Ágreiningur um stærstu málin á vorþingi Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2016 13:14 Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir brýnustu málin á vorþingi vera að koma með lausnir fyrir ungt fólk í húsnæðismálum og tryggja að mistökin við einkavæðingu bankanna á sínum tíma endurtaki sig ekki. Ágreiningur sé um bæði þessi mál milli stjórnarflokkanna. Alþingi kemur saman klukkan hálf tvö í dag að loknu jólaleyfi. Þingfundur hefst á minningarorðum um Málmfríði Sigurðardóttur fyrrverandi þingkonu Kvennalistans sem lést fyrir skömmu. Að þeim loknum hefjast síðan óundirbúnar fyrirspurnir. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir húsnæðismálin mikilvægustu mál vorþingsins. „Við í Samfylkingunni leggjum höfuáherslu á húsnæðismálin og úrræði þar ekki hvað síst fyrir unga fólkið,“ segir Helgi. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur nú þegar lagt fram nokkur af þeim frumvörpum sem stjórnvöld hafa boðað í húsnæðismálum. „Við teljum margt jákvætt í tillögunum þó við vildum ganga lengra. En við höfum kannski meiri áhyggjur af óeiningunni í stjórnarliðinu því svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn, eða að minnsta kosti hluti hans, styðji ekki þessar nauðsynlegu aðgerðir í húsnæðismálum. Þess vegna munum við auðvitað reyna að leggja okkar að mörkum svo stjórnarflokkarnir nái að standa saman um þetta mál,“ segir Helgi. Alþingi hefur nokkur undanfarin ár endurnýjað heimild fjármálaráðherra til að selja 30 prósenta hlut í Landsbankanum og Bjarni Benediktsson hefur sagt að Bankasýsla ríkisins sé að undirbúa þá sölu. „Þar erum við aftur með deilur innan stjórnarflokkanna sem við fylgjumst spennt með. En það hefur líka breyst í því vegna þess að Íslandsbanki er nú kominn í fangið á ríkinu, Það þýðir auðvitað að menn þurfa að endurskoða þau áform sem þeir hafa haft. Við verðum auðvitað að passa mjög vel upp á allt sem gert er með bankana svo sömu mistökin endurtaki sig ekki eins og hentu Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn síðast þegar verið var að einkavæða bankana,“ segir Helgi Hjörvar. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir brýnustu málin á vorþingi vera að koma með lausnir fyrir ungt fólk í húsnæðismálum og tryggja að mistökin við einkavæðingu bankanna á sínum tíma endurtaki sig ekki. Ágreiningur sé um bæði þessi mál milli stjórnarflokkanna. Alþingi kemur saman klukkan hálf tvö í dag að loknu jólaleyfi. Þingfundur hefst á minningarorðum um Málmfríði Sigurðardóttur fyrrverandi þingkonu Kvennalistans sem lést fyrir skömmu. Að þeim loknum hefjast síðan óundirbúnar fyrirspurnir. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir húsnæðismálin mikilvægustu mál vorþingsins. „Við í Samfylkingunni leggjum höfuáherslu á húsnæðismálin og úrræði þar ekki hvað síst fyrir unga fólkið,“ segir Helgi. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur nú þegar lagt fram nokkur af þeim frumvörpum sem stjórnvöld hafa boðað í húsnæðismálum. „Við teljum margt jákvætt í tillögunum þó við vildum ganga lengra. En við höfum kannski meiri áhyggjur af óeiningunni í stjórnarliðinu því svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn, eða að minnsta kosti hluti hans, styðji ekki þessar nauðsynlegu aðgerðir í húsnæðismálum. Þess vegna munum við auðvitað reyna að leggja okkar að mörkum svo stjórnarflokkarnir nái að standa saman um þetta mál,“ segir Helgi. Alþingi hefur nokkur undanfarin ár endurnýjað heimild fjármálaráðherra til að selja 30 prósenta hlut í Landsbankanum og Bjarni Benediktsson hefur sagt að Bankasýsla ríkisins sé að undirbúa þá sölu. „Þar erum við aftur með deilur innan stjórnarflokkanna sem við fylgjumst spennt með. En það hefur líka breyst í því vegna þess að Íslandsbanki er nú kominn í fangið á ríkinu, Það þýðir auðvitað að menn þurfa að endurskoða þau áform sem þeir hafa haft. Við verðum auðvitað að passa mjög vel upp á allt sem gert er með bankana svo sömu mistökin endurtaki sig ekki eins og hentu Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn síðast þegar verið var að einkavæða bankana,“ segir Helgi Hjörvar.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira