Jóhannes Þór harðorður: Ítrekaðar lygar og blekkingar fjölmiðlamanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2016 15:21 Jóhannes Þór og Sigmundur Davíð á fundi þeirra félaga á Akureyri á dögunum. Vísir/Friðrik Þór Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, er harðorður í garð íslenskra og sænskra fjölmiðlamanna í ítarlegum pistli sem hann skrifar á heimasíðu sinni í dag. „ Á laugardaginn birtist enn ein yfirlýsingin frá Reykjavík Media, Kastljósi og fleirum þar sem undirritaðir stilla sjálfum sér upp með geislabaug og vængi og öðrum sem lygurum,“ segir Jóhannes Þór í upphafsorðum pistilsins. Hann segist hingað til ekki hafa viljað tjá sig um málið opinberlega en telji rétt að fara yfir samskipti sín við fjölmiðlafólk. Tilefnið er umfjöllun Kastljóss og sænska ríkissjónvarpsins í vor um Panamaskjölin þar sem viðtal við Sigmund Davíð vakti heimsathygli. Segja má að hann hafi verið fulltrúi stjórnmálaleiðtoga í hinum vestræna heimi sem voru sakaðir um óheiðarleika, tengsl við skattaskjól í formi eignarhlutar í félaginu Wintris. Wintris var kröfuhafi í bú föllnu íslensku bönkunum og í eigu eiginkonu Sigmundar Davíðs, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Sigmundur Davíð seldi Önnu Sigurlaugu hlut sinn í Wintris á eina krónu skömmu áður en ný skattalög tóku gildi. Jóhannes Þór er afar ósáttur við framkomu fjölmiðlamanna í aðdraganda umrædds viðtals þegar segja má að Sigmundur Davíð hafi staðið á gati þegar spurningar fóru að snúast um Wintris. Gekk hann úr viðtalinu áður en yfir lauk.Ósáttur við „lygar“ Jóhannes Þór nefnir lygar sem hann telur fjölmiðlamennina hafa beitt. Til að byrja með hafi Jóhannes Kr. Kristjánsson, hjá Reykjavík Media, óskað eftir viðtalinu og kynnt sig sem milligönguaðila og það hafi Svíarnir staðfest. Jóhannes segir það lygi en síðar hefur komið í ljós að Jóhannes Kr. var í aðalhlutverki við umfjöllunina. Þá hafi Svíarnir sent lista yfir hluti sem ræða átti í viðtalinu. Allt í þeim samskiptum hafi líka verið lygi. Er Jóhannes Þór þar ósáttur við að eftir að nokkuð var liðið af viðtalinu, þar sem spurt var um húsnæðismarkaðinn á Íslandi og Icesave, fóru spurningarnar að snúa að Wintris. Á þeim tímapunkti tók Jóhannes Kr. við af sænskum kollega sínum og fór að spyrja spurninga. Sagðist vera skrifta „Það er skemmst frá því að segja að í tæpar tvær vikur var allt sem kom fram í símtölum, tölvupóstum og persónulegum samtölum við mig af hálfu þessara manna lygi. Allt fram til þess að rétt í þann mund sem viðtalið var að hefjast sagði Jóhannes Kristjánsson við mig að fyrra bragði að það „væri ný reynsla fyrir sig að vera bara skrifta“ í svona viðtali,“ segir Jóhannes Þór. Óheiðarleikinn hafi haldið áfram eftir að viðtalinu lauk. Jóhannes Þór hafi beðið um skýringar á framkomu fjölmiðlamannanna en litlar fengið. Hann hafi skýrt óskað eftir því að hætt yrði að mynda samtal hans við fjölmiðlamennina enda hefði hann ekki samþykkt að vera í mynd eða viðtali. „Eftir að Bergman samþykkti það sá ég að myndatökumaður þeirra hélt áfram að mynda og ég þurfti að krefjast þess sérstaklega til að hann hætti loks, mjög fýldur á svip, eins og ég hefði tekið af honum sleikjó. Í þessu samtali komst ég að því fyrir tilviljun að nota ætti myndefnið í fleiri miðlum, og augljóst var að ekki hafði staðið til að segja mér frá því, enda handritið allt byggt á lygum og blekkingum.“ Ekkert mark tekið á fullyrðingum KPMG Jóhannes Þór segist í framhaldinu hafa hringt í ritstjóra þáttarins, Nils Hanson, og lýst yfir óánægju sinni með „óheiðarleg vinnubrögð SVT“. „Ég var enda reiður og lái mér hver sem vill. Eða er einhver sem tæki því bara vel að láta ljúga markvisst upp í opið geðið á sér í símtölum, tölvupósti og persónulegum samtölum í tæpar tvær vikur? Það er alveg rétt sem Hanson segir við Ríkisútvarpið að ég hafi sagt honum að ég hafi aldrei upplifað önnur eins vinnubrögð. Ég hef á síðustu átta árum farið sjálfur í og skipulagt fyrir aðra mörg hundruð viðtöl við íslenska og erlenda fjölmiðla, frá þeim smæstu hér heima til hinna stærstu á alþjóðavísu. Meirihluti þeirra samskipta hefur verið einkar ánægjulegur og faglegur þó að stundum hafi verið læst hornum um hitt og þetta eins og eðlilegt er.“ Jóhannes Þór segist aldrei hafa kynnst viðlíka óheiðarleika, virðingarleysi og lygum af hálfu fjölmiðla gagnvart viðmælendum. Þá segir hann ekki hafa verið tekið mark á þeim svörum og skýringum sem reynt var að afla. Hið sama gildi um fullyrðingar frá endurskoðendafyrirtækinu KPMG og fyrrverandi starfsmanns Landsbankans í Lúxemborg sem hafi verið forsætisráðherranum fyrrverandi hliðhollar, og staðfest frásögn hans. Reykjavík Media, Kastljós, starfsmenn RÚV og sænska ríkissjónvarpsins neituðu um helgina að hafa fengið ítarlegar upplýsingar um Wintris í aðdraganda umfjöllunar Uppdrag Granskning og Kastljóss. Lykilspurningum hafi ekki verið svarað. Sendu þau frá sér yfirlýsingu eftir viðtal Morgunblaðsins um helgina við Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs. Þar fullyrti hún að viðtalið við Sigmund Davíð hefði aðeins snúist um að fella forsætisráðherrann. Pistil Jóhannesar Þórs í heild má lesa á heimasíðu hans. Tengdar fréttir Hann látti mig gera það Það var ekki Jóhannes Kr. Kristjánsson sem felldi Sigmund Davíð heldur Sigmundur sjálfur. 29. ágúst 2016 07:00 Segja fullyrðingar Önnu Sigurlaugar um ítarupplýsingar ósannar Fréttafólkinu hafi borist svör sem öll áttu það sameiginlegt að svara ekki þeim hlutum sem spurt var um. 27. ágúst 2016 14:57 Anna Sigurlaug: „Þetta snerist bara um að fella forsætisráðherrann“ Í Morgunblaði dagsins í dag má finna viðtal við Önnu Sigurlaugu en stærstur hluti þess fjallar um málefni félags hennar, Wintris, og þá atburði sem leiddu til þess að eiginmaður hennar og formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hrökklaðist úr stóli forsætisráðherra. 27. ágúst 2016 10:14 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, er harðorður í garð íslenskra og sænskra fjölmiðlamanna í ítarlegum pistli sem hann skrifar á heimasíðu sinni í dag. „ Á laugardaginn birtist enn ein yfirlýsingin frá Reykjavík Media, Kastljósi og fleirum þar sem undirritaðir stilla sjálfum sér upp með geislabaug og vængi og öðrum sem lygurum,“ segir Jóhannes Þór í upphafsorðum pistilsins. Hann segist hingað til ekki hafa viljað tjá sig um málið opinberlega en telji rétt að fara yfir samskipti sín við fjölmiðlafólk. Tilefnið er umfjöllun Kastljóss og sænska ríkissjónvarpsins í vor um Panamaskjölin þar sem viðtal við Sigmund Davíð vakti heimsathygli. Segja má að hann hafi verið fulltrúi stjórnmálaleiðtoga í hinum vestræna heimi sem voru sakaðir um óheiðarleika, tengsl við skattaskjól í formi eignarhlutar í félaginu Wintris. Wintris var kröfuhafi í bú föllnu íslensku bönkunum og í eigu eiginkonu Sigmundar Davíðs, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Sigmundur Davíð seldi Önnu Sigurlaugu hlut sinn í Wintris á eina krónu skömmu áður en ný skattalög tóku gildi. Jóhannes Þór er afar ósáttur við framkomu fjölmiðlamanna í aðdraganda umrædds viðtals þegar segja má að Sigmundur Davíð hafi staðið á gati þegar spurningar fóru að snúast um Wintris. Gekk hann úr viðtalinu áður en yfir lauk.Ósáttur við „lygar“ Jóhannes Þór nefnir lygar sem hann telur fjölmiðlamennina hafa beitt. Til að byrja með hafi Jóhannes Kr. Kristjánsson, hjá Reykjavík Media, óskað eftir viðtalinu og kynnt sig sem milligönguaðila og það hafi Svíarnir staðfest. Jóhannes segir það lygi en síðar hefur komið í ljós að Jóhannes Kr. var í aðalhlutverki við umfjöllunina. Þá hafi Svíarnir sent lista yfir hluti sem ræða átti í viðtalinu. Allt í þeim samskiptum hafi líka verið lygi. Er Jóhannes Þór þar ósáttur við að eftir að nokkuð var liðið af viðtalinu, þar sem spurt var um húsnæðismarkaðinn á Íslandi og Icesave, fóru spurningarnar að snúa að Wintris. Á þeim tímapunkti tók Jóhannes Kr. við af sænskum kollega sínum og fór að spyrja spurninga. Sagðist vera skrifta „Það er skemmst frá því að segja að í tæpar tvær vikur var allt sem kom fram í símtölum, tölvupóstum og persónulegum samtölum við mig af hálfu þessara manna lygi. Allt fram til þess að rétt í þann mund sem viðtalið var að hefjast sagði Jóhannes Kristjánsson við mig að fyrra bragði að það „væri ný reynsla fyrir sig að vera bara skrifta“ í svona viðtali,“ segir Jóhannes Þór. Óheiðarleikinn hafi haldið áfram eftir að viðtalinu lauk. Jóhannes Þór hafi beðið um skýringar á framkomu fjölmiðlamannanna en litlar fengið. Hann hafi skýrt óskað eftir því að hætt yrði að mynda samtal hans við fjölmiðlamennina enda hefði hann ekki samþykkt að vera í mynd eða viðtali. „Eftir að Bergman samþykkti það sá ég að myndatökumaður þeirra hélt áfram að mynda og ég þurfti að krefjast þess sérstaklega til að hann hætti loks, mjög fýldur á svip, eins og ég hefði tekið af honum sleikjó. Í þessu samtali komst ég að því fyrir tilviljun að nota ætti myndefnið í fleiri miðlum, og augljóst var að ekki hafði staðið til að segja mér frá því, enda handritið allt byggt á lygum og blekkingum.“ Ekkert mark tekið á fullyrðingum KPMG Jóhannes Þór segist í framhaldinu hafa hringt í ritstjóra þáttarins, Nils Hanson, og lýst yfir óánægju sinni með „óheiðarleg vinnubrögð SVT“. „Ég var enda reiður og lái mér hver sem vill. Eða er einhver sem tæki því bara vel að láta ljúga markvisst upp í opið geðið á sér í símtölum, tölvupósti og persónulegum samtölum í tæpar tvær vikur? Það er alveg rétt sem Hanson segir við Ríkisútvarpið að ég hafi sagt honum að ég hafi aldrei upplifað önnur eins vinnubrögð. Ég hef á síðustu átta árum farið sjálfur í og skipulagt fyrir aðra mörg hundruð viðtöl við íslenska og erlenda fjölmiðla, frá þeim smæstu hér heima til hinna stærstu á alþjóðavísu. Meirihluti þeirra samskipta hefur verið einkar ánægjulegur og faglegur þó að stundum hafi verið læst hornum um hitt og þetta eins og eðlilegt er.“ Jóhannes Þór segist aldrei hafa kynnst viðlíka óheiðarleika, virðingarleysi og lygum af hálfu fjölmiðla gagnvart viðmælendum. Þá segir hann ekki hafa verið tekið mark á þeim svörum og skýringum sem reynt var að afla. Hið sama gildi um fullyrðingar frá endurskoðendafyrirtækinu KPMG og fyrrverandi starfsmanns Landsbankans í Lúxemborg sem hafi verið forsætisráðherranum fyrrverandi hliðhollar, og staðfest frásögn hans. Reykjavík Media, Kastljós, starfsmenn RÚV og sænska ríkissjónvarpsins neituðu um helgina að hafa fengið ítarlegar upplýsingar um Wintris í aðdraganda umfjöllunar Uppdrag Granskning og Kastljóss. Lykilspurningum hafi ekki verið svarað. Sendu þau frá sér yfirlýsingu eftir viðtal Morgunblaðsins um helgina við Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs. Þar fullyrti hún að viðtalið við Sigmund Davíð hefði aðeins snúist um að fella forsætisráðherrann. Pistil Jóhannesar Þórs í heild má lesa á heimasíðu hans.
Tengdar fréttir Hann látti mig gera það Það var ekki Jóhannes Kr. Kristjánsson sem felldi Sigmund Davíð heldur Sigmundur sjálfur. 29. ágúst 2016 07:00 Segja fullyrðingar Önnu Sigurlaugar um ítarupplýsingar ósannar Fréttafólkinu hafi borist svör sem öll áttu það sameiginlegt að svara ekki þeim hlutum sem spurt var um. 27. ágúst 2016 14:57 Anna Sigurlaug: „Þetta snerist bara um að fella forsætisráðherrann“ Í Morgunblaði dagsins í dag má finna viðtal við Önnu Sigurlaugu en stærstur hluti þess fjallar um málefni félags hennar, Wintris, og þá atburði sem leiddu til þess að eiginmaður hennar og formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hrökklaðist úr stóli forsætisráðherra. 27. ágúst 2016 10:14 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Sjá meira
Hann látti mig gera það Það var ekki Jóhannes Kr. Kristjánsson sem felldi Sigmund Davíð heldur Sigmundur sjálfur. 29. ágúst 2016 07:00
Segja fullyrðingar Önnu Sigurlaugar um ítarupplýsingar ósannar Fréttafólkinu hafi borist svör sem öll áttu það sameiginlegt að svara ekki þeim hlutum sem spurt var um. 27. ágúst 2016 14:57
Anna Sigurlaug: „Þetta snerist bara um að fella forsætisráðherrann“ Í Morgunblaði dagsins í dag má finna viðtal við Önnu Sigurlaugu en stærstur hluti þess fjallar um málefni félags hennar, Wintris, og þá atburði sem leiddu til þess að eiginmaður hennar og formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hrökklaðist úr stóli forsætisráðherra. 27. ágúst 2016 10:14