Hollendingurinn Churandy Martina kom fyrstur í mark á tímanum 20,37 sekúndur. Hins vegar sýndu upptökur að hann hafði stigið inn á braut annars keppanda. Því var hann dæmdur úr leik. Með því missti Martina af möguleikanum að vinna tvöfalt gull en hann hafði áður sigrað 100 metra hlaupið á mótinu.
Hortelano kom annar í mark á tímanum 20,45 og var því sigurverari hlaupsins þar sem hann var fyrstur þeirra sem gerðu gilt. Tyrkinn Ramil Guliyev varð annar og Bretinn Danny Talbot þriðji.
Eftir hlaupið var Hortelano tekinn í viðtal þar sem hann var spurður út í það hvernig það væri að vera Evrópumeistari. Hann hafði hins vegar ekki hugmynd um að hann hefði unnið. Viðbrögð hans við þessum fréttum eru frábær. Þau má sjá hér fyirr neðan.