Innlent

Gera kröfu um lögreglustöð á Hvammstanga

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Lögreglan var tvo tíma á Hvammstanga.
Lögreglan var tvo tíma á Hvammstanga. vísir/pjetur
„Viðbragðstími lögreglu þegar alvarleg atvik eiga sér stað er eins og dæmin hafa sannað með öllu óviðunandi og veldur því að hætta skapast og íbúar upplifa óöryggi,“ segir sveitarstjórn Húnaþings vestra sem kveður fámenni lögreglunnar á Norðurlandi vestra vera óviðunandi. Mikil óánægja er í Húnaþingi eftir að það tók lögreglu tvær klukkustundir að koma á Hvammstanga eftir að ökumaður fór í höfnina og drukknaði.

Þá ítrekar sveitarstjórnin kröfur sem settar hafi verið fram frá því að lögregluumdæmi voru sameinuð árið 2014 um að á Hvammstanga verði mönnuð lögreglustöð. „Til að hægt verði að manna lögreglustöð á Hvammstanga þarf að fjölga í lögregluliði umdæmisins alls og gerir sveitarstjórn Húnaþings vestra kröfu um að svo verði gert hið allra fyrsta.“ 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Tók lögreglumenn tvo tíma að komast til drukknandi manns

Byggðaráð Húnaþings er afar ósátt við að lögregla hafi verið tvær klukkustundir á staðinn er maður drukknaði í bíl í höfninni á Hvammstanga. Lögreglan var á skotæfingu nærri Sauðárkróki. Húnvetningar áfellast ekki lögreglum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×