Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2016 15:00 Lars Lagerbäck er alltaf raunsær en bjartsýnn. vísir/vilhelm Fyrsti mótherji strákanna okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta á Evrópumótinu í Frakklandi er Portúgal. Ísland mætir Cristiano Ronaldo og félögum á Stade Geoffroy-Guichard klukkan 19.00 í kvöld en um er að ræða fyrsta leik karlalandsliðsins á stórmóti í sögunni. Lars ber mikla virðingu fyrir portúgalska liðinu og þjálfara þess, Fernando Santos, sem er að gera flotta hluti með liðið. „Portúgal er virkilega gott lið. Ég hef aldrei séð portúgalska liðið jafngott og það er núna. Liðið er stútfullt af hæfileikum með mjög góða spilara,“ segir Lars í samtali við Vísi. Lars talar alltaf um að öll lið eigi möguleika í fótboltaleikjum en til þess að eiga möguleika á að vinna lið eins og Portúgal þarf nánast allt að ganga upp. „Ef við ætlum okkur að gera eitthvað í þessum leik þurfum við að spila nánast fullkominn varnarleik. Ef við gerum það eigum við fínan möguleika,“ segir Lars. „Þeir eru ekki alveg jafngóðir ef við náum aðeins að sækja á þá. Ég segi alltaf að maður eigi möguleika. Hversu mikill möguleikinn er veit ég ekki en það er tækifæri fyrir okkur að ná úrslitum.“Lars Lagerbäck á blaðamannafundi með Alfreð og Birki Bjarna.vísir/vilhelmÞurfum ekki að vera hræddir Það þarf ekkert að ræða lengi um hver er aðalstjarnan í portúgalska liðinu. Það er auðvitað Cristiano Ronaldo, þrefaldur sigurvegari í Meistaradeildinni og einn besti fótboltamaður sögunnar. Hann er í svakalegu formi og skoraði tvö mörk í vináttuleik rétt fyrir EM. „Við þurfum ekki að vera hræddir við Ronaldo en við þurfum að sýna honum virðingu. Hann er frábær leikmaður. Við verðum að gera eins og með Robben og loka á hann en samt passa upp á heildarvarnarleik liðsins. Portúgalarnir eru mjög góðir að sækja og hafa fleiri leikmenn en bara Ronaldo,“ segir Lars. Nokkrir sænskir blaðamenn fylgja íslenska liðinu eftir og hafa mikinn áhuga á sínum fyrrverandi landsliðsþjálfara, Lars Lagerbäck. Aðspurður út í þennan áhuga gerði Lars ekki mikið úr sjálfum sér frekar en vanalega. „Þeir hafa meiri áhuga á Íslandi og þessu afreki liðsins heldur en bara mér. Það eru fleiri sem hafa áhuga á íslenska liðinu heldur en Svíarnir eins og áhuginn hefur sýnt að undanförnu. Við erum fámenn þjóð og þess vegna vekur það áhuga að við séum á EM,“ segir Lars Lagerbäck.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00 Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira
Fyrsti mótherji strákanna okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta á Evrópumótinu í Frakklandi er Portúgal. Ísland mætir Cristiano Ronaldo og félögum á Stade Geoffroy-Guichard klukkan 19.00 í kvöld en um er að ræða fyrsta leik karlalandsliðsins á stórmóti í sögunni. Lars ber mikla virðingu fyrir portúgalska liðinu og þjálfara þess, Fernando Santos, sem er að gera flotta hluti með liðið. „Portúgal er virkilega gott lið. Ég hef aldrei séð portúgalska liðið jafngott og það er núna. Liðið er stútfullt af hæfileikum með mjög góða spilara,“ segir Lars í samtali við Vísi. Lars talar alltaf um að öll lið eigi möguleika í fótboltaleikjum en til þess að eiga möguleika á að vinna lið eins og Portúgal þarf nánast allt að ganga upp. „Ef við ætlum okkur að gera eitthvað í þessum leik þurfum við að spila nánast fullkominn varnarleik. Ef við gerum það eigum við fínan möguleika,“ segir Lars. „Þeir eru ekki alveg jafngóðir ef við náum aðeins að sækja á þá. Ég segi alltaf að maður eigi möguleika. Hversu mikill möguleikinn er veit ég ekki en það er tækifæri fyrir okkur að ná úrslitum.“Lars Lagerbäck á blaðamannafundi með Alfreð og Birki Bjarna.vísir/vilhelmÞurfum ekki að vera hræddir Það þarf ekkert að ræða lengi um hver er aðalstjarnan í portúgalska liðinu. Það er auðvitað Cristiano Ronaldo, þrefaldur sigurvegari í Meistaradeildinni og einn besti fótboltamaður sögunnar. Hann er í svakalegu formi og skoraði tvö mörk í vináttuleik rétt fyrir EM. „Við þurfum ekki að vera hræddir við Ronaldo en við þurfum að sýna honum virðingu. Hann er frábær leikmaður. Við verðum að gera eins og með Robben og loka á hann en samt passa upp á heildarvarnarleik liðsins. Portúgalarnir eru mjög góðir að sækja og hafa fleiri leikmenn en bara Ronaldo,“ segir Lars. Nokkrir sænskir blaðamenn fylgja íslenska liðinu eftir og hafa mikinn áhuga á sínum fyrrverandi landsliðsþjálfara, Lars Lagerbäck. Aðspurður út í þennan áhuga gerði Lars ekki mikið úr sjálfum sér frekar en vanalega. „Þeir hafa meiri áhuga á Íslandi og þessu afreki liðsins heldur en bara mér. Það eru fleiri sem hafa áhuga á íslenska liðinu heldur en Svíarnir eins og áhuginn hefur sýnt að undanförnu. Við erum fámenn þjóð og þess vegna vekur það áhuga að við séum á EM,“ segir Lars Lagerbäck.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00 Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira
Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00
Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00
Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00