Lífið

Dion tjáir sig í fyrsta skipti eftir fráfall René: „Ég horfði upp á hann þjást og það er versta tilfinning í heiminum“

Stefán Árni Pálsson skrifar
René lést 14. janúar á þessu ári.
René lést 14. janúar á þessu ári. vísir
„Ég horfði upp á hann þjást og það er versta tilfinning í heiminum,“ segir söngkonan Celine Dion sem missti eiginmann sinn René Angélil snemma á þessu ári. Hún hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn eftir fráfall hans og kom fram í sjónvarpsviðtali við ABC í Bandaríkjunum.

Angélil lést 14. janúar á þessu ári, þá 73 ára að aldri en hann hefði orðið 74 ára tveimur dögum síðar. Hann hafði barist í mörg ár við krabbamein. Þau voru gift í 21 ár.

„Í dag erum við ekki saman líkamlega en ég lifi samt sem áður áfram með honum inni í mér. Rétt áður en hann dó sagði ég við að sleppa tökunum og fara bara í friði.“

Angélil hafði sagt eiginkonu sinni að hann hafi viljað deyja í faðmi hennar.

„Ég sé ekki eftir mörgu, en hann dó ekki í hjá mér, og mér finnst erfitt að lifa með því. Ég veit ég á ekki að hugsa svona,“ segir Dion sem segir að nauðsynlegt sé fyrir hana að halda áfram með lífið.

René Angélil uppgötvaði Celine Dion þegar hún var aðeins 18 ára og þá var hann 48 ára. Tveimur dögum eftir fráfall Angélil lést bróðir Celine Dion úr krabbameini.

„Bróðir minn, sem hafði barist við nánast sama krabbamein og eiginmaður minn, lést tveimur dögum síðar og á afmælisdegi René. Ég sagði þá við sjálfan mig að René hafi komið og náð í bróðir minn á afmælisdegi sínum.“

Dion segir erfiðast að taka ein ákvarðanir eftir að eiginmaður hennar lést.

„Ég spyr mig oft hvað René myndi segja en ég verð núna bara að taka ákvarðanir sem kona, móðir og listamaður. Ég hef engan annan kost en að halda áfram. Þú ert aldrei tilbúin fyrir svona áföll og þó að þú gerir ráð fyrir þeim þá ertu aldrei tilbúin þegar þau dynja á þér. Ég er ánægð að hann sé ekki að þjást lengur.“


Tengdar fréttir

Þau kvöddu á árinu 2015

Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×