Lífið

Tólf tíma tónleikar á Reykjanesinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir
TAKTFAKT kynnir 12 tíma tónleika á Reykjanesinu þann 4. júní næstkomandi en um ræðir einstakan viðburð sem haldin verður bara í þetta eina sinn hér á landi

Fram koma frumkvöðlar danstónlistar senunnar á Íslandi á borð við Gusgus, THULE og Mr Cold sem og einu listakona hátíðarinnar frá Detriot, K-Hand. 

TAKTFAKT í samvinnu við KEX og Linneu Hellström/Oumph munu byggja upp flotta „pop up” veitingarsölu og er jafnframt stefnt á skemmtun sem skilar engum úrgangi. Allt er endurnýtt og er það Hrund Atladóttir sem stýrir listrænu hliðinni.

Rútuferðir eru innifaldar í miðanum til og frá miðbænum allan tímann en ekki er í boði að fara á einkabíl en það er aðeins þrjátíu mínútna akstur frá Reykjavík og fara ferðir áður en dagskráin hefst.

Dagskráin stendur yfir frá kl 17:00-05:00 um morguninn en miðasalan fer öll fram á Resident Advisor  en einnig verður hægt að nálgast miða, armbönd og fleiri hagnýtar upplýsingar vikuna 29. maí til 4. júní  á  Kaffi Vinyl, Hverfisgötu 76.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×