Hvað vilja Píratar upp á dekk? Ólafur Sigurðsson skrifar 14. júní 2016 07:00 Píratar eru öðruvísi en aðrir stjórnmálaflokkar. Bent hefur verið á stefnu Pírata um upplýsingu, gagnrýna hugsun, gegnsæi í stjórnsýslunni, borgararéttindi, aukið lýðræði og eindregna afstöðu Pírata gegn hagsmunagæslu og spillingu o.fl. Ein nærtækasta leiðin til að útskýra hvernig Píratar vinna að stefnumörkun er dæmisagan um samtalið á kaffistofunni í vinnunni þegar kvartað er yfir spillingunni og græðginni og að ekkert sé hægt að gera á meðan þjóðarauðnum sé rænt frá okkur. Við ættum að vera ríkari en Norðmenn en hér er enginn Noregur! Svo höldum við áfram að vinna og ekkert gerist. Segjum nú svo að við breytum þessu. Einn verður fundarstjóri og aðeins má ræða eitt mál í einu. Ritari skrifar fundargerð en markmiðið er að komast að einfaldri niðurstöðu sem allir geta verið sammála um. Það má líka fá álit sérfræðings um málefnið. Þannig væri fundað þar til meirihluti er fyrir stefnu um málið. Þetta er að sjálfsögðu einfölduð útgáfa enda dæmisaga. Það sem Píratar gera svo eftir sína félagsfundi er að setja stefnuna loks í kosningakerfi á netinu. Þar er málið fyrst til umræðu og koma þá ýmsir með athugasemdir, hver eftir sinni þekkingu en loks fer málið í kosningu. Ef málið verður að lokum samþykkt, þá verða þingmenn flokksins að fylgja þessu eftir, því þetta er þá orðin stefna flokksins. Svona er stefnumótun Pírata í einfaldaðri útgáfu en hún kemur ætíð frá fólkinu en ekki hagsmunaaðilum. ASÍ gæti ekki gert betur ef það vildi valdefla launþegahreyfinguna. Þetta er sama aðferð og stjórnlagaráð vann eftir þegar það samdi tillögur að nýrri stjórnarskrá. Þetta eru alls ekki ný vinnubrögð en er ein lýðræðislegasta leiðin til að koma sjónarmiðum sem flestra á framfæri ásamt því að nýta þekkingu og reynslu sérfræðinga í hverjum málaflokki hverju sinni. Hér er engin hægri eða vinstri stefna, enginn kommúnismi, kapítalismi eða annar „ismi“. Hér er fólkið sjálft að koma fram með sín mál sem því finnst mikilvægust hverju sinni og hér erum við sjálf að hafa áhrif á samfélagið okkar án afskipta stjórnmálamanna eða hagsmunaaðila. Svona vilja Píratar vinna og þannig verða til fjölmargar stefnur Pírata í ýmsum málaflokkum. Sífellt er að bætast við þau atriði sem Píratar ætla að vinna að (piratar.is). Nú um stundir er nokkur umræða um breytta skattastefnu til að jafna kjörin, heilbrigðismál og afnám vísitölu á húsnæðislán, allt stórmál. Gömlu stjórnmálin hafa því miður verið misnotuð og brugðist okkur hrapallega, þess vegna er svo mikilvægt auka lýðræðislega þáttöku.Fjölmiðlaómenning Andstæðingar Pírata þreytast ekki á því að segja að við höfum enga stefnu, vitum ekkert hvað við viljum eða að við séum bara hópur unglinga sem hanga í tölvunni og borga ekki höfundarréttargjöld. Því miður eru alltaf einhverjir sem trúa svona vitleysu, þótt stöðugt sé verið að benda blaðamönnum á að skoða stefnumótun Pírata á netinu (piratar.is) en þar er mikið af upplýsingum um stefnur og markmið Pírata. Þessi rangindi eru ekki alltaf leiðrétt enda eru sumir miðlarnir í eigu hagsmunaaðila með rík tengsl við stjórnmálaflokka. Erlendar stofnanir hafa einmitt nýlega gert alvarlegar athugsemdir við stöðu fjölmiðla á Íslandi. Eftir síðustu alþingiskosningar kom út skýrsla frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE). Í henni er lýst áhyggjum af samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla sem ógnar fjölbreytni í efnisframboði. Skorað er á stjórnvöld að íhuga frekari ráðstafnir til að takmarka samþjöppun, koma í veg fyrir einokun og hagsmunaárekstra og kanna hvort hægt sé að setja reglur sem takmarki áhrif tiltekinna einstaklinga, fyrirtækja eða hópa á einn eða fleiri hluta fjölmiðlamarkaðarins (úr þingræðu Birgittu Jónsdóttir 24/5). Píratar vilja eindregið hvetja almenning og fjölmiðlafólk til að kynna sér vinnubrögð og stefnumótun Pírata til að forðast misskilning og rangfærslur um starf okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Píratar eru öðruvísi en aðrir stjórnmálaflokkar. Bent hefur verið á stefnu Pírata um upplýsingu, gagnrýna hugsun, gegnsæi í stjórnsýslunni, borgararéttindi, aukið lýðræði og eindregna afstöðu Pírata gegn hagsmunagæslu og spillingu o.fl. Ein nærtækasta leiðin til að útskýra hvernig Píratar vinna að stefnumörkun er dæmisagan um samtalið á kaffistofunni í vinnunni þegar kvartað er yfir spillingunni og græðginni og að ekkert sé hægt að gera á meðan þjóðarauðnum sé rænt frá okkur. Við ættum að vera ríkari en Norðmenn en hér er enginn Noregur! Svo höldum við áfram að vinna og ekkert gerist. Segjum nú svo að við breytum þessu. Einn verður fundarstjóri og aðeins má ræða eitt mál í einu. Ritari skrifar fundargerð en markmiðið er að komast að einfaldri niðurstöðu sem allir geta verið sammála um. Það má líka fá álit sérfræðings um málefnið. Þannig væri fundað þar til meirihluti er fyrir stefnu um málið. Þetta er að sjálfsögðu einfölduð útgáfa enda dæmisaga. Það sem Píratar gera svo eftir sína félagsfundi er að setja stefnuna loks í kosningakerfi á netinu. Þar er málið fyrst til umræðu og koma þá ýmsir með athugasemdir, hver eftir sinni þekkingu en loks fer málið í kosningu. Ef málið verður að lokum samþykkt, þá verða þingmenn flokksins að fylgja þessu eftir, því þetta er þá orðin stefna flokksins. Svona er stefnumótun Pírata í einfaldaðri útgáfu en hún kemur ætíð frá fólkinu en ekki hagsmunaaðilum. ASÍ gæti ekki gert betur ef það vildi valdefla launþegahreyfinguna. Þetta er sama aðferð og stjórnlagaráð vann eftir þegar það samdi tillögur að nýrri stjórnarskrá. Þetta eru alls ekki ný vinnubrögð en er ein lýðræðislegasta leiðin til að koma sjónarmiðum sem flestra á framfæri ásamt því að nýta þekkingu og reynslu sérfræðinga í hverjum málaflokki hverju sinni. Hér er engin hægri eða vinstri stefna, enginn kommúnismi, kapítalismi eða annar „ismi“. Hér er fólkið sjálft að koma fram með sín mál sem því finnst mikilvægust hverju sinni og hér erum við sjálf að hafa áhrif á samfélagið okkar án afskipta stjórnmálamanna eða hagsmunaaðila. Svona vilja Píratar vinna og þannig verða til fjölmargar stefnur Pírata í ýmsum málaflokkum. Sífellt er að bætast við þau atriði sem Píratar ætla að vinna að (piratar.is). Nú um stundir er nokkur umræða um breytta skattastefnu til að jafna kjörin, heilbrigðismál og afnám vísitölu á húsnæðislán, allt stórmál. Gömlu stjórnmálin hafa því miður verið misnotuð og brugðist okkur hrapallega, þess vegna er svo mikilvægt auka lýðræðislega þáttöku.Fjölmiðlaómenning Andstæðingar Pírata þreytast ekki á því að segja að við höfum enga stefnu, vitum ekkert hvað við viljum eða að við séum bara hópur unglinga sem hanga í tölvunni og borga ekki höfundarréttargjöld. Því miður eru alltaf einhverjir sem trúa svona vitleysu, þótt stöðugt sé verið að benda blaðamönnum á að skoða stefnumótun Pírata á netinu (piratar.is) en þar er mikið af upplýsingum um stefnur og markmið Pírata. Þessi rangindi eru ekki alltaf leiðrétt enda eru sumir miðlarnir í eigu hagsmunaaðila með rík tengsl við stjórnmálaflokka. Erlendar stofnanir hafa einmitt nýlega gert alvarlegar athugsemdir við stöðu fjölmiðla á Íslandi. Eftir síðustu alþingiskosningar kom út skýrsla frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE). Í henni er lýst áhyggjum af samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla sem ógnar fjölbreytni í efnisframboði. Skorað er á stjórnvöld að íhuga frekari ráðstafnir til að takmarka samþjöppun, koma í veg fyrir einokun og hagsmunaárekstra og kanna hvort hægt sé að setja reglur sem takmarki áhrif tiltekinna einstaklinga, fyrirtækja eða hópa á einn eða fleiri hluta fjölmiðlamarkaðarins (úr þingræðu Birgittu Jónsdóttir 24/5). Píratar vilja eindregið hvetja almenning og fjölmiðlafólk til að kynna sér vinnubrögð og stefnumótun Pírata til að forðast misskilning og rangfærslur um starf okkar.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun