Fimm lögregluþjónar myrtir af leyniskyttum Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2016 07:30 Lögregluþjónar standa vörð nærri svæðinu þar sem skotárásin átti sér stað. Vísir/AFP Uppfært 12:10 Fimm lögregluþjónar voru skotnir til bana í nótt og sjö eru særðir eftir að minnst tvær leyniskyttur hófu skothríð á hóp lögreglumanna í Dallas í Texas. Lögreglan hafði verið kölluð til þar sem fólksfjöldi hafði komið saman til að mótmæla drápunum á tveimur blökkumönnum sem lögreglumenn í Louisiana og Minnesota skutu í gær og í fyrradag. Þar að auki voru tveir almennir borgarar særðir. Ein kona fékk skot í fótinn, en hún var í mótmælagöngunni með þremur sonum sínum.Leyniskytturnar voru minnst tvær og skutu þeir á lögregluþjónana ofan af háum húsum í grennd við mótmælagönguna.Þrír eru í haldi grunaðir um aðild að málinu, en þeir neita að sýna lögreglunni samstarf. Þar af er ein kona sem Mike Rawlings, borgarstjóri Dallas, segir að sé frá Bandaríkjunum og af afrískum uppruna. Lögreglan sat svo um einn skotmann til viðbótar sem birgði sig inni í bílastæðahúsi á svæðinu. Hann hafði hafið skothríð fyrir utan háskóla í borginni og myrti þar minnst einn lögregluþjón. Hann skiptist á skotum við lögreglu um nokkurt skeið en nú sagður vera látinn. Rawlings segir að hann hafi verið felldur af lögregluþjónum. „Við vorum mjög ánægðir með að okkur hafi tekist að fellan þennan eina sökudólg,“ sagði Rawlings á blaðamannafundi í dag. Fleiri lögregluþjónar hafa ekki látið lífið á einum degi í Bandaríkjunum frá árásunum á Tvíburaturnana árið 2001, samkvæmt CNN. Myndband af manninum hefur nú verið birt á samfélagsmiðlum þar sem sjá má hann skiptast á skotum við lögreglu. Hann var vopnaður hálf-sjálfvirkum riffli, sem mun vera af gerðinni AR-15, og klæddur í skothelt vesti.Amateur video footage shows gunman involved in #Dallas shooting https://t.co/FfyEyhATMM https://t.co/RUXXrQEJRC— BBC Breaking News (@BBCBreaking) July 8, 2016 Hann hótaði að myrða fleiri lögreglumenn og fullyrti að hann hefði komið sprengjum fyrir í húsinu og á fleiri stöðum í Dallas. Umfangsmikil leit að sprengjum var framkvæmd í miðbæ Dallas en ekkert fannst. David Brown, lögreglustjóri Dallas, segir að árásarmennirnir hafi skipulagt árásina vel og svo virtist sem að þeir hafi vitað hvaða leið mótmælagangan yrði gengin. Brown sagði einnig að ljóst væri að leyniskytturnar hefðu ætlað sér að myrða og særa eins marga lögregluþjóna og þeir gætu. Tveir þeirra sem eru í haldi lögreglu voru handteknir eftir að lögregluþjónn sá annan þeirra setja tösku í skottið á Mercedez bíl og keyra hratt á brott. Þeir voru stöðvaði á nærliggjandi hraðbraut. Þá er ein kona, sem handtekin var nærri bílastæðahúsinu þar sem umsátrið á sér stað, í haldi lögreglu.Fréttin verður uppfærðÞetta myndband gæti vakið óhug meðal viðkvæmra. MIke Rawlings, borgarstjóri Dallas, segir borgina syrgja. Tweets by DallasPD Black Lives Matter Tengdar fréttir Banaskot lögreglunnar valda usla í samfélaginu Nokkur banaskot sem nutu athylgi í Bandaríkjunum rifjuð upp. 7. júlí 2016 14:45 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Uppfært 12:10 Fimm lögregluþjónar voru skotnir til bana í nótt og sjö eru særðir eftir að minnst tvær leyniskyttur hófu skothríð á hóp lögreglumanna í Dallas í Texas. Lögreglan hafði verið kölluð til þar sem fólksfjöldi hafði komið saman til að mótmæla drápunum á tveimur blökkumönnum sem lögreglumenn í Louisiana og Minnesota skutu í gær og í fyrradag. Þar að auki voru tveir almennir borgarar særðir. Ein kona fékk skot í fótinn, en hún var í mótmælagöngunni með þremur sonum sínum.Leyniskytturnar voru minnst tvær og skutu þeir á lögregluþjónana ofan af háum húsum í grennd við mótmælagönguna.Þrír eru í haldi grunaðir um aðild að málinu, en þeir neita að sýna lögreglunni samstarf. Þar af er ein kona sem Mike Rawlings, borgarstjóri Dallas, segir að sé frá Bandaríkjunum og af afrískum uppruna. Lögreglan sat svo um einn skotmann til viðbótar sem birgði sig inni í bílastæðahúsi á svæðinu. Hann hafði hafið skothríð fyrir utan háskóla í borginni og myrti þar minnst einn lögregluþjón. Hann skiptist á skotum við lögreglu um nokkurt skeið en nú sagður vera látinn. Rawlings segir að hann hafi verið felldur af lögregluþjónum. „Við vorum mjög ánægðir með að okkur hafi tekist að fellan þennan eina sökudólg,“ sagði Rawlings á blaðamannafundi í dag. Fleiri lögregluþjónar hafa ekki látið lífið á einum degi í Bandaríkjunum frá árásunum á Tvíburaturnana árið 2001, samkvæmt CNN. Myndband af manninum hefur nú verið birt á samfélagsmiðlum þar sem sjá má hann skiptast á skotum við lögreglu. Hann var vopnaður hálf-sjálfvirkum riffli, sem mun vera af gerðinni AR-15, og klæddur í skothelt vesti.Amateur video footage shows gunman involved in #Dallas shooting https://t.co/FfyEyhATMM https://t.co/RUXXrQEJRC— BBC Breaking News (@BBCBreaking) July 8, 2016 Hann hótaði að myrða fleiri lögreglumenn og fullyrti að hann hefði komið sprengjum fyrir í húsinu og á fleiri stöðum í Dallas. Umfangsmikil leit að sprengjum var framkvæmd í miðbæ Dallas en ekkert fannst. David Brown, lögreglustjóri Dallas, segir að árásarmennirnir hafi skipulagt árásina vel og svo virtist sem að þeir hafi vitað hvaða leið mótmælagangan yrði gengin. Brown sagði einnig að ljóst væri að leyniskytturnar hefðu ætlað sér að myrða og særa eins marga lögregluþjóna og þeir gætu. Tveir þeirra sem eru í haldi lögreglu voru handteknir eftir að lögregluþjónn sá annan þeirra setja tösku í skottið á Mercedez bíl og keyra hratt á brott. Þeir voru stöðvaði á nærliggjandi hraðbraut. Þá er ein kona, sem handtekin var nærri bílastæðahúsinu þar sem umsátrið á sér stað, í haldi lögreglu.Fréttin verður uppfærðÞetta myndband gæti vakið óhug meðal viðkvæmra. MIke Rawlings, borgarstjóri Dallas, segir borgina syrgja. Tweets by DallasPD
Black Lives Matter Tengdar fréttir Banaskot lögreglunnar valda usla í samfélaginu Nokkur banaskot sem nutu athylgi í Bandaríkjunum rifjuð upp. 7. júlí 2016 14:45 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Banaskot lögreglunnar valda usla í samfélaginu Nokkur banaskot sem nutu athylgi í Bandaríkjunum rifjuð upp. 7. júlí 2016 14:45