Innlent

Svan­dís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun

Kristján Már Unnarsson og Heimir Már Pétursson skrifa
Sigurður Ingi Jóhannsson og Svandís Svavarsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.
Sigurður Ingi Jóhannsson og Svandís Svavarsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Bjarni Einarsson/samsett mynd

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segist hafa verið að framkvæma gamla ákvörðun með tilmælum til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg gæti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga.

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra og fyrrverandi innviðaráðherra segir að forsendan sé sú að rekstraröryggi flugvallarins verði hvergi skert og segist treysta því að svo verði.

Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kallaði Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ákvörðunina árásir á flugvöllinn, sem þyrfti að verja með fullum hnefa.

Hér má heyra svör ráðherranna við spurningum Heimis Más Péturssonar fréttamanns:


Tengdar fréttir

Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur skipað Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar þetta árásir á flugvöllinn, sem þurfi að verja með fullum hnefa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×