Enski boltinn

Alli með tvö mörk í öruggum sigri Spurs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dele Alli skorar sitt annað mark og fjórða mark Tottenham.
Dele Alli skorar sitt annað mark og fjórða mark Tottenham. vísir/getty
Tottenham vann sterkan sigur á Southampton, 1-4, þegar liðin mættust í lokaleik 18. umferðar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Tottenham er áfram í 5. sæti deildarinnar en nú með 36 stig, einu stigi á eftir Arsenal sem er í 4. sætinu. Southampton er hins vegar í 8. sæti með 24 stig.

Dýrlingarnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og það voru aðeins liðnar 69 sekúndur af leiknum þegar Virgil van Dijk kom þeim yfir með skalla eftir aukaspyrnu James Ward-Prowse.

Dele Alli jafnaði metin á 19. mínútu með skalla, þvert gegn gangi leiksins.

Staðan var 1-1 í hálfleik en eftir sjö mínútna leik í seinni hálfleik kom Harry Kane Tottenham yfir með sínu áttunda deildarmarki í vetur.

Skömmu síðar var dæmdi Mike Dean vítaspyrnu á Nathan Redmond og rak hann af velli. Kane fór á vítapunktinn en skaut hátt yfir.

Það kom þó ekki að sök og einum færri áttu Dýrlingarnir ekki möguleika. Son Heung-Min kom Tottenham í 1-3 á 85. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Alli sitt annað mark og fjórða mark Spurs. Lokatölur 1-4, Tottenham í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×