Erlent

Önnur Chibok-stúlka fundin

Vígamenn Boko Haram rændu alls 219 stúlkum í apríl 2014.
Vígamenn Boko Haram rændu alls 219 stúlkum í apríl 2014. vísir/epa
Nígeríski herinn segist hafa fundið aðra stúlku sem rænt var af liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Chibok í Nígeríu árið 2014. Hin stúlkan fannst á þriðjudag en alls voru 219 stúlkur numdar á brott af heimavist sinni í bænum fyrir tveimur árum. BBC greinir frá.

Herinn hefur ekki viljað veita upplýsingar um hvar eða hvernig stúlkan fannst.

Hin stelpan, Amina Ali Nkeki, fannst í Sambisa skógi nærri landamærum Kamerún, en með henni í för var fjögurra mánaða stúlkubarn.


Tengdar fréttir

Hitti Nígeríuforseta

Nítján ára stúlka hafði verið í haldi vígamanna Boko Haram í tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×