Katla minnir á sig með öflugri jarðskjálftahrinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2016 07:35 Tæp hundrað ár eru frá því að Katla gaus síðast en öflug jarðskjálftahrina var í öskjunni í nótt. vísir/vilhelm Öflug jarðskjálftahrina hófst norðarlega í Kötluöskjunni klukkan 01.41 í nótt. Tveir skjálftar mældust yfir fjórum stigum og var sá fyrri 4,5 stig klukkan 01:47:02 og tuttugu sekúndum síðar mælidst annar skjálfti upp á 4,6 stig. Fáeinir skjálftar voru um þrjú stig en á annan tug skjálfta hafa mælst í kjölfarið. Gunnar B. Guðmundsson jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands segir þetta með stærri skjálftum sem orðið hafa í Kötluöskjunni en vill ekki fullyrða um hvort að stærsti skjálftinn sem mældist í nótt sé sá stærsti sem mælst hafi í öskjunni. „Þetta eru vissulega með stærri skjálftum sem orðið hafa í öskjunni og þetta var snörp hrina en síðan hefur dregið alveg úr þessu. Þessu fylgir ekki neinn eldgosaórói eða hlaupórói en við fylgjumst áfram með. Það má segja að Katla sé svona aðeins að minna á sig,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Stærstu skjálftarnir sem urðu í nótt fundust í skálanum í Langadal en um klukkutíma áður en þessi skjálftahrina hófst urðu nokkrir skjálftar sunnar í öskjunni. Katla er eitt virkasta eldfjall á Íslandi auk þess sem hún er ein af stærstu megineldstöðvum landsins. Í umfjöllun um Kötlu á Vísindavefnum kemur fram að talið sé að Katla hafi gosið að minnsta kosti tuttugu sinnum síðan Ísland byggðist en síðasta stóra Kötlugos var árið 1918. Það eru því komin 98 ár síðan eldstöðin gaus síðast en segja má að tími sé kominn á annað Kötlugos sé miðað við þann tíma sem vanalega hefur liðið á milli gosa, það er allt frá þrettán árum upp í áttatíu ár. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Öflug jarðskjálftahrina hófst norðarlega í Kötluöskjunni klukkan 01.41 í nótt. Tveir skjálftar mældust yfir fjórum stigum og var sá fyrri 4,5 stig klukkan 01:47:02 og tuttugu sekúndum síðar mælidst annar skjálfti upp á 4,6 stig. Fáeinir skjálftar voru um þrjú stig en á annan tug skjálfta hafa mælst í kjölfarið. Gunnar B. Guðmundsson jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands segir þetta með stærri skjálftum sem orðið hafa í Kötluöskjunni en vill ekki fullyrða um hvort að stærsti skjálftinn sem mældist í nótt sé sá stærsti sem mælst hafi í öskjunni. „Þetta eru vissulega með stærri skjálftum sem orðið hafa í öskjunni og þetta var snörp hrina en síðan hefur dregið alveg úr þessu. Þessu fylgir ekki neinn eldgosaórói eða hlaupórói en við fylgjumst áfram með. Það má segja að Katla sé svona aðeins að minna á sig,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Stærstu skjálftarnir sem urðu í nótt fundust í skálanum í Langadal en um klukkutíma áður en þessi skjálftahrina hófst urðu nokkrir skjálftar sunnar í öskjunni. Katla er eitt virkasta eldfjall á Íslandi auk þess sem hún er ein af stærstu megineldstöðvum landsins. Í umfjöllun um Kötlu á Vísindavefnum kemur fram að talið sé að Katla hafi gosið að minnsta kosti tuttugu sinnum síðan Ísland byggðist en síðasta stóra Kötlugos var árið 1918. Það eru því komin 98 ár síðan eldstöðin gaus síðast en segja má að tími sé kominn á annað Kötlugos sé miðað við þann tíma sem vanalega hefur liðið á milli gosa, það er allt frá þrettán árum upp í áttatíu ár.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira