Vígdis segir „bjórdílera“ dæmi um hvernig það sem er bannað fari undir yfirborðið Birgir Olgeirsson skrifar 19. janúar 2016 13:44 „Ég er orðin pínu leið á þessu því þetta í svo miklu málþófi,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, um áfengisfrumvarpið í Brennslunni á FM957 í morgun. Vigdís sagði að búið væri að verja allt of miklu tíma í þetta mál og það væri kominn tími á að leggja það fyrir þingið og fá niðurstöðu.Hægt er að hlusta á spjallið í spilaranum hér fyrir ofan. „Við erum kosin þannig á þing, það er fulltrúalýðræði hérna og þá verðum við að sjá hvernig atkvæði liggja í stað að halda þinginu viku eftir viku eftir viku uppteknu af því að ræða þetta og við komum ekki þjóðþrifamálum á dagskrá,“ sagði Vigdís. Hún sagði ekki hafa gefið út hvort hún muni greiða með eða á móti frumvarpinu en sagðist skilja bæði sjónarmið, það er þeirra sem vilja vín í matvöruverslanir og þeirra sem vilja það ekki.Möguleiki á millileið „Ég held að það sé millileið þarna, ég tel að það sé hægt að taka þetta úr ríkisrekstri. Ríkið á ekki að standa í svona ríkisrekstri, koma þessu frekar í hendur einkaaðila en hafa þetta samt í sérvöruverslun, til að losa ríkið undan þessum rekstri,“ sagði Vigdís. Hún sagði áfengisgjaldið skila ríkinu tekjum en rekstur ÁTVR sé hins vegar oftast í kringum núllið. „Það er augljóst að það mætti bæta reksturinn. ÁTVR er ekki að skila arði til ríkisins, þá er þetta kannski betur komið í höndum einkaaðila,“ sagði Vigdís. „Gamli góði dílerinn var mættur í hús“ Annar af þáttastjórnendum Brennslunnar, Hjörvar Hafliðason, sagði sögu af því hver ein af birtingarmyndum þessa fyrirkomulags á áfengissölu hér á landi getur verið. Nágranni hans hafði bankað upp á á sunnudegi og spurt hvort hann ætti nokkuð bjór fyrir hann. Hjörvar svaraði neitandi en þá sagði nágranninn það vera í góðu lagi, hann gæti reddað þessu. Skömmu síðar tekur Hjörvar eftir bíl sem er ekið inn á bílaplanið. Það reyndist vera maður sem selur bjór til þeirra sem bráðvantar utan opnunartíma ÁTVR. „Hann var að versla sér bjór á Íslandi og gamli góði dílerinn var mættur hús,“ sagði Hjörvar sem lýsti „dílernum“ sem vinalegum náunga sem var með heimsendingu á bjór og gekk með hann upp nokkrar hæðir, alveg upp að dyrum nágrannans. Vigdís sagði þetta dæmi um að ef eitthvað er bannað, þá fer það undir yfirborðið.Þau voru þó öll, það er að segja Vigdís, Hjörvar og Kjartan Atli Kjartansson, að þau hefðu skilning á sjónarmiðum þeirra sem óttast afleiðingarnar ef sala á bjór verður leyfð í matvöruverslunum en töldu þó ákveðna millileið færa, það er að færa áfengissöluna úr ríkisrekstri í einkareknar sérvöruverslanir. Tengdar fréttir Forstjóri Haga segir fyrirtækið koma hvergi nærri áfengisfrumvarpinu "Sú aðdróttun sem kom fram í umræddum útvarpsþætti er ómakleg og ósönn,“ segir forstjórinn um ummæli Kára Stefánssonar í Sprengisandi. 17. janúar 2016 14:04 Átök á Sprengisandi: Kári Stefánsson sagði kollega Vilhjálms hafa haldið því fram að Hagar hefðu samið áfengisfrumvarpið Vilhjálmur sagðist hafa meiri trú á því að viðkomandi þingmaður hefði verið úr Framsóknarflokknum. 17. janúar 2016 11:58 Hræðsluáróður afturhaldssamra eða alltof mikill fórnarkostnaður? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Kári Stefánsson tókust á um hvort leyfa skuli sölu á áfengi í matvöruverslunum. 19. janúar 2016 11:23 Ótækt að heilindi Vilhjálms skuli dregin í efa af starfsbróður hans Formaður Heimdallar telur rétt að þingmaðurinn sem virðist svo efins um ágæti áfengisfrumvarpsins stígi fram svo hægt sé að heyra hans sjónarmið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 18. janúar 2016 07:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
„Ég er orðin pínu leið á þessu því þetta í svo miklu málþófi,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, um áfengisfrumvarpið í Brennslunni á FM957 í morgun. Vigdís sagði að búið væri að verja allt of miklu tíma í þetta mál og það væri kominn tími á að leggja það fyrir þingið og fá niðurstöðu.Hægt er að hlusta á spjallið í spilaranum hér fyrir ofan. „Við erum kosin þannig á þing, það er fulltrúalýðræði hérna og þá verðum við að sjá hvernig atkvæði liggja í stað að halda þinginu viku eftir viku eftir viku uppteknu af því að ræða þetta og við komum ekki þjóðþrifamálum á dagskrá,“ sagði Vigdís. Hún sagði ekki hafa gefið út hvort hún muni greiða með eða á móti frumvarpinu en sagðist skilja bæði sjónarmið, það er þeirra sem vilja vín í matvöruverslanir og þeirra sem vilja það ekki.Möguleiki á millileið „Ég held að það sé millileið þarna, ég tel að það sé hægt að taka þetta úr ríkisrekstri. Ríkið á ekki að standa í svona ríkisrekstri, koma þessu frekar í hendur einkaaðila en hafa þetta samt í sérvöruverslun, til að losa ríkið undan þessum rekstri,“ sagði Vigdís. Hún sagði áfengisgjaldið skila ríkinu tekjum en rekstur ÁTVR sé hins vegar oftast í kringum núllið. „Það er augljóst að það mætti bæta reksturinn. ÁTVR er ekki að skila arði til ríkisins, þá er þetta kannski betur komið í höndum einkaaðila,“ sagði Vigdís. „Gamli góði dílerinn var mættur í hús“ Annar af þáttastjórnendum Brennslunnar, Hjörvar Hafliðason, sagði sögu af því hver ein af birtingarmyndum þessa fyrirkomulags á áfengissölu hér á landi getur verið. Nágranni hans hafði bankað upp á á sunnudegi og spurt hvort hann ætti nokkuð bjór fyrir hann. Hjörvar svaraði neitandi en þá sagði nágranninn það vera í góðu lagi, hann gæti reddað þessu. Skömmu síðar tekur Hjörvar eftir bíl sem er ekið inn á bílaplanið. Það reyndist vera maður sem selur bjór til þeirra sem bráðvantar utan opnunartíma ÁTVR. „Hann var að versla sér bjór á Íslandi og gamli góði dílerinn var mættur hús,“ sagði Hjörvar sem lýsti „dílernum“ sem vinalegum náunga sem var með heimsendingu á bjór og gekk með hann upp nokkrar hæðir, alveg upp að dyrum nágrannans. Vigdís sagði þetta dæmi um að ef eitthvað er bannað, þá fer það undir yfirborðið.Þau voru þó öll, það er að segja Vigdís, Hjörvar og Kjartan Atli Kjartansson, að þau hefðu skilning á sjónarmiðum þeirra sem óttast afleiðingarnar ef sala á bjór verður leyfð í matvöruverslunum en töldu þó ákveðna millileið færa, það er að færa áfengissöluna úr ríkisrekstri í einkareknar sérvöruverslanir.
Tengdar fréttir Forstjóri Haga segir fyrirtækið koma hvergi nærri áfengisfrumvarpinu "Sú aðdróttun sem kom fram í umræddum útvarpsþætti er ómakleg og ósönn,“ segir forstjórinn um ummæli Kára Stefánssonar í Sprengisandi. 17. janúar 2016 14:04 Átök á Sprengisandi: Kári Stefánsson sagði kollega Vilhjálms hafa haldið því fram að Hagar hefðu samið áfengisfrumvarpið Vilhjálmur sagðist hafa meiri trú á því að viðkomandi þingmaður hefði verið úr Framsóknarflokknum. 17. janúar 2016 11:58 Hræðsluáróður afturhaldssamra eða alltof mikill fórnarkostnaður? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Kári Stefánsson tókust á um hvort leyfa skuli sölu á áfengi í matvöruverslunum. 19. janúar 2016 11:23 Ótækt að heilindi Vilhjálms skuli dregin í efa af starfsbróður hans Formaður Heimdallar telur rétt að þingmaðurinn sem virðist svo efins um ágæti áfengisfrumvarpsins stígi fram svo hægt sé að heyra hans sjónarmið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 18. janúar 2016 07:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Forstjóri Haga segir fyrirtækið koma hvergi nærri áfengisfrumvarpinu "Sú aðdróttun sem kom fram í umræddum útvarpsþætti er ómakleg og ósönn,“ segir forstjórinn um ummæli Kára Stefánssonar í Sprengisandi. 17. janúar 2016 14:04
Átök á Sprengisandi: Kári Stefánsson sagði kollega Vilhjálms hafa haldið því fram að Hagar hefðu samið áfengisfrumvarpið Vilhjálmur sagðist hafa meiri trú á því að viðkomandi þingmaður hefði verið úr Framsóknarflokknum. 17. janúar 2016 11:58
Hræðsluáróður afturhaldssamra eða alltof mikill fórnarkostnaður? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Kári Stefánsson tókust á um hvort leyfa skuli sölu á áfengi í matvöruverslunum. 19. janúar 2016 11:23
Ótækt að heilindi Vilhjálms skuli dregin í efa af starfsbróður hans Formaður Heimdallar telur rétt að þingmaðurinn sem virðist svo efins um ágæti áfengisfrumvarpsins stígi fram svo hægt sé að heyra hans sjónarmið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 18. janúar 2016 07:00