Þjálfaðar rússneskar boltabullur stóðu fyrir óeirðum í Marseille Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. júní 2016 07:00 Englendingur með höfuðáverka í haldi lögreglu. Nordicphotos/AFP Hundrað og fimmtíu manna hópur vel þjálfaðra rússneskra fótboltabulla stóð fyrir óeirðunum í Marseille á sunnudaginn í kjölfar leiks Englands og Rússlands á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Alls slösuðust 35 manns í óeirðunum, þar af fjórir alvarlega. Um tuttugu voru handteknir en réttað verður yfir tíu þeirra á næstu dögum. Frá þessu greinir Brice Robin, saksóknari í borginni. „Þeir voru vel þjálfaðir til að beita ofsafengnu ofbeldi á miklum hraða,“ segir Robin. Á blaðamannafundi í gær sagði Robin hafa verið sérstaklega erfitt að handtaka rússnesku bullurnar þar sem þær væru vanar að komast hjá handtöku. Hann sagði bullurnar ekki fagmenn en einkar öfgafullar.Igor Lebedev, þingmaðurLögregluyfirvöld í Frakklandi greina nú myndir úr öryggismyndavélum til að bera kennsl á sem flesta sem áttu þátt í ofbeldinu. Gera þeir það í samstarfi við rússnesk og ensk lögregluyfirvöld. Tveir Englendingar voru í gær dregnir fyrir dómstóla fyrir sinn þátt í óeirðunum. Hinn tvítugi Alexander Booth var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að kasta flösku í lögreglumann og hinn 41 árs Ian Hepworth var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir sama athæfi. Báðum var þeim bannað að koma til Frakklands næstu tvö árin. Tveimur Rússum hefur einnig verið vísað úr landi. UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hótaði Englendingum og Rússum brottrekstri úr mótinu ef athæfið endurtæki sig. Einnig hefur sambandið ákært rússneska knattspyrnusambandið og verður refsingin ákveðin í dag. Vitaly Mutko, íþróttamálaráðherra Rússa, telur UEFA hafa gert rétt. Frá því sagði hann í viðtali við rússneska miðilinn R-Sport í gær. Igor Lebedev, þingmaður minnihlutaflokksins LDPR, er hins vegar ósammála Mutko. „Ég skil ekki hvað er að því að fótboltaaðdáendur sláist. Þvert á móti. Vel gert strákar! Haldið þessu áfram,“ sagði hann á Twitter-síðu sinni í gær. Þá sagði hann óeirðirnar alfarið á ábyrgð lögreglu. Yfirvöld í Frakklandi hafa hvatt stjórnendur leikvanga sem keppt verður á á mótinu til þess að taka allt áfengi úr sölu á meðan á leik stendur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. júní. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Hundrað og fimmtíu manna hópur vel þjálfaðra rússneskra fótboltabulla stóð fyrir óeirðunum í Marseille á sunnudaginn í kjölfar leiks Englands og Rússlands á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Alls slösuðust 35 manns í óeirðunum, þar af fjórir alvarlega. Um tuttugu voru handteknir en réttað verður yfir tíu þeirra á næstu dögum. Frá þessu greinir Brice Robin, saksóknari í borginni. „Þeir voru vel þjálfaðir til að beita ofsafengnu ofbeldi á miklum hraða,“ segir Robin. Á blaðamannafundi í gær sagði Robin hafa verið sérstaklega erfitt að handtaka rússnesku bullurnar þar sem þær væru vanar að komast hjá handtöku. Hann sagði bullurnar ekki fagmenn en einkar öfgafullar.Igor Lebedev, þingmaðurLögregluyfirvöld í Frakklandi greina nú myndir úr öryggismyndavélum til að bera kennsl á sem flesta sem áttu þátt í ofbeldinu. Gera þeir það í samstarfi við rússnesk og ensk lögregluyfirvöld. Tveir Englendingar voru í gær dregnir fyrir dómstóla fyrir sinn þátt í óeirðunum. Hinn tvítugi Alexander Booth var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að kasta flösku í lögreglumann og hinn 41 árs Ian Hepworth var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir sama athæfi. Báðum var þeim bannað að koma til Frakklands næstu tvö árin. Tveimur Rússum hefur einnig verið vísað úr landi. UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hótaði Englendingum og Rússum brottrekstri úr mótinu ef athæfið endurtæki sig. Einnig hefur sambandið ákært rússneska knattspyrnusambandið og verður refsingin ákveðin í dag. Vitaly Mutko, íþróttamálaráðherra Rússa, telur UEFA hafa gert rétt. Frá því sagði hann í viðtali við rússneska miðilinn R-Sport í gær. Igor Lebedev, þingmaður minnihlutaflokksins LDPR, er hins vegar ósammála Mutko. „Ég skil ekki hvað er að því að fótboltaaðdáendur sláist. Þvert á móti. Vel gert strákar! Haldið þessu áfram,“ sagði hann á Twitter-síðu sinni í gær. Þá sagði hann óeirðirnar alfarið á ábyrgð lögreglu. Yfirvöld í Frakklandi hafa hvatt stjórnendur leikvanga sem keppt verður á á mótinu til þess að taka allt áfengi úr sölu á meðan á leik stendur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. júní.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira