Freyr: Skil ekki ákvörðunina að spila á gervigrasi en Harpa skálar í kampavíni Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. maí 2016 15:30 Freyr Alexandersson með aðstoðarþjálfaranum Ásmundi Haraldssyni og markvarðaþjálfaranum Ólafi Péturssyni. vísir/stefán Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, furðar sig á þeirr ákvörðun skoska knattspyrnusambandsins að spila leik kvennaliðsins gegn Íslandi á gervigrasi. Ísland og Skotland mætast í stórleik riðils eitt í undankeppni EM 2017 þann 3. júní en Freyr og aðstoðarmenn hans tilkynntu hópinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Skotar spiluðu vináttuleik á gervigrasinu í Falkirk gegn Spánverjum sem undirbúning fyrir leikinn gegn Íslandi en þetta virðist vera taktík hjá Skotunum til að hafa forskot á stelpurnar okkar.Sjá einnig:Tveir af fremstu miðjumönnum Evrópu mætast í Falkirk „Ég skil ekki þessa ákvörðun Skota að spila á gervigrasi. Ég er alls ekkert óánægður með að spila á gervigrasinu þarna. Þetta er góður völlur en hver ástæðan er skil ég ekki,“ sagði Freyr á blaðamannafundinum í dag. Markavélin Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar og framherji íslenska landsliðsins, fagnar fréttunum vafalítið mikið enda vön því að spila á gervigrasi í Garðabænum. Harpa er búin að skora sex mörk í undankeppni EM og hefur skorað 99 mörk fyrir Stjörnuna í efstu deild í 82 leikjum síðan hún gekk í raðir félagsins árið 2011. „Harpa er að opna kampavínsflösku núna,“ sagði Freyr léttur um stjörnuframherjann sinn á blaðamannafundinum í dag.Sjá einnig:Freyr: Ekki í boði að vera fórnarlömb út af strákunum Ekki nóg með að Skotarnir ætli að spila á gervigrasi sagði Freyr að þeir séu búnir að vera mjög hrokafullur í garð íslenska liðsins. Í Skotlandi eru stelpurnar okkar talaðar niður og skoska liðið sagt mun betra. „Ég fagna því vegna þess að þær fá þetta bara í andlitið þegar þær mæta okkar stelpum. Skoska liðið er hungrað og vill komast á EM eftir að tapa tvisvar sinnum í umspili í síðustu undankeppnum. Ég tel það veikleika hjá liðinu að tapa í umspili en samt eru þær að daðra við að vera hrokafullar í garð Íslands,“ sagði Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Tveir af fremstu miðjumönnum Evrópu mætast í Falkirk Landsliðsþjálfarinn segir miðju íslenska kvennalandsliðsins eina af þremur bestu í Evrópu. 19. maí 2016 13:58 Stelpurnar sem mæta Skotum og Makedóníu Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag landsliðshópinn sem mætir Skotlandi og Makedóníu í næstu leikjum liðsins. 19. maí 2016 13:15 Freyr: Ekki í boði að vera fórnarlömb út af strákunum Stelpurnar okkar ætla að nýta kraftinn og gleðina í kringum ferð strákanna okkar til Frakklands. 19. maí 2016 13:32 Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Fótbolti Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, furðar sig á þeirr ákvörðun skoska knattspyrnusambandsins að spila leik kvennaliðsins gegn Íslandi á gervigrasi. Ísland og Skotland mætast í stórleik riðils eitt í undankeppni EM 2017 þann 3. júní en Freyr og aðstoðarmenn hans tilkynntu hópinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Skotar spiluðu vináttuleik á gervigrasinu í Falkirk gegn Spánverjum sem undirbúning fyrir leikinn gegn Íslandi en þetta virðist vera taktík hjá Skotunum til að hafa forskot á stelpurnar okkar.Sjá einnig:Tveir af fremstu miðjumönnum Evrópu mætast í Falkirk „Ég skil ekki þessa ákvörðun Skota að spila á gervigrasi. Ég er alls ekkert óánægður með að spila á gervigrasinu þarna. Þetta er góður völlur en hver ástæðan er skil ég ekki,“ sagði Freyr á blaðamannafundinum í dag. Markavélin Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar og framherji íslenska landsliðsins, fagnar fréttunum vafalítið mikið enda vön því að spila á gervigrasi í Garðabænum. Harpa er búin að skora sex mörk í undankeppni EM og hefur skorað 99 mörk fyrir Stjörnuna í efstu deild í 82 leikjum síðan hún gekk í raðir félagsins árið 2011. „Harpa er að opna kampavínsflösku núna,“ sagði Freyr léttur um stjörnuframherjann sinn á blaðamannafundinum í dag.Sjá einnig:Freyr: Ekki í boði að vera fórnarlömb út af strákunum Ekki nóg með að Skotarnir ætli að spila á gervigrasi sagði Freyr að þeir séu búnir að vera mjög hrokafullur í garð íslenska liðsins. Í Skotlandi eru stelpurnar okkar talaðar niður og skoska liðið sagt mun betra. „Ég fagna því vegna þess að þær fá þetta bara í andlitið þegar þær mæta okkar stelpum. Skoska liðið er hungrað og vill komast á EM eftir að tapa tvisvar sinnum í umspili í síðustu undankeppnum. Ég tel það veikleika hjá liðinu að tapa í umspili en samt eru þær að daðra við að vera hrokafullar í garð Íslands,“ sagði Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Tveir af fremstu miðjumönnum Evrópu mætast í Falkirk Landsliðsþjálfarinn segir miðju íslenska kvennalandsliðsins eina af þremur bestu í Evrópu. 19. maí 2016 13:58 Stelpurnar sem mæta Skotum og Makedóníu Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag landsliðshópinn sem mætir Skotlandi og Makedóníu í næstu leikjum liðsins. 19. maí 2016 13:15 Freyr: Ekki í boði að vera fórnarlömb út af strákunum Stelpurnar okkar ætla að nýta kraftinn og gleðina í kringum ferð strákanna okkar til Frakklands. 19. maí 2016 13:32 Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Fótbolti Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Sjá meira
Tveir af fremstu miðjumönnum Evrópu mætast í Falkirk Landsliðsþjálfarinn segir miðju íslenska kvennalandsliðsins eina af þremur bestu í Evrópu. 19. maí 2016 13:58
Stelpurnar sem mæta Skotum og Makedóníu Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag landsliðshópinn sem mætir Skotlandi og Makedóníu í næstu leikjum liðsins. 19. maí 2016 13:15
Freyr: Ekki í boði að vera fórnarlömb út af strákunum Stelpurnar okkar ætla að nýta kraftinn og gleðina í kringum ferð strákanna okkar til Frakklands. 19. maí 2016 13:32