjálfra. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Áætlað er að um þrjátíu prósent af flugeldaframboði sem björgunarsveitir bjóða núna til sölu verði ekki til sölu á næsta ári. Um 30 prósent af tekjunum hverfa með þessum vörum. Ástæðan er breyting á reglugerð um flugelda sem tekur gildi 15. janúar næstkomandi. Breytingin, sem er gerð í samræmi við Evróputilskipun, felur í sér að allir skoteldar þurfi að vera CE-vottaðir og fylgja þurfi tilteknum stöðlum sem þýðir að púðurmagn í þeim skoteldum sem heimilt er að selja minnkar. Jón Ingi Sigvaldason, sölu- og markaðsstjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, segir að á næsta ári verði brugðist við þessum aðstæðum með breyttu vöruúrvali.Jón Ingi SigvaldasonJón Ingi segir ágæta stemningu fyrir flugeldasölunni þetta árið. „Þetta byrjar náttúrlega alltaf rólega, en fólk virðist vera spenntara en oft áður. Sérstaklega er maður að finna það úti á landi, viðskiptavinir eru argir yfir því að þetta er að fara og þeir eru að tryggja sér sínar bombur,“ segir hann. Veðurguðirnir ættu að verða skotglöðum Íslendingum hliðhollir á gamlárskvöld. Búist er við að á laugardag verði minnkandi norðanátt og snjókoma. Sums staðar él við norðausturströndina en annars léttskýjað. „Þannig að það er útlit fyrir fínasta veður,“ segir Elín Björg Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Jón Ingi segir Landsbjörg ekki gera áætlanir um sölutekjur fyrir hver áramót. „Við komum ekkert nálægt sölunni sjálfri. Það eina sem ég kem nálægt sölunni sjálfri er að ég geri auglýsingaplan og auglýsi og afhendi sveitunum vörurnar. En sveitirnar eru með söluna á sínum snærum. Ég er bara í innkaupum,“ segir Jón Ingi, sem segist jafnframt ekki fá upplýsingar frá sveitunum sjálfum. „Nema einni og einni sem hringir og lætur mann vita,“ segir hann. Hann segir alla fjáröflun björgunarsveitanna vera þannig að hún skili sér beint til sveitanna sjálfra. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira