Fótbolti

Stemning á stuðningsmannasvæðinu í Saint-Étienne | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Íslenskir og portúgalskir stuðningsmenn skemmta sér saman í Fan Zone.
Íslenskir og portúgalskir stuðningsmenn skemmta sér saman í Fan Zone. vísir/vilhelm
Íslenskir stuðningsmenn hafa látið mikið fyrir sér fara í Saint-Étienne í dag en leikur Portúgal og Íslands í F-riðli EM 2016 hefst klukkan 19.00 í kvöld og er stemningin mikil í bænum.

Stuðningsmenn beggja liða voru mættir á stuðningsmannasvæðið, hið svokallaða Fan Zone, þegar það opnaði en þar getur fólk fengið sér einn kaldan og skemmt sér fram að leiknum sjálfum.

Íslendingarnir og Portúgalarnir hafa skemmt sér mikið saman í allan dag en vinskapurinn hefur verið mikill og enginn til vandræða.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Fan Zone í dag og tók meðfylgjandi myndir.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).

vísir/vilhelm
vísir/vilhelm
vísir/vilhelm
vísir/vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×