Náttúruperlan Fjaðrárgljúfur auglýst til sölu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 28. desember 2016 11:53 Fjaðrárgljúfur er eitt fegursta gljúfur landsins og aðsókn eftir því. vísir/vilhelm Jörðin Heiði í Skaftárhreppi á Suðurlandi hefur verið sett á sölu, en hluti einnar helstu náttúruperlu landsins, Fjaðrárgljúfurs, fylgir kaupunum. Um er að ræða um það bil 335 hektara land sem er að mestu gróið og án alls húsakosts. Magnús Leópoldsson, fasteignasali hjá Fasteignamiðstöðinni, sem heldur utan um söluna, segir að óskað sé eftir tilboðum í jörðina, og að ekkert lágmarksverð liggi fyrir. Hins vegar séu jarðir sem þessar að seljast nokkuð dýrt og aðspurður segir hann þær sjaldnast fara á minna en hundrað milljónir króna. Fjaðrárgljúfur er eitt fegursta gljúfur landsins og aðsókn eftir því. Gljúfrið er á mörkum Heiðar og jarðarinnar Holts. „Eigendur jarðanna eiga hvorn sinn hlutann í gljúfrinu, í raun eiga þeir bara hvorn sinn bakkann en aðgengið að því er misjafnt,“ segir Magnús. Þetta er í annað sinn sem jörðin er sett á sölu, en í fyrra skiptið var það hluti hennar sem var auglýstur falur. Fjaðrárgljúfur hefur nær alla tíð verið afar vinsæll áfangastaður, en vinsældir gljúfursins jukust til muna eftir að poppstjarnan Justin Bieber tók upp tónlistarmyndband í gljúfrinu í september í fyrra.Justin Bieber tók upp myndband í gljúfrinu í september í fyrra.mynd/justin bieberNokkuð hefur verið fjallað um kaup á jörðinni Fell í Suðursveit, sem á land að Jökulsárlóni, en Alþingi samþykkti samhliða fjárlögum og fjáraukalögum á dögunum að ganga inn í kaup á jörðinni. Þá var bróðurpartur Grímsstaða á Fjöllum seldur til breska milljarðamæringsins Jim Ratcliffe fyrr í þessum mánuði. Tengdar fréttir Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Jarðakaup breska iðnjöfursins Jims Ratcliffe vekja spurningar um undirliggjandi ástæður þeirra. Vernd villta laxastofnsins á Íslandi segir hann sjálfur. Utan Íslands er fyrirtæki hans gagnrýnt vegna umhverfismála. 21. desember 2016 07:45 Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. 20. desember 2016 14:45 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Sjá meira
Jörðin Heiði í Skaftárhreppi á Suðurlandi hefur verið sett á sölu, en hluti einnar helstu náttúruperlu landsins, Fjaðrárgljúfurs, fylgir kaupunum. Um er að ræða um það bil 335 hektara land sem er að mestu gróið og án alls húsakosts. Magnús Leópoldsson, fasteignasali hjá Fasteignamiðstöðinni, sem heldur utan um söluna, segir að óskað sé eftir tilboðum í jörðina, og að ekkert lágmarksverð liggi fyrir. Hins vegar séu jarðir sem þessar að seljast nokkuð dýrt og aðspurður segir hann þær sjaldnast fara á minna en hundrað milljónir króna. Fjaðrárgljúfur er eitt fegursta gljúfur landsins og aðsókn eftir því. Gljúfrið er á mörkum Heiðar og jarðarinnar Holts. „Eigendur jarðanna eiga hvorn sinn hlutann í gljúfrinu, í raun eiga þeir bara hvorn sinn bakkann en aðgengið að því er misjafnt,“ segir Magnús. Þetta er í annað sinn sem jörðin er sett á sölu, en í fyrra skiptið var það hluti hennar sem var auglýstur falur. Fjaðrárgljúfur hefur nær alla tíð verið afar vinsæll áfangastaður, en vinsældir gljúfursins jukust til muna eftir að poppstjarnan Justin Bieber tók upp tónlistarmyndband í gljúfrinu í september í fyrra.Justin Bieber tók upp myndband í gljúfrinu í september í fyrra.mynd/justin bieberNokkuð hefur verið fjallað um kaup á jörðinni Fell í Suðursveit, sem á land að Jökulsárlóni, en Alþingi samþykkti samhliða fjárlögum og fjáraukalögum á dögunum að ganga inn í kaup á jörðinni. Þá var bróðurpartur Grímsstaða á Fjöllum seldur til breska milljarðamæringsins Jim Ratcliffe fyrr í þessum mánuði.
Tengdar fréttir Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Jarðakaup breska iðnjöfursins Jims Ratcliffe vekja spurningar um undirliggjandi ástæður þeirra. Vernd villta laxastofnsins á Íslandi segir hann sjálfur. Utan Íslands er fyrirtæki hans gagnrýnt vegna umhverfismála. 21. desember 2016 07:45 Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. 20. desember 2016 14:45 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Sjá meira
Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Jarðakaup breska iðnjöfursins Jims Ratcliffe vekja spurningar um undirliggjandi ástæður þeirra. Vernd villta laxastofnsins á Íslandi segir hann sjálfur. Utan Íslands er fyrirtæki hans gagnrýnt vegna umhverfismála. 21. desember 2016 07:45
Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. 20. desember 2016 14:45