Óheillaþróun sem snúa þarf við Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 12. september 2016 13:05 Um þessar mundir eru vangaveltur um hvort Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga nái að semja áður en til aðgerða kemur. Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýjan kjarasamning og er þetta í annað skipti sem grunnskólakennarar fella kjarasamninga í atkvæðagreiðslu. Eðlilega hafa menn því áhyggjur af verkfallsaðgerðum sem koma raski á skólasamfélagið en í því samfélagi er fjölbreyttur hópur nemenda, foreldra og skólastarfsmanna sem eiga hagsmuna að gæta. Vitaskuld hefur fólk áhyggjur af ástandinu og ræðir þær. En eftir stendur annað og stærra vandamál sem er þó hluti af þessari jöfnu, það er yfirvofandi kennaraskortur. Kennurum án kennsluréttinda fjölgar Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni hefur kennurum án kennsluréttinda fjölgað og síðan árið 2012 hefur kennurum án kennsluréttinda fjölgað ár frá ári. Þeir voru 5,4% haustið 2015. Hlutfallið er lægst í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur en á tveimur landsvæðum var hlutfall kennara án réttinda hærra en 10%. Körlum hefur fækkað meðal starfsfólks við kennslu í grunnskólum og meðalaldur kennara í grunnskólum heldur áfram að hækka um leið og nemendum í grunnskólum heldur áfram að fjölga. Staðan er því sú að grunnskólakennurum gæti fækkað verulega á næstu árum og ef ekkert verður að gert verður mikill skortur á kennurum eftir fimmtán ár. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Helga E. Helgasonar, meistaranema og Stefáns Hrafns Jónssonar, prófessors við Háskóla Íslands, en rannsóknin fjallar um samsetningu grunnskólakennara á Íslandi. Þar var skoðað hvernig þróun stéttarinnar verður á næstu árum og áratugum. Lítil aðsókn í námið Engar vísbendingar eru um að fjöldi útskrifaðra kennara komi til með að aukast á næstu árum og ljóst er að ef laða á gott fólk til starfa þarf að lagfæra starfsumhverfi kennara og endurskoða kjör. Auka þarf virðingu fyrir kennarastarfinu. Nám til kennsluréttinda er nú fimm ára háskólanám í stað þriggja áður. Það gefur augaleið að einhverja gulrót þarf til að fjárfesta í löngu háskólanámi, ekki er eingöngu hægt að treysta á hugsjónir. Kennarar eru áhrifamikil stétt og við sem samfélag þurfum að átta okkur á því. Við viljum góða kennara og því er mikilvægt að námið sé vandað. Forseti Menntavísindasviðs, Jóhanna Einarsdóttir, sagði á dögunum að það skorti samfélagslega ábyrgð þegar kæmi að stöðu mála í grunn- og leikskólum landsins. Stærsta vandamálið væri neikvæð umræða um kennarastéttina en að hafa verði í huga að kennaranám sé samfélagslegt verkefni. Skólastjórar í grunnskólum Reykjavíkurborgar lýsa yfir verulegum áhyggjum af fjárhagslegri stöðu skólanna í borginni sem leitt hafi til skertrar þjónustu við nemendur. Er þetta boðlegt? Stjórnvöld þurfa að taka þetta alvarlega. Ný forgangsröðun Nú í aðdraganda kosninga eru ýmis mál sett á oddinn. Heimili og skóli – landssamtök foreldra vilja setja menntamál á oddinn. Án góðra kennara verða ekki til góðir skólar og án góðra skóla verður ekki til vel menntuð þjóð. Ýmis úrræði eru í boði en til að nýta þau þarf fjármagn og breytt skipulag. Sveitarfélögin bera ábyrgð á fjölþættri þjónustu og eru leik- og grunnskólar þar einna mikilvægastir. Þau þurfa fjármagn til að standa straum af þeim kostnaði og má í því samhengi velta fyrir sér skiptingu tekna milli ríkis og sveitarfélaga. Væri t.d. ekki æskilegt að sveitarfélög fái meira í sinn hlut af þeim tekjum sem ferðamenn færa til landsins? Bætt menntun Ýmsar breytingar hafa átt sér stað í menntakerfinu sem ætlað er að bæta menntun íslenskra barna. Ný aðalnámskrá, nýtt einkunnakerfi og Þjóðarsáttmáli um læsi hefur verið undirritaður af öllum sveitarfélögum, mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúum foreldra. Í þessum umbótum felast metnaðarfull markmið. Þeim náum við ekki nema við hlúum að skólum og starfsfólki þeirra. Börnin okkar eiga það skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru vangaveltur um hvort Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga nái að semja áður en til aðgerða kemur. Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýjan kjarasamning og er þetta í annað skipti sem grunnskólakennarar fella kjarasamninga í atkvæðagreiðslu. Eðlilega hafa menn því áhyggjur af verkfallsaðgerðum sem koma raski á skólasamfélagið en í því samfélagi er fjölbreyttur hópur nemenda, foreldra og skólastarfsmanna sem eiga hagsmuna að gæta. Vitaskuld hefur fólk áhyggjur af ástandinu og ræðir þær. En eftir stendur annað og stærra vandamál sem er þó hluti af þessari jöfnu, það er yfirvofandi kennaraskortur. Kennurum án kennsluréttinda fjölgar Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni hefur kennurum án kennsluréttinda fjölgað og síðan árið 2012 hefur kennurum án kennsluréttinda fjölgað ár frá ári. Þeir voru 5,4% haustið 2015. Hlutfallið er lægst í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur en á tveimur landsvæðum var hlutfall kennara án réttinda hærra en 10%. Körlum hefur fækkað meðal starfsfólks við kennslu í grunnskólum og meðalaldur kennara í grunnskólum heldur áfram að hækka um leið og nemendum í grunnskólum heldur áfram að fjölga. Staðan er því sú að grunnskólakennurum gæti fækkað verulega á næstu árum og ef ekkert verður að gert verður mikill skortur á kennurum eftir fimmtán ár. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Helga E. Helgasonar, meistaranema og Stefáns Hrafns Jónssonar, prófessors við Háskóla Íslands, en rannsóknin fjallar um samsetningu grunnskólakennara á Íslandi. Þar var skoðað hvernig þróun stéttarinnar verður á næstu árum og áratugum. Lítil aðsókn í námið Engar vísbendingar eru um að fjöldi útskrifaðra kennara komi til með að aukast á næstu árum og ljóst er að ef laða á gott fólk til starfa þarf að lagfæra starfsumhverfi kennara og endurskoða kjör. Auka þarf virðingu fyrir kennarastarfinu. Nám til kennsluréttinda er nú fimm ára háskólanám í stað þriggja áður. Það gefur augaleið að einhverja gulrót þarf til að fjárfesta í löngu háskólanámi, ekki er eingöngu hægt að treysta á hugsjónir. Kennarar eru áhrifamikil stétt og við sem samfélag þurfum að átta okkur á því. Við viljum góða kennara og því er mikilvægt að námið sé vandað. Forseti Menntavísindasviðs, Jóhanna Einarsdóttir, sagði á dögunum að það skorti samfélagslega ábyrgð þegar kæmi að stöðu mála í grunn- og leikskólum landsins. Stærsta vandamálið væri neikvæð umræða um kennarastéttina en að hafa verði í huga að kennaranám sé samfélagslegt verkefni. Skólastjórar í grunnskólum Reykjavíkurborgar lýsa yfir verulegum áhyggjum af fjárhagslegri stöðu skólanna í borginni sem leitt hafi til skertrar þjónustu við nemendur. Er þetta boðlegt? Stjórnvöld þurfa að taka þetta alvarlega. Ný forgangsröðun Nú í aðdraganda kosninga eru ýmis mál sett á oddinn. Heimili og skóli – landssamtök foreldra vilja setja menntamál á oddinn. Án góðra kennara verða ekki til góðir skólar og án góðra skóla verður ekki til vel menntuð þjóð. Ýmis úrræði eru í boði en til að nýta þau þarf fjármagn og breytt skipulag. Sveitarfélögin bera ábyrgð á fjölþættri þjónustu og eru leik- og grunnskólar þar einna mikilvægastir. Þau þurfa fjármagn til að standa straum af þeim kostnaði og má í því samhengi velta fyrir sér skiptingu tekna milli ríkis og sveitarfélaga. Væri t.d. ekki æskilegt að sveitarfélög fái meira í sinn hlut af þeim tekjum sem ferðamenn færa til landsins? Bætt menntun Ýmsar breytingar hafa átt sér stað í menntakerfinu sem ætlað er að bæta menntun íslenskra barna. Ný aðalnámskrá, nýtt einkunnakerfi og Þjóðarsáttmáli um læsi hefur verið undirritaður af öllum sveitarfélögum, mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúum foreldra. Í þessum umbótum felast metnaðarfull markmið. Þeim náum við ekki nema við hlúum að skólum og starfsfólki þeirra. Börnin okkar eiga það skilið.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar