Aðgát skal höfð... Ívar Halldórsson skrifar 19. maí 2016 11:16 Hér vil ég aðeins, í ljósi gagnrýni á orðaval í umræðunni um múslima í fjölmiðlum, leggja til að allt venjulegt fólk njóti sama vafa, óháð hverju það trúir eða hvar það býr. Gagnrýni í bítið Það virtist fara fyrir brjóstið á Semu Erlu Serdar þegar þáttarstjórnendur Bítisins á Bylgjunni töluðu um „uppgang múslima“ í Evrópu í einu innslaginu sínu. Henni fannst orðalag þeirra jaðra við fordóma í garð múslima almennt, en þáttarstjórnendur fengu veður af þessu og höfðu samband við hana til að fá nánari skýringu á umkvörtunarefni hennar. Þau tókust góðlátlega á um hvaða orðaval væri best í almennri umfjöllun um viðkvæm og umdeild mál. Engin endanleg niðurstaða, en allt í góðu. Friðsamleg fjöldarefsingÞað er þó eitt sem mér finnst skjóta örlítið skökku við í þessu samhengi. Sema hefur verið mikill talsmaður sniðgöngu ísraelskra vara, en hún kennir hugmyndafræði þeirra sem hún kallar síonista, um að stuðla að aðskilnaði, hernámi, þjóðernishreinsun o.fl. svo ég vitni í skrif hennar í DV um þessi mál. Hún segir í grein sinni réttlætanlegt að nota þá umdeildu friðsamlegu aðferð að sniðganga ísraelskar vörur vegna meintra áforma þessara síonista um að standa fyrir myndun „Stór-Ísrael". Óvandað orðaval Hún kemur með fullyrðingar án þess að vitna í einhverja fyrirliggjandi stefnuskrá þeirra sem hún kallar síonista, um meint áform. Hún útskýrir heldur ekki af hverju hún sakar eina landið í Mið-Austurlöndum, sem fagnar opinberlega og óspart fjölbreytileika fólks og ólíkum trúarbrögðum (og sendir með stolti transgender mann í Júróvisjón), um að vera með aðskilnaðarstefnu. Hún byggir grein sína á skoðun sem hún hefur fullan rétt á, en sú skoðun er þó ekki einhliða álit almennings né viðurkennd staðreynd. Henni er umhugað um að óákjósanlegt orðaval fjölmiðla bitni ekki á venjulegu fólki. Orðaval hennar og ásakanir í sniðgönguherferðinni bitna þó óhjákvæmilega á venjulegum ísraelskum borgurum. Ekki svo ólík málÞað er ákveðinn samhljómur á milli þessara tveggja mála. Öfgamúslimar hafa ekki leynt ásetningi sínum að mynda "Íslamskt ríki" í Evrópulöndum - og Sema segir að einhvers konar "öfga-ísraelar" hyggjast mynda "Stór-Ísrael" fyrir botni Miðjarðarhafs. Ekki held ég þó að sniðganga á múslimskum vörum myndi þykja sanngjarnt framtak í dag, ef sá möguleiki væri fyrir hendi, til að refsa umræddum öfgamúslimum. Slík herferð myndi bitna á venjulegum, friðelskandi múslimum og ala á fordómum í þeirra garð, og er það óásættanlegt með öllu.Það liggur þá í hlutarins eðli að venjulegt ísraelskt fólk tekur því persónulega þegar það fær sér meðferð og er sett í "sniðgöngu-skammarkrók" – hversu friðsamlegar sem slíkar herferðir eiga að vera. Enda ala slíkar aðgerðir á fordómum gegn þjóðinni.Allir undir sama hattSema virðist gera nákvæmlega það sama og hún gagnrýnir þáttarstjórnendur og fjölmiðla fyrir að gera. Þetta er kannski óvart. Hún skellir meintri skuld minnihlutahóps á heila þjóð. Saklausir og sekir ísraelskir borgarar eru settir undir sama skoðanahatt - einmitt það sem henni finnst óréttlátt í umræðunni um múslima. Sema er eðlilega ekki sátt við að umræða um öfgamúslima bitni á saklausum og venjulegum múslimum, og er það virðingarvert. En þá finnst manni að hið sama eigi að gilda um allar aðrar þjóðir, kynþætti og mismunandi trúarbrögð. Neikvæðar aðgerðir í garð Ísraela, til að refsa einhverju úrtaki þjóðarinnar eða stjórnvöldum hennar, bitna nefnilega á saklausu og ósköp venjulegu fólki sem vill ekkert vesen - og er meira að segja hluti þessara ísraelsku borgara múslimar!Velvild til venjulegraÞað er ekkert að því að Sema standi með þeim sem aðhyllast friðsamlegar íslamskar kenningar. Á hún hrós skilið fyrir að sýna velvild í garð þeirra og tel ég næsta víst að henni gangi gott eitt til. Það væri þá rétt af henni að standa einnig opinberlega með þeim fjölmenna hópi gyðinga og Ísraela sem sýna í verki og vilja að þeir aðhyllast frið - fordómalausan frið. Sniðgönguframtak hennar er að mínu mati á skjön við annars vel meinta gagnrýni hennar í garð fjölmiðla. Að láta meint brot einhvers hóps innan ísraelsku þjóðarinnar bitna á heildinni, er það sama og að láta brot ákveðins hóps múslima bitna á öllum múslimum. Slíkt framtak er hægt að misskilja sem fordóma í garð venjulegs fólks í Ísrael; fólks sem vill ekkert illt vita.Ég er sammála Semu um að við eigum að forðast allar tegundir fordóma eins og heitan eldinn. En við þurfum þá að vera sammála um að vinna sameiginlega gegn hvers kyns persónulegum fordómum; óháð kyni, kynhneigð, þjóðerni, litarhætti og trúarbrögðum fólks.Að taka upp hanskannÉg tek skýrt fram að ég ber mikla virðingu fyrir Semu - hún virðist geðþekk og kurteis manneskja sem þægilegt er að umgangast og vona ég að hún taki þessum vangaveltum mínum ekki stinnt upp. Ég vona henni finnist athugasemdir mínar eigi jafn mikinn rétt á sér og hennar eigin. Á meðan Sema tekur upp hanskan fyrir múslimum finn ég mig knúinn til að taka upp hanskann fyrir því fólki í Ísrael, sem á það sameiginlegt með múslimum, að vera gagnrýnt í fjölmiðlum. Fagmannleg umfjöllunÉg vil þá einnig þakka þáttarstjórnendum Bítisins á Bylgjunni fyrir að stuðla að málefnalegri umræðu um viðkvæm og erfið mál. Það er vandasamt verk og hefur þeim að mínu mati tekist að ræða flókin mál á fagmannlegan og friðsamlegan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Hér vil ég aðeins, í ljósi gagnrýni á orðaval í umræðunni um múslima í fjölmiðlum, leggja til að allt venjulegt fólk njóti sama vafa, óháð hverju það trúir eða hvar það býr. Gagnrýni í bítið Það virtist fara fyrir brjóstið á Semu Erlu Serdar þegar þáttarstjórnendur Bítisins á Bylgjunni töluðu um „uppgang múslima“ í Evrópu í einu innslaginu sínu. Henni fannst orðalag þeirra jaðra við fordóma í garð múslima almennt, en þáttarstjórnendur fengu veður af þessu og höfðu samband við hana til að fá nánari skýringu á umkvörtunarefni hennar. Þau tókust góðlátlega á um hvaða orðaval væri best í almennri umfjöllun um viðkvæm og umdeild mál. Engin endanleg niðurstaða, en allt í góðu. Friðsamleg fjöldarefsingÞað er þó eitt sem mér finnst skjóta örlítið skökku við í þessu samhengi. Sema hefur verið mikill talsmaður sniðgöngu ísraelskra vara, en hún kennir hugmyndafræði þeirra sem hún kallar síonista, um að stuðla að aðskilnaði, hernámi, þjóðernishreinsun o.fl. svo ég vitni í skrif hennar í DV um þessi mál. Hún segir í grein sinni réttlætanlegt að nota þá umdeildu friðsamlegu aðferð að sniðganga ísraelskar vörur vegna meintra áforma þessara síonista um að standa fyrir myndun „Stór-Ísrael". Óvandað orðaval Hún kemur með fullyrðingar án þess að vitna í einhverja fyrirliggjandi stefnuskrá þeirra sem hún kallar síonista, um meint áform. Hún útskýrir heldur ekki af hverju hún sakar eina landið í Mið-Austurlöndum, sem fagnar opinberlega og óspart fjölbreytileika fólks og ólíkum trúarbrögðum (og sendir með stolti transgender mann í Júróvisjón), um að vera með aðskilnaðarstefnu. Hún byggir grein sína á skoðun sem hún hefur fullan rétt á, en sú skoðun er þó ekki einhliða álit almennings né viðurkennd staðreynd. Henni er umhugað um að óákjósanlegt orðaval fjölmiðla bitni ekki á venjulegu fólki. Orðaval hennar og ásakanir í sniðgönguherferðinni bitna þó óhjákvæmilega á venjulegum ísraelskum borgurum. Ekki svo ólík málÞað er ákveðinn samhljómur á milli þessara tveggja mála. Öfgamúslimar hafa ekki leynt ásetningi sínum að mynda "Íslamskt ríki" í Evrópulöndum - og Sema segir að einhvers konar "öfga-ísraelar" hyggjast mynda "Stór-Ísrael" fyrir botni Miðjarðarhafs. Ekki held ég þó að sniðganga á múslimskum vörum myndi þykja sanngjarnt framtak í dag, ef sá möguleiki væri fyrir hendi, til að refsa umræddum öfgamúslimum. Slík herferð myndi bitna á venjulegum, friðelskandi múslimum og ala á fordómum í þeirra garð, og er það óásættanlegt með öllu.Það liggur þá í hlutarins eðli að venjulegt ísraelskt fólk tekur því persónulega þegar það fær sér meðferð og er sett í "sniðgöngu-skammarkrók" – hversu friðsamlegar sem slíkar herferðir eiga að vera. Enda ala slíkar aðgerðir á fordómum gegn þjóðinni.Allir undir sama hattSema virðist gera nákvæmlega það sama og hún gagnrýnir þáttarstjórnendur og fjölmiðla fyrir að gera. Þetta er kannski óvart. Hún skellir meintri skuld minnihlutahóps á heila þjóð. Saklausir og sekir ísraelskir borgarar eru settir undir sama skoðanahatt - einmitt það sem henni finnst óréttlátt í umræðunni um múslima. Sema er eðlilega ekki sátt við að umræða um öfgamúslima bitni á saklausum og venjulegum múslimum, og er það virðingarvert. En þá finnst manni að hið sama eigi að gilda um allar aðrar þjóðir, kynþætti og mismunandi trúarbrögð. Neikvæðar aðgerðir í garð Ísraela, til að refsa einhverju úrtaki þjóðarinnar eða stjórnvöldum hennar, bitna nefnilega á saklausu og ósköp venjulegu fólki sem vill ekkert vesen - og er meira að segja hluti þessara ísraelsku borgara múslimar!Velvild til venjulegraÞað er ekkert að því að Sema standi með þeim sem aðhyllast friðsamlegar íslamskar kenningar. Á hún hrós skilið fyrir að sýna velvild í garð þeirra og tel ég næsta víst að henni gangi gott eitt til. Það væri þá rétt af henni að standa einnig opinberlega með þeim fjölmenna hópi gyðinga og Ísraela sem sýna í verki og vilja að þeir aðhyllast frið - fordómalausan frið. Sniðgönguframtak hennar er að mínu mati á skjön við annars vel meinta gagnrýni hennar í garð fjölmiðla. Að láta meint brot einhvers hóps innan ísraelsku þjóðarinnar bitna á heildinni, er það sama og að láta brot ákveðins hóps múslima bitna á öllum múslimum. Slíkt framtak er hægt að misskilja sem fordóma í garð venjulegs fólks í Ísrael; fólks sem vill ekkert illt vita.Ég er sammála Semu um að við eigum að forðast allar tegundir fordóma eins og heitan eldinn. En við þurfum þá að vera sammála um að vinna sameiginlega gegn hvers kyns persónulegum fordómum; óháð kyni, kynhneigð, þjóðerni, litarhætti og trúarbrögðum fólks.Að taka upp hanskannÉg tek skýrt fram að ég ber mikla virðingu fyrir Semu - hún virðist geðþekk og kurteis manneskja sem þægilegt er að umgangast og vona ég að hún taki þessum vangaveltum mínum ekki stinnt upp. Ég vona henni finnist athugasemdir mínar eigi jafn mikinn rétt á sér og hennar eigin. Á meðan Sema tekur upp hanskan fyrir múslimum finn ég mig knúinn til að taka upp hanskann fyrir því fólki í Ísrael, sem á það sameiginlegt með múslimum, að vera gagnrýnt í fjölmiðlum. Fagmannleg umfjöllunÉg vil þá einnig þakka þáttarstjórnendum Bítisins á Bylgjunni fyrir að stuðla að málefnalegri umræðu um viðkvæm og erfið mál. Það er vandasamt verk og hefur þeim að mínu mati tekist að ræða flókin mál á fagmannlegan og friðsamlegan hátt.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar