Grundvallarmunur Logi Einarsson skrifar 12. september 2016 10:00 Á Sprengisandi, þann 14. ágúst síðastliðinn, útskýrði Sigríður Andersen, þingkona Sjálfstæðisflokksins, með skýrum hætti, að hægri menn litu ekki á skattkerfið sem jöfnunartæki; það væri einungis til tekjuöflunar. Bætur væru hugsaðar til þess að jafna kjörin. Þetta kemur í sjálfu sér ekkert á óvart en það er bæði heiðarlegt og hreinskilið af þingkonunni að lýsa þessu yfir á jafn afdráttarlausan hátt. Því er nefnilega oft haldið fram að enginn munur sé á stefnum stjórnmálaflokkanna. Hann kemur þó kannski einna skýrast fram í afstöðu þeirra til skatta. Fyrir skattfé hefur okkur þrátt fyrir allt tekist að byggja upp ágætt mennta- og heilbrigðiskerfi og þokkalegar samgöngur, en við þurfum að gera mun betur á mörgum sviðum. Jafnaðarmenn líta þó ekki eingöngu á skattheimtu sem leið til tekjuöflunar, heldur einnig til jöfnunar á aðstöðu fólks. Þrepaskipt skattkerfi er réttlát leið til að jafna kjör manna. Við teljum aukinn jöfnuð vænlega leið til þess að byggja upp friðsælt, lífvænlegt og fjölbreytt samfélag. Besta tryggingin fyrir því að sem mest náist út úr mannauðnum, er að gefa öllum sem best tækifæri til þess að þroska hæfileika sína. Með því að dreifa byrðunum eftir getu hvers og eins, er hægt að tryggja öllum aðgang að skólum, heilbrigðisþjónustu, félagslífi og öðru sem í dag eru sjálfsögð mannréttindi. Mér er reyndar til efs að margir hafi ráðist í skynsamlegri fjárfestingu en það að greiða skattinn sinn. Á þessu kjörtímabili hafa stjórnvöld minnkað álögur á efnuðustu íbúana, lagt drög að fækkun skattþrepa og lækkað greiðslur vaxta- og barnabóta um á annan tug milljarða króna. Þetta er skýrt merki um að núverandi stjórnvöld líta ekki á það sem hlutverk sitt að jafna kjörin. Samfylkingin vill öfluga samneyslu, þar sem þeir aflögufæru greiða hlutfallslega meira til samfélagsins en efnaminna fólki er hlíft. Þannig er öllum gert kleift að njóta þeirra gæða sem landið hefur upp á að bjóða, og er sannarlega sameign okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Á Sprengisandi, þann 14. ágúst síðastliðinn, útskýrði Sigríður Andersen, þingkona Sjálfstæðisflokksins, með skýrum hætti, að hægri menn litu ekki á skattkerfið sem jöfnunartæki; það væri einungis til tekjuöflunar. Bætur væru hugsaðar til þess að jafna kjörin. Þetta kemur í sjálfu sér ekkert á óvart en það er bæði heiðarlegt og hreinskilið af þingkonunni að lýsa þessu yfir á jafn afdráttarlausan hátt. Því er nefnilega oft haldið fram að enginn munur sé á stefnum stjórnmálaflokkanna. Hann kemur þó kannski einna skýrast fram í afstöðu þeirra til skatta. Fyrir skattfé hefur okkur þrátt fyrir allt tekist að byggja upp ágætt mennta- og heilbrigðiskerfi og þokkalegar samgöngur, en við þurfum að gera mun betur á mörgum sviðum. Jafnaðarmenn líta þó ekki eingöngu á skattheimtu sem leið til tekjuöflunar, heldur einnig til jöfnunar á aðstöðu fólks. Þrepaskipt skattkerfi er réttlát leið til að jafna kjör manna. Við teljum aukinn jöfnuð vænlega leið til þess að byggja upp friðsælt, lífvænlegt og fjölbreytt samfélag. Besta tryggingin fyrir því að sem mest náist út úr mannauðnum, er að gefa öllum sem best tækifæri til þess að þroska hæfileika sína. Með því að dreifa byrðunum eftir getu hvers og eins, er hægt að tryggja öllum aðgang að skólum, heilbrigðisþjónustu, félagslífi og öðru sem í dag eru sjálfsögð mannréttindi. Mér er reyndar til efs að margir hafi ráðist í skynsamlegri fjárfestingu en það að greiða skattinn sinn. Á þessu kjörtímabili hafa stjórnvöld minnkað álögur á efnuðustu íbúana, lagt drög að fækkun skattþrepa og lækkað greiðslur vaxta- og barnabóta um á annan tug milljarða króna. Þetta er skýrt merki um að núverandi stjórnvöld líta ekki á það sem hlutverk sitt að jafna kjörin. Samfylkingin vill öfluga samneyslu, þar sem þeir aflögufæru greiða hlutfallslega meira til samfélagsins en efnaminna fólki er hlíft. Þannig er öllum gert kleift að njóta þeirra gæða sem landið hefur upp á að bjóða, og er sannarlega sameign okkar allra.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun